Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 47

Ægir - 01.10.2014, Síða 47
47 „Ég tók ákvörðun um það núna á haustdögum að leita ekki eftir endurkjöri á Sjó- mannasambandsþinginu. Ég er orðinn 71 árs gamall – bráðum 72ja ára – og því er þetta orðið gott og tími á að yngri maður taki við,“ segir Sævar. Stórauknar slysavarnir sjómanna Hann segir, þegar litið er yfir 20 ára formennsku í Sjómanna- sambandinu, að hann sé hreyknastur af því að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar við að auka öryggi sjómanna. „Ég er ánægður með aðkomu okkar að því að efla slysavarnir og Slysavarnaskóla sjómanna og það er til marks um hversu mik- ilvægt þetta starf er að árin 2008 og 2011, ef ég man rétt, voru engin dauðaslys á sjó hér við land. Varðandi kjaramálin hefur út af fyrir sig ýmislegt áunnist og í því sambandi get ég nefnt rétt- indamál, t.d. varðandi styrktar- sjóð stéttarfélaganna. Hins veg- ar hefði ég viljað sjá Sjómennt – fræðslusjóð sjómanna - öflugri. En hin hliðin á kjaramálunum er að ekki hefur verið gerður kjara- samningur við sjómenn í fjögur ár, sem er óásættanlegt. Og fyr- irkomulagið varðandi fiskverðs- myndun er einnig óásættan- legt. Um það leyti þegar ég tók við formennsku í Sjómanna- sambandinu var fiskverð gefið frjálst, eins og það var kallað. En síðan hefur ríkt hálfgerð styrj- öld um þetta kerfi. Það hefur vissulega verið lagað en það er langur vegur frá því að það sé viðunandi. Stærsta hagsmuna- mál sjómanna er einfaldlega að verðmyndun á fiski sé með eðli- legum hætti. Sjómenn fóru í verkfall árin 1994, 1995, 1998 og 2001 og grunnurinn að öll- um þessum hörðu deilum var fiskverðið. Þrjú af þessum fjóru verkföllum voru stöðvuð með lagasetningu – þ.e. 1994, 1998 og 2001. Þegar verkföllum lýkur með lagasetningu er málunum Sævar segist ánægður með þann árangur sem náðst hafi á undanförnum árum í eflingu slysavarna sjómanna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.