Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 5

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 5
JÖFNUÐUR BÝR TIL BETRA SAMFÉLAG 1. MAÍ 2015 Verkalýðshreyfingin berst fyrir mannsæmandi kjörum launafólks og samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar eru lífsgæði almennings mest og mannlífið betra. Staðreyndir sýna einnig að aukinn jöfnuður stuðlar að betri samkeppnishæfni þjóða og meiri hagvexti. Það græða því allir á auknum jöfnuði. Það er grundvallarkrafa að fólk lifi af dagvinnulaunum. Langur vinnudagur og mikið álag skerða lífsgæði, draga úr framleiðni og auka samfélagslegan kostnað. Þess vegna er krafa almenns launafólks um ríflegar kjarabætur í komandi kjarasamningum bæði réttlát og nauðsynleg. Vinnum sameiginlega að því að bæta kjörin því jöfnuður býr til betra samfélag fyrir okkur öll. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.