Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 26

Ægir - 01.10.2014, Síða 26
26 Opinberar sjóslysarannsóknir hófust í kjölfarið „Við stöldruðum fljótlega við þá staðreynd að sjóslysin 1963 áttu stóran þátt í því að koma öryggismálum sjómanna á hreyfingu og þótt fyrr hefðu verið,“ segir Haukur. „Alþingi samþykkti ályktun um stofnun sérstakrar sjóslysa- nefndar 10. apríl 1963, daginn eftir mannskaðabylinn við Norðurland. Fjöldi sjómanna hafði farist við landið frá 1960 til 1963 en það var eins og at- burðir tengdir páskahretinu fylltu mælinn hjá alþingis- mönnum. Þeir kusu að horfa ekki lengur aðgerðarlausir á ósköpin heldur stuðla að því að kanna af hverju slysin stöfuðu og hvernig mætti við bregðast. Sjóslysanefnd tók til starfa, skilaði skýrslu og var lögð niður 1965. Svo liðu nokkur ár þar til ný sjóslysanefnd var sett á lagg- ir. Síðan fengu slysarannsóknir og öryggismál til sjós sess í lög- Í minningu fórnarlamba páskahretsins mikla 1963 Afar áhrifamikil athöfn á Eyjafirði 9. apríl 2013. Guðrún Tómasdóttir minnist föður síns. „Þegar við lögðuð upp í þessa langferð vorið 2012 var meiningin sú að 50 ára minningarathöfn um sjóslysin við Norðurland yrði leiðar- þráður í heimildarmyndinni. Undirbúningsvinnan beindi okkur hins vegar fljótlega í fleiri áttir í tíma og rúmi. Nú stefnir í að við spinnum nokkuð söguþráð sjóslysa og öryggismála til sjós út frá ör- lögum sjómanna frá Dalvík sem fórust í páskahretinu mikla,“ segir Haukur Sigvaldason, borinn og barnfæddur Dalvíkingur sem býr í Reykjavík og starfar sem smiður í Kópavogi. Hann missti föður sinn 9. apríl 1963. Alls fórust þá sex bátar við landið í dymbilvikunni og með þeim sextán menn, þar af sjö frá Dalvík.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.