Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 37
37
níunda áratug síðustu aldar
var stofnstærðarmat gert á
trjónukrabba, bæði í Breiðafirði
(50.000 tonn) og Faxaflóa
(30.000 tonn), en honum
virðist hafa fækkað í Faxaflóa
síðan þá.
Bogkrabbi (Carcinus maenas)
(8. mynd) er önnur smávaxin
krabbategund hér við landið
(9 cm skjaldarbreidd) sem
er útbreidd á grunnslóð
og í fjörum við Suðvestur-
og Vesturland. Engin
stofnstærðarkönnun hefur
verið gerð en tegundin
hefur fengist sem meðafli á
grunnslóð. Bogkrabbi er nýttur
til matar víða í Evrópu.
Grjótkrabbi, (Cancer irroratus)
(9. mynd) er nýr landnemi
sem fannst fyrst í Hvalfirði árið
2006 og barst líklega hingað
með kjölfestuvatni skipa frá
Kanada. Hann hefur breiðst
hratt út og finnst nú allt frá
sunnanverðum Faxaflóa og
norður í Ísafjarðardjúp. Fyrr á
þessu ári fannst hann einnig
norður í Skagafirði. Hagstæð
lífsskilyrði fyrir grjótkrabbann
eru mun víðar en núverandi
útbreiðsla og má því reikna
með aukinni útbreiðslu á
komandi árum. Grjótkrabbi
er mun stærri (skjaldarbreidd
15 cm) en þær tegundir sem
hér eru nefndar að ofan. Hann
er veiddur í gildrur og hafa
tilraunaveiðar og kannanir á
útbreiðslu farið fram í Faxaflóa
og Breiðafirði. Grjótkrabbi gæti
orðið möguleg nytjategund
við Ísland. Hann er eftirsóttur
matkrabbi í Kanada.
Gaddakrabbi (Lithodes
maja) (10. mynd) er stórvaxin
krabbategund (skjaldarlengd
14 cm) sem heldur sig aðallega
á 100-800 m dýpi en hefur þó
fundist mun grynnra (10 m
dýpi). Tegundin er dreifð allt í
kringum landið en finnst alltaf
í litlu magni. Gerðar hafa verið
tilraunir með gildruveiðar
hér við land en engar veiðar
farið af stað né vinnsla. Þetta
er góður matkrabbi en finnst
djúpt og er mjög dreifður, sem
gerir nýtingu hans erfiða.
Tröllakrabbi (Chaceon
(Geryon) affinis) (11. mynd) er
önnur stór krabbategund við
Ísland (18 cm skjaldarbreidd)
sem finnst djúpt (400-1500 m
dýpi) og er dreifður sunnan-
og austanlands. Þetta er góður
matkrabbi sem kemur í troll og
skötuselsnet í djúpköntunum
en veiðisvæði og stofnstærð
eru óþekkt. Tilraunaveiðar hafa
farið fram en ekki gefið góða
raun.
Sandrækja (Crangon crangon)
(12. mynd) er nýr landnemi
við Ísland. Hún fannst fyrst á
Álftanesi árið 2003 og hefur
síðan þá breiðst hratt út og
finnst nú með suður- og
vesturströnd landsins, auk
þess sem vel einangraður stofn
er við suðaustanvert landið.
Sandrækja er fremur smávaxin
rækjutegund (9 cm á lengd)
sem finnst aðallega á sand-
eða leðjubotni niður á um
20 m dýpi. Hún er verðmæt
nytjategund í NA-Atlantshafi
og Miðjarðarhafi og eru veiðar
stundaðar bæði í troll og net.
Útbreiðsla hennar hefur verið
könnuð umhverfis landið
og er sandrækju að finna í
töluverðum þéttleika á stöku
stað í fjörum. Hingað til hafa
engar veiðar verið stundaðar
og eru hugsanleg veiðisvæði
hér við land takmörkuð ólíkt
því þar sem sandrækjan er
veidd í Evrópu, t.d. í Norðursjó.
Ekki er því víst að veiðar
myndu standa undir sér hér.
Þörungar
Þörungar eru nýttir á
margvíslegan hátt um allan
heim. Þeir eru notaðir til
framleiðslu á matvörum, ýmist
beint eða unnin eru úr þeim
efni sem notuð eru í matvæli.
