Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 24

Ægir - 01.10.2014, Side 24
24 LED lýsing er bylting í íslenskum skipum Nú í dimmasta skammdeginu ríður á að góð vinnulýsing sé í borð í bátum og skipum. LED lýsingartæknin hefur heldur betur hafið innreið sína í ís- lenska skipaflotann. Þeir sem hafa reynt samanburðinn við hefðbundna ljósakastara segja mikinn mun bæði á ljósmagni og orkuþörf. Fyrirtækið Ledlýs- ing í Hlíðarsmára 11 í Kópavogi sérhæfir sig í LED ljósabúnaði og hefur selt hundruð LED kast- ara í skipaflotann. Hermann Auðunsson, eigandi fyrirtækis- ins, segir áðurnefnda þætti skipta höfuðmáli við val á ljósa- búnaði á skipin. „Það spilar verulega inn í að geta sparað allt að 80% orkunn- ar sem að jafnaði fer í að drífa hefðbundna kastara um borð. Ég held þó að menn meti mest er hve birtan er þétt í þessum kösturum þrátt fyrir mikla dreif- inu. Síðan skemmir það nátt- úrulega ekki fyrir að ljósin þola bæði titring og högg og allt viðhald sem fylgir hefðbundn- um kösturum, svo sem að klifra reglulega upp í möstur jafnvel í svarta myrkri og brjáluðu veðri til þess að skipta um perur, heyrir nú sögunni til,“ segir Her- mann. Þeir sem prófa vilja fleiri kastara Frá því fyrirtæki Hermanns hóf að selja LED kastara í skip hér á landi fyrir um tveimur árum hefur hann unnið með fram- leiðanda búnaðarins að því að mæta þörfum á norðlægum slóðum fyrir aukinn þéttleika auk þess sem með kösturunum má fá sérstakar festingar úr 316 stáli til að mæta erfiðustu að- stæðum sem þekkjast á sjó. „Eðlilega voru menn varkárir í fyrstu enda ekki þekkt sú hugsun að hægt væri að fjár- festa í varanlegri lýsingu til nota utandyra við þessar erfiðu að- stæður. Hjólin fóru þó fyrst al- mennilega að snúast eftir að einn af stærri þjónustuaðilum útgerða hér á höfuðborgar- svæðinu fór að kaupa þá í Hermann Auðunsson í Ledlýsingu ehf. í Kópavogi með LED kastara sem þykir mikil bylting í lýsingum um borð í skipum. Horft aftur trolldekkið á togaranum Reval Viking. Þessi birta er frá ein- um 400W LED kastara frá Ledlýsingu ehf. T æ k n i

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.