Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 16

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 26 ár Opið í dag 1. maí frá kl. 1 1–17 Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Karl Haraldsson almanna- tengill skrifaði kröfuhöfum þrotabúa föllnu bankanna að Már Guðmunds- son seðlabankastjóri yrði „sýkn- aður“ í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málskostn- aðarmálið, nokkr- um vikum áður en niðurstaðan lá fyrir. Morgunblaðið rakti í gær ýmis efnisatriði úr skýrslum sem Einar Karl sendi kröfuhöfum á tímabilinu frá 6. mars 2014 til 30. janúar í ár og er þessi grein fram- hald á þeirri umfjöllun. Í skýrslu númer 61, dagsettri 16. júní í fyrrasumar, hefur Einar Karl skrifin á eftirfarandi upphafsorðum: „Fagnið! Stjórnandi Seðlabanka Ís- lands, Már Guðmundsson, hyggst sækja um stöðu seðlabankastjóra í fimm ár til viðbótar.“ Tekur Einar Karl svo fram að Már hafi greint frá þessu í sjón- varpsþættinum Eyjunni, sem sé undir stjórn Björns Inga Hrafns- sonar, fyrrverandi áhrifa- og innan- búðarmanns hjá Framsóknar- flokknum, og eins eigenda vef- síðunnar Eyjunnar. Sá sjónvarps- þáttur „sé í auknum mæli að verða vettvangur fyrir fulltrúa ríkisstjórn- arinnar og embættismenn til að skýra mál sitt“. Las í framkomu Más Einar Karl skrifar að tímasetning þessarar yfirlýsingar og hversu sjálfsöruggur Már er í framkomu sinni séu álitin merki um að Ríkis- endurskoðun hafi „sýknað“ hann vegna málskostnaðarmálsins [e. sign of his acquittal by the Auditor]. Þessi greining vekur athygli því niðurstaða rannsóknar Ríkisendur- skoðunar var afhent formanni bankaráðs 30. júní og fyrst kynnt í bankaráði Seðlabanka Íslands mið- vikudaginn 2. júlí í fyrrasumar. En eins og fram kom í Morgunblaðinu 4. júlí sl. taldi Ríkisendurskoðun nægja að ræða við tvo málsaðila vegna málsins, Láru V. Júlíusdóttur, hrl. og fyrrverandi formann bankaráðs, og svo hins vegar ritara ráðsins. Til- tekur Einar Karl ekki hverjir töldu sig sjá merki sem bentu í þessa átt. Með málskostnaðarmálinu er vís- að til þess sem í ljós kom að Már hélt því leyndu að Seðlabankinn greiddi fyrir málsókn hans gegn bankanum vegna deilu um launakjör hans. Síðar um sumarið sendi Einar Karl kröfuhöfunum skýrslu númer 63, dagsetta 24. júlí 2014. Segir hann þar frá sextugsafmæli Más í tónlistarhúsinu Hörpu laug- ardaginn 21. júní. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi þar flutt „framboðsræðu fyrir Má“. Taldi Einar Karl einsýnt að forset- inn væri að senda skilaboð til fjar- staddra ráðherra í ríkisstjórninni. „En yðar trúr fréttaritari var að sjálfsögðu á staðnum, sem vinur fjöl- skyldunnar,“ skrifar Einar. Vorum við ekki öll til vinstri? Einar Karl upplýsir lesendur sína um að Már og Ragnar Árnason hag- fræðingur séu fyrrverandi vinstri- menn. „Erum við það ekki allir?“ spyr Einar Karl í framhaldinu. Argentína kom við sögu í næstu skýrslu Einars Karls, númer 64, dagsettri 5. ágúst 2014. Vitnar hann þar í skrif Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis í Morgunblaðinu 2. ágúst um að greiðsluþrot Argentínu sé dæmi um að tilgangslaust sé að semja við kröfuhafa. Besta leiðin sé að knýja gömlu bankana í þrot. „Ekki tárast allir yfir þessum áhyggjum af ís- lenskum almenningi,“ skrifar Einar Karl og er líklega að vitna til lagsins vinsæla, „Don’t Cry for Me Argent- ina“ eftir