Efni unnin úr þörungum eru
einnig notuð til framleiðslu
á lyfjum og snyrtivörum og í
margvíslegum iðnaði eins og
vefnaði, prent-, bygginga- og
járniðnaði svo eitthvað sé
nefnt.
Elstu heimildir um
notkun botnþörunga til
matar á Vesturlöndum eru
í íslenskum miðaldaritum.
Þörungar voru nýttir á Íslandi
allt frá landnámsöld og
fram á fyrri hluta 20. aldar er
hefðbundin nýting lagðist af
að mestu. Nýting þörunga
á Íslandi var til manneldis,
sem dýrafóður, áburður og
eldsneyti. Nýting þörunga
hófst svo að nýju árið 1975
með tilkomu þörungavinnslu
við Breiðafjörð. Um þessar
mundir eru þörungar nýttir í
talsverðum mæli í Breiðafirði
en einnig í smáum stíl til matar
og í snyrtivörur annars staðar
við landið.
Botnfastir þörungar finnast
í miklum mæli allt í kringum
land, að suðurströndinni
undanskilinni þar sem
botninn er sandur og engin
festa fyrir þörunga. Þær
botnþörungategundir sem
líklega er mest af við Ísland eru
klóþang og stórþari.
ans, og voru þá búnir að
draga 16 bjóð af 28. Bátarnir
höfðu samband um talstöðv-
arnar og ákváðu að reyna að
halda hópinn heim til hafnar
á Akranesi.
Um klukkan hálfþrjú kom
óstöðvandi leki að Birni II.
Dælan hafði ekki undan, og
þótt tveir hásetar færu í
lífaustur hafðist ekkert við
lekanum. Þegar hér var kom-
ið sáu þeir á Birninum engan
bát nema Fylki, sem var
skammt undan. Kristinn
skipstjóri náði sambandi um
talstöðina við Njál Þórðarson
skipstjóra á Fylki og sagði
honum hvernig komið væri.
Sjórinn væri kominn á móts
við efri kojurnar í lúkarnum.
Báturinn væri að sökkva.
Bað hann Njál að koma strax
til hjálpar. Skipverjarnir settu
allir á sig björgunarbelti og
báturinn var látinn andæfa.
Fylkir var kominn á vett-
vang innan fárra mínútna.
Helltu þeir olíu í sjóinn, til
að lægja öldurnar, og lögðu
upp að Birninum að aftan á
hléborða. Bilið á milli bát-
anna var þá 10-15 faðmar.
Kastlínu var hent yfir í Fylki,
og strax dregin til baka lína
frá þeim. Síðan var útbúin
lykkja og línan bundin undir
hendurnar á einum skipverj-
anna, sem var dreginn yfir í
Fylki með björgunarbelti um
sig miðjan. Þannig var öllum
fimm skipverjunum bjargað
af Birni II. Tók björgunin að-
eins hálftíma. Það stóð á
endum, þegar síðasti skip-
verjinn var dreginn frá borði
var Björninn II tekinn að
mara hálfur í kafi og braut
þá á honum.
Bátarnir héldu áfram ferð
sinni heim og Fylkir kom að
landi klukkan sjö um kvöld-
ið. Vart mátti tæpara standa
að björgunin lánaðist. Njáll
Þórðarson og skipshöfn hans
sýndu þarna einstakt snar-
ræði.“
Strand norska flutningsskips-
ins Bro
„Það var komið kvöld 9.
október 1947. Ég var þá
skipstjóri á Sigurfaranum og
var á leið á reknetaveiðar í
Miðnessjó. Við vorum komn-
ir rétt suður fyrir Garðskaga,
vindinn var tekið að herða
og veðurspáin sagði að vind-
áttin yrði suðvestan með
stormi – sjö vindstig. Það var
því ekki um annað að ræða
en halda aftur að landi, og
bíða betra veðurs. Það gerð-
um við. Smám saman tíndust
hinir bátarnir líka heim.
