Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2014, Page 34

Ægir - 01.10.2014, Page 34
34 Unnsteinn Guðmundsson hjá 4Fish ehf. og G.Run hf. fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni um Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014. Unnsteinn tók á við verð- launagripnum Sviföldunni á ráðstefnunni nú fyrir skömmu en þetta var í fjórða sinn sem viðurkenningin er veitt. Mark- miðið með henni er að efla um- ræður og hvetja nýja hugsun með framsæknum og frumleg- um hugmyndum en auk Svif- öldunnar, sem gefin er af Tryggingamiðstöðinni, eru veitt tvenn önnur verðlaun í formi verðlaunafjár. Viðurkenninguna fékk Unn- steinn fyrir að hanna og fram- leiða vél sem sporðsker fisk fyrir flökun og leysir þannig ákveðið vandamál sem þekkt er í öllum gerðum flökunarvéla. Við það fækkar flökunargöllum, lægra hlutfall fer í blokk og marning og afköst í vinnslu aukast. Önnur verðlaun fengu Guðni Þór Þrándarson og Marie Jannie Madeleine Legatelois hjá Íslensku saltbrennslunni ehf. fyrir hugmyndina „Þang- auður Breiðafjarðar“ þar sem þang er nýtt til framleiðslu á natríumlágu og steinefnaháu sælkerasalti. Þriðju verðlaun fékk Hall- grímur Björgúlfsson fyrir hug- myndina „Staðbundið át fyrir þorskseiði“. F réttir Sporðskurðarvél valin framúr- stefnuhugmynd Sjávarútvegsráð- stefnunnar 2014 Sporðskurðarvélin frá Grundarfirði sem senn verður boðin á almennum markaði. Mynd: www.nmi.is Unnsteinn Guðmundsson með viðurkenninguna Svifölduna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.