Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Malín Brand malin@mbl.is Fyrir fimmtíu árum ákvað landeig- andi nokkur í Mosfellsdal að leyfa nokkrum akstursáhugamönnum að láta gamminn geisa í malargryfjum á landi sínu. Þetta var í raun upphaf torfærunnar á Íslandi. „Þetta var nú þannig að lögreglan hótaði mönnum fangelsisvist fyrir svona glanna- skap,“ segir Helga Katrín Stef- ánsdóttir, formaður Torfæruklúbbs Suðurlands, en klúbburinn hefur ásamt Flugbjörgunarsveitinni á Hellu undirbúið mikla afmælissýn- ingu í tilefni fimmtíu ára afmælis torfærunnar. Svo vel vill til að af- mælisdagurinn, 2. maí, er einmitt á laugardegi og því vel við hæfi að efna til veglegrar veislu á aksturs- íþróttasvæði björgunarsveitarinnar sem er rétt austan við Hellu. Benni fyrsti Íslandsmeistarinn Á því herrans ári 1965 gaf Jóel Jó- elsson, garðyrkjumaður í Reykjahlíð í Mosfellsdal, ökumönnum leyfi til að halda torfærukeppni í malargryfjum landareignar sinnar og fór Egill Ing- ólfsson með sigur af hólmi á Willys CJ5 sem þá var svo gott sem nýr, eða frá 1964. „Við höfum óskráð hverjir voru Íslandsmeistarar til 1975 og var Benedikt Eyjólfsson fyrsti Íslandsmeistarinn í torfær- unni,“ segir Helga Katrín. Benedikt hefur aldrei misst áhug- ann á akstri og akstursíþróttum og er í dag betur þekktur sem Benni í Bílabúð Benna. Hann lét hótanir um fangelsisvist fyrir torfæruakstur ekki stoppa sig og sömu sögu er að segja um aðra kappa sem voru hvergi bangnir á þessum fyrstu ár- um torfærunnar. Vikið fyrir tryllitækjum Til að byrja með var keppt á venjulegum bílum og veigruðu menn sér ekki við að bregða sér af bæ á fjölskyldubílnum til að taka þátt í torfærunni. „En í dag er þetta allt annað. Keppt er á sérútbúnum keppnistækjum og mikil þróun hef- ur orðið bæði í brautum og bílum á þessum tíma,“ segir Helga Katrín. Á morgun, laugardag, klukkan 13 hefst sýningin við Hellu og hafa skipuleggjendur fengið gömlu tor- færukappana til liðs við sig. „Við ætlum að sjá hvort þeir kunni þetta ennþá. Sumir koma á bílum sem þeir kepptu á eða mjög svipuðum bílum. Sumir hafa fengið bíla sem eru með upprunalegu vélunum þeirra eða bíla sem þeir smíðuðu sjálfir í gamla daga og nýir keppendur eru á þann- ig að það er allur gangur á því.“ Brautir verða gerðar og þátttak- endur aka eftir þeim. Átján kappar úr torfærusögu Íslands hafa boðað komu sína á sýninguna og eru nöfnin án efa mörgum minnisstæð. Má þar til dæmis nefna þá Árna Kópsson, Ragnar Skúlason og Benedikt Eyj- ólfsson. Sýningin hefst kl. 13 og að henni lokinni verður fleytingakeppni á ánni og reynt að slá met í vatna- akstri. Morgunblaðið/Golli Sagan Torfærusagan spannar heil fimmtíu ár og munu elstu kapparnir verða á Hellu á morgun þar sem afmælissýningin hefst klukkan 13. „Sjáum hvort þeir kunni þetta ennþá“ Morgunblaðið/Golli Torfæran Hafsteinn Þorvaldsson á torfærumóti í Kollafirði 2010.  Fimmtíu ára afmæli torfærunnar fagnað á morgun  Fleytingakeppni og reynt við hraðamet í vatnaakstri Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og þjófnað. Þyngdi Hæstiréttur þar dóm Héraðsdóms Norður- lands eystra sem hafði dæmt manninn í átta mánaða fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir fimm líkams- árásir á fyrrverandi sambýliskonu sína, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og þjófnað með því að hafa í tvígang í heimildarleysi millifært peninga af bankareikningi hennar á eigin reikning. Hæstiréttur taldi sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárásir gagnvart konunni en taldi ekki nægilega afmarkað hvernig hann hefði almennt móðgað og smánað konuna. Beitti fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi Dómur Hæstiréttur þyngdi refsinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.