Þegar við komum til Akra-
ness voru allir bátarnir
komnir að landi. Þegar ég
steig upp á bryggjuna stóð
þar formaður Slysavarna-
deildarinnar á Akranesi, Axel
Sveinbjörnsson. Hann kom
til mín og spurði hvort við,
ég og áhöfnin á Sigurfara,
treystum okkur til að fara
vestur á Mýrar. Þar væri
norska flutningaskipið Bro
strandað. Formaðurinn sagði
mér að enginn af þeim bát-
um, sem komnir væru að
landi, hefði treyst sér til að
fara í þessa ferð, enda aug-
ljóst að fárviðri væri á þess-
um slóðum. Hann vissi að ég
var vel kunnugur skerjagarð-
inum á Mýrunum, var aðeins
ellefu ára gamall þegar ég
byrjaði að róa þar með föður
mínum.
Ég kvaðst reiðubúinn að
fara, ef hann fengi leyfi út-
gerðarinnar til að leggja bát-
inn í þessa tvísýnu. Sömu-
leiðis skyldi ég tala við
skipshöfn mína, en við vor-
um sjö um borð. Kallaði ég
þá alla saman og sagði þeim
hvað framundan væri. Kváð-
ust þeir allir tilbúnir að fara
með mér. Skömmu síðar
kom formaður slysavarna-
deildarinnar og sagðist hafa
fullt samþykki útgerðarinnar
– við mættum fara.
Þegar hér var komið sögu
var sunnanstormur, sjö vind-
stig, og spáin suðvestan
stormur undir morgun. Þá
vissum við að það mátti eng-
an tíma missa, ef takast ætti
að bjarga mönnunum.
Við lögðum frá bryggju
og héldum sem leið liggur
vestur á Mýrar. Ég var í stöð-
ugu loftskeytasambandi við
Loftskeytastöðina í Reykja-
vík, sem var í loftskeytasam-
bandi við norska skipið. Þeg-
ar við fórum að nálgast Þor-
móðssker sáum við hvar
skipið var strandað. Það var
á svipuðum slóðum og Po-
urquoi Pas? hafði strandað
15. september 1936. Þórður
Sigurðsson, skipshöfn hans á
mótorbátnum Ægi og björg-
unarsveitin á Akranesi höfðu
einmitt lagt í lífshættulega
björgunarferð til þess að
reyna að bjarga áhöfninni á
því fræga skipi.
Ég bað loftskeytamanninn
í Reykjavík að halda stöðugu
sambandi milli okkar svo að
enginn misskilningur yrði,
þar sem ég gat ekki talað við
skipið. Við vorum illa settir
því að dýptarmælirinn var
bilaður hjá okkur, engan rad-
ar höfðum við og enga ljós-
kastara til að lýsa upp svæð-
ið.
Þegar við komum að Þor-
móðsskeri fórum við inn að
sunnanverðu við skerið og
ég bað stýrimanninn að vera
frammi á með handlóð til að
mæla dýpið. Á meðan á
þessu stóð var skipstjórinn á
norska skipinu alltaf að biðja
Reykjavíkurradíó að spyrja
hvort við kæmumst ekki nær
skipinu. Ég fór eins langt og
ég treysti mér og við létum
akkerið fara þegar við vorum
komnir í vindstöðu við skip-
ið, þá yrði auðveldara fyrir
skipverjana að róa til okkar
undan vindinum. Ég bað
Loftskeytastöðina að láta mig
vita þegar þeir væru komnir
í bátana, til þess að við gæt-
um fylgst með þeim. Þeir
létu okkur vita að nú væru
þeir lagðir frá skipinu til
okkar á tveimur bátum; skip-
stjórabát með átta manns og
stýrimannsbát með sjö
manns.
Við horfðum út í sortann
og sáum brátt að annar bát-
urinn, skipstjórabáturinn, var
að leggjast að síðunni hjá
okkur. Hinn bátinn sáum við
ekki. Bað ég þá Loftskeyta-
stöðina að spyrja hvort hann
hefði ekki farið frá skipinu á
sama tíma. Sagði ég norska
skipstjóranum að fara í tal-
stöðina hjá mér og fékk þá
15
F R Á S Ö G N
Þórður Guðjónsson, skipstjóri á Akra-
nesi. Hann lést 27. október 2005.
aegirdes06_final.qxd 15.12.2006 21:27 Page 15
8. mynd. Bogkrabbi.
9. mynd. Grjótkrabbi.
10. mynd. Gaddakrabbi.
11. mynd. Tröllakrabbi.
12. mynd. Sandrækja.