Ægir - 01.10.2014, Side 44
44
„Það var heillandi fyrir ung-
an mann eins og mig að fara á
sjóinn og ekki skemmdi fyrir að
á þessum árum var töluvert um
siglingar til Englands og Þýska-
lands. Þú getur ímyndað þér
hvort það hafi ekki verið gaman
fyrir sautján til átján ára peyja
að sigla til erlendra hafna!“
Á vertíð í Eyjum í 25 ár!
Árið 1989 var heldur rólegt yfir
útgerðinni á Siglufirði og þá
bauðst Valmundi að fara á ver-
tíð í Eyjum. Hann ákvað að slá
til en hafði í hyggju að snúa
heim að henni lokinni. Það varð
þó ekki og þessi vertíð sem
hófst fyrir um aldarfjórðungi
má segja að standi enn. „Mér
bauðst til að byrja með pláss á
togbátnum Frigg VE 41 hjá
Magna Jóhannssyni og það var
mjög skemmtilegur tími. Það
var aldrei dauður tími í róðrum
með Magna. Árið 1991 fór ég á
Þórunni Sveinsdóttur, sem þá
kom ný til Eyja og var þar með
Sigurjóni Óskarssyni og fé-
lögum á trolli. Skipinu var síðan
breytt í frystitogara en ég fór
ekki nema örfáa túra eftir þær
breytingar. Þetta frystitogaralíf
átti ekki við mig þannig að ég
hætti og færði mig aftur tíma-
bundið yfir á Frigg, þar til hún
var seld. Þá fékk ég pláss á Frá
VE en árið 1998 til 2000 tók ég
Stýrimannaskólann og var eftir
það stýrimaður og afleysinga-
skipstjóri á Frá þar til ég hætti á
sjónum árið 2009,“ segir Val-
mundur.
Unnið að hagsmunamálum
sjómanna í yfir 30 ár
Valmundur byrjaði í verkalýðs-
málununum í heimabæ sínum
Siglufirði í kringum 1980. Þá var
hann fenginn til þess að taka að
sér formennsku í sjómanna-
deild Verkalýðsfélagsins Vöku
en Hafþór Rósmundsson var þá
forystumaður þess félags. Allar
götur síðan hefur Valmundur á
einn eða annan hátt komið að
félagsmálum sjómanna.
Árið 2007 var Valmundur
kjörinn formaður Sjómanna-
félagsins Jötuns í Vestmanna-
eyjum og þegar hann kom í
land tveimur árum síðar gerðist
hann starfsmaður á skrifstofu
þess í Eyjum og hefur verið þar
síðustu rúm fjögur ár. „Áður en
ég tók að mér formennsku í
Jötni hafði ég verið stjórnar-
maður þar síðan 1994, var vara-
formaður um tíma áður en ég
tók við formennskunni. Það var
síðan vissulega stór ákvörðun
fyrir mig að gefa kost á mér til
formennsku í Sjómannasam-
bandinu. En ég hef undanfarin
ár verið þar í stjórn þannig að
ég kem ekki alveg blautur á bak
við eyrun inn í þetta. Starfið
leggst afskaplega vel í mig. Ég
ræddi við alla fulltrúa á Sjó-
mannasambandsþinginu og ég
finn að menn treysta mér vel í
starfið. Það er mjög mikilvægt
veganesti,“ segir Valmundur.
Ekki auðveld ákvörðun
Valmundur segir að vissulega
hafi hann þurft að velta því vel
fyrir sér með fjölskyldunni áður
en ákvörðun var tekin um að
gefa kost á sér til formennsku í
Sjómannasambandinu. Ekki að-
eins sé um að ræða að taka að
sér nýtt og krefjandi en jafn-
framt spennandi starf, heldur
ekki síður að flytjast búferlum
frá Vestmannaeyjum, þar sem
þeim hjónum hafi alla tíð líkað
vel að búa, til höfuðborgar-
svæðisins. „Ætli það hafi ekki
verið í endaðan september sem
Sævar Gunnarsson orðaði það
við okkur í stjórn Sjómanna-
sambandsins að hann myndi
ekki leita eftir endurkjöri á Sjó-
mannasambandsþinginu. Í kjöl-
farið komu nokkrir félagar mínir
í stjórninni að máli við mig og
spurðu hvort ég væri tilbúinn
að taka slaginn. Eftir að hafa
hugsað málið í hálfan mánuð
„Það hafa komið fram hugmyndir um ein sterk
sjómannasamtök og ég hefði ekki á móti því
að slíkt yrði að veruleika því þannig yrði slag-
kraftur okkar meiri.“ Formaður Jötuns ávarpar gesti á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum.
Mynd: Óskar P. Friðriksson.