Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 8

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Sigríður Andersen vakti í vikunniathygli á því á Alþingi hve illa er farið með vegafé þrátt fyrir við- haldsleysi vega.    Hún benti á aðháir skattar eru lagðir á elds- neyti bíla, en að árið 2010 hafi verið lög- fest undanþága frá gjöldum á eldsneyti á borð við lífolíur.    Ennfremur að „árið 2013 vorumenn svo skyldaðir til að blanda hefðbundið eldsneyti með slíkum lífolíum. Þau íblöndunarefni sem hingað til hafa verið flutt inn eru tvöfalt dýrari en hefðbundið eldsneyti. Það liggur því fyrir að þessi skattaívilnun hefur nær öll runnið úr landi til erlendra fram- leiðenda á lífolíu.    Nú liggur fyrir að ríkið verðuraf mörg hundruð milljónum króna á ári vegna þessarar skatta- ívilnunar. Vegaféð rennur við- stöðulaust úr landinu, mörg hundr- uð milljónir. Það samsvarar í raun öllu því fé sem Reykjavíkurborg eyðir árlega í viðhald gatna. Um leið kemur minna fé til vegafram- kvæmda. Það er beinlínis verið að nota vegapeninga til að nið- urgreiða innflutning á jurtaolíu. Tekjur sem ríkið hafði áður af elds- neytisgjöldum renna núna úr landi í niðurgreiðslu til innkaupa á dýru eldsneyti.“    Það er ótrúlegt ef ríkið telur þaðrétta forgangsröðun sem þarna er lýst. Sigríður hefur lagt fram frumvarp til að „stöðva þetta stjórnlausa flæði fjármagns úr landinu,“ eins og hún orðaði það.    Þingið hlýtur að finna tíma til aðsetja frumvarpið í atkvæða- greiðslu. Sigríður Á. Andersen Fjármagnið flæðir stjórnlaust úr landi STAKSTEINAR Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Góðar buxur m/ stretch 7.900 kr. 38-52 Drappað, svart Str: Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. maí, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Þórarinn B. Þorláksson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd föstudag 1. maí kl. 12–17, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Veður víða um heim 30.4., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -3 snjóél Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 8 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 8 léttskýjað Lúxemborg 7 skúrir Brussel 11 léttskýjað Dublin 11 léttskýjað Glasgow 8 skúrir London 13 heiðskírt París 10 skúrir Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 17 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 18 skýjað Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 15 léttskýjað New York 16 alskýjað Chicago 10 skýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:00 21:51 ÍSAFJÖRÐUR 4:49 22:11 SIGLUFJÖRÐUR 4:32 21:55 DJÚPIVOGUR 4:26 21:24 höndum Þórarins Eyjörð hjá SFR. Í Hafnarfirði verður safnast sam- an fyrir framan Ráðhús Hafn- arfjarðar kl. 13:30. Kröfuganga legg- ur af stað kl. 14. Ávarp dagsins Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 33 sveitarfélögum á landinu og fjölg- ar þeim um tvö frá því í fyrra. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffi- samsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi lýkur. Hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík klukkan 13 en kröfuganga leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13.30. Úti- fundur hefst svo á Ingólfstorgi klukkan 14.10. Þar munu Árni Stef- án Jónsson, formaður SFR, og Hilm- ar Harðarson, formaður Samiðnar, halda ræður en fundarstjórn er í flytur Karl Rúnar Þórsson, formað- ur Starfsmannafélags Hafnar- fjarðar, auk þess sem Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðs- félagsins Hlífar, heldur ræðu. Á Akureyri safnast fólk saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, flytja ávörp. Á Akranesi kemur fólk saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00. Ræðumað- ur dagsins er Vilhjálmur Birgisson. Á Ísafirði verður lagt af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2, kl. 11:00. Ræðumaður dagsins er Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Í Reykjanesbæ er dagskrá í Stapa sem hefst kl. 13:45 Ræða dagsins er í höndum Gylfa Arnbjörnssonar, forseti ASÍ. Hátíðarhöldin verða víðast hvar með hefðbundnu sniði, ræður í bland við skemmtanir og tónlistaratriði. Búist er við óvenjugóðri þátttöku, að sögn forsvarsmanna ASÍ. Helgast það af því að þungt er í fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Búist er við óvenjugóðri þátttöku  Hátíðarhöld í 33 sveitarfélögum Morgunblaðið/Árni Sæberg 1. maí Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Búist er við óvenjugóðri þátttöku í hátíðarhöldunum að þessu sinni. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.