Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2014, Page 120

Ægir - 01.08.2014, Page 120
116 Stærsta verkefni ráðgjafa- og hönnunar- fyrirtækisins Skipasýnar um þessar mundir er hönnun á ísfisktogurum fyrir hraðfrystihúsið Gunnvöru í Hnífsdal og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Hönnun þeirra þykir sæta nokkrum tíð- indum meðal annars vegna þess hve sparneytin þau verða á olíu. „Hag- kvæmni og eldsneytissparnaður hafa verið keppikefli okkar í Skipasýn í gegn- um árin en með nýju skipunum mun væntanlega takast að minnka elds- neytiseyðsluna um 35 til 40% miðað við fyrri skip,“ segir Sævar M. Birgisson skipatæknifræðingur og eigandi Skipa- sýnar. Skrúfan er mesti orkusóðinn Sævar segir að í samstarfi við útgerðirn- ar hafi orkunotkunin um borð verið kort- lögð af mikilli nákvæmni. Þetta hafi með- al annars leitt í ljós að hjá loðnuskipun- um fara tæp 80% orkunnar í að knýja skrúfuna, kælikerfið notar næstmesta orku eða 8% og glussakerfið er í þriðja sæti með 6%. „Í viðleitni til að auka hag- kvæmni í rekstri skipanna hefur löngum verið horft á alla aðra þætti en skrúfuna sem er mesti orkusóðinn,“ segir Sævar. Hann segir framleiðendur hvers kyns búnaðar hafa stjórnað ferðinni í of ríkum mæli í stað þess að útgerðirnar setji sjálfar fram kröfur sem framleiðendur þurfi að laga sig að. Sævar bendir á að um 60% af orkunotkun togara fari í að draga trollið. Með nýrri og mun stærri skrúfum sem snúast hægar munu nýju skipin nota 50-60% minni orku til að ná sama togkrafti og þau gömlu. Hann rifjar upp að í kringum 1973 hafi stór hluti togaraflotans verið með skrúfur sem voru 2 metrar í þvermál. Í olíukreppu sem skall á nokkrum árum síðar var farið í að stækka skrúfurnar í þrjá metra en með því náðist 30-40% orkusparnaður. „Af hverju menn staðnæmdust við þriggja metra skrúfur er mér hulin ráð- gáta, því þar höfum við verið síðan. Skrúfurnar á nýju skipunum eru hins vegar tæpir 5 metrar í þvermál og í sjálfu sér á ekkert að takmarka skrúfustærðina nema djúpristan og dýpt hafnanna sem skipin eru að nota.“ Framleiðslustöð í Póllandi Skipasýn sérhæfir sig í hönnun fiski- skipa auk endurbóta- og breytingaverk- efna. Fyrirtækið sem var stofnað á Ísa- firði 1986 er lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem Sævar starfar ásamt konu sinni Svanhvíti Leifsdóttur og börnum þeirra Rakel og Birgi. Árið 1999 stofnaði Sævar ásamt fleiri Íslendingum og Pólverjum fyrirtækið ShipCon í Gdansk í Póllandi. „ShipCon er í dag okkar aðal fram- leiðslustöð en þar starfa 50 til 100 manns eftir því hvernig verkefnastaðan er hverju sinni. Það var meðvituð ákvörðun að fara þessa leið vegna þess hve markaðurinn hér heima er sveiflu- kenndur. Það sést kannski best þessa dagana þegar keyptir eru í einni kippu 10 togarar og 6-8 nótaskip og svo gerist kannski lítið sem ekkert næstu 20 árin.“ Sævar segir að mikið af nýsmíðavinnu Skipasýnar fari fram í samstarfi við ShipCon. Spurður um ástand íslenska fiski- skipaflotans segir hann að þrátt fyrir háan aldur sé hann í nokkuð góðu standi. „Við höfum átt því láni að fagna að eiga vel menntaða og góða vélstjóra sem hafa annast flotann vel. Við þurfum að standa vörð um þá stétt,“ segir Sæv- ar M. Birgisson. skipasyn.is Bás A11a Skipasýn ehf. Grandagarði 14 Sími: 561 9595 skipasyn@skipasyn.is Hagkvæmni og elds- neytissparnaður er keppikefli Skipasýnar Sævar segir að nýju skipin sem Vinnslustöðin og Gunnvör hafa pantað, verði 35-40% spar- neytnari en eldri skip. Hér er Sævar ásamt syni sínum Birgi sem einnig starfar hjá Skipasýn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.