Andrew Lloyd Webber, þar sem Eva Perón hefur orðið. Hann vitnar því næst í Andra Geir Arinbjarnarson, fastan pistlahöfund á Eyjunni, sem spyrji í pistli í hverra þágu það væri að knýja þrotabúin í þrot. Gjaldþrotaleiðin muni leiða til stærstu brunaútsölu sögunnar á Ís- landi. Fólk á réttum stöðum geti rakað til sín miklum verðmætum með því að handvelja eignir kröfu- hafanna. Vitnar Einar Karl reglu- lega í Andra Geir í skýrslunum. Sama stofan og kom til Íslands Í skýrslu númer 65, dagsettri 28. ágúst 2014, vitnar Einar Karl í Hans Humes, forstjóra vogunarsjóðsins Greylock Capital, sem skrifar í breska dagblaðið The Guardian að stjórnvöld í Argentínu ættu að reka lögmenn lögmannsstofunnar Cleary Gottlieb Steen and Hamilton. Einar Karl leggur svo út frá orð- um Humes: „Þetta er sama lög- mannsstofan og íslensk stjórnvöld hafa nýlega ráðið og óskað eftir því að hún skoði sérstaklega gjaldþrota- leiðir og „einangrun búanna með lagasetningu“, eins og Morgunblaðið orðaði það í stórri grein 24. júlí um Irminger-áætlunina.“ Fram kom í blaðinu að fyrir utan gjaldþrotaskipti væru aðrir val- kostir til skoðunar, meðal annars að einangra búin með lagasetningu. Til upprifjunar er hér vísað til Irminger-straumsins sem er haf- straumur suðvestur af landinu og vermir Íslandsstrendur. Átti nafn- giftin að undirstrika mikilvægi þess að gætt verði ýtrustu hagsmuna Ís- lands við losun hafta. Einar Karl skrifar svo að það veki athygli að umræddur Hans Humes hafi haldið fyrirlestur í Reykjavík 26. ágúst, í boði Heiðars Más Guðjónssonar, en vikið er að því hér fyrir ofan. „Ekki gráta allir“ vegna Íslands  Fréttaritari kröfuhafa sagði ekki einhug á Íslandi um að fara gjaldþrotaleið við afnám hafta  Hafði eftir heimildarmönnum að Már Guðmundsson yrði „sýknaður“ í málskostnaðarmálinu Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Íslands Einar Karl Haraldsson almannatengill fylgdist grannt með allri umræðu um Má Guðmundsson seðlabankastjóra og miðlaði upplýsingunum til erlendra kröfuhafa. Skýrslurnar eru allar skrifaðar á ensku. Athyglisvert er að í skýrslu númer 65, dagsettri 28. ágúst 2014, setur Einar Karl út á skrif Harðar Ægissonar, þá viðskipta- blaðamanns á Morgunblaðinu, um fyrirlestur Hans Humes í Reykjavík. Hörður lýsi þar yfir þeirri skoðun sinni að „„sumir ráðgjafar“ föllnu íslensku bank- anna beri ábyrgð á því að þeir dragi lappirnar í stað þess að koma með raunhæfar tillögur“. Telur Einar Karl að Hörður hafi ekki tekið eftir því er hann sat fyrirlestur Humes að þar hafi sá síðastnefndi mælt með skoð- anaskiptum, „formlegum eða óformlegum, eða beinum og óbeinum samningaviðræðum“. Setur út á fréttaskrif SKRIFAÐ UM FRÉTTIR Einar Karl Haraldsson Einar Karl notar mörg dæmi til að bregða birtu á haftamálið og opin- bera umræðu um það á Íslandi. Í skýrslu númer 60, dagsettri 7. júní 2014, vitnar Einar Karl til orða Eiríks Svavarssonar, eins sex sér- fræðinga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði 27. nóvember 2013 vegna undirbúnings að afnámi hafta, á fundi hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga 20. maí 2014. Ei- ríkur hafi við það tilefni sagt að „kröfuhafarnir tapi 300 milljörðum á ári á höftunum en Ísland aðeins 100 milljörðum“, svo vitnað sé beint í skrif Einars Karls, sem taldi Ís- lendinga í góðri stöðu til að hafa betur í störukeppni við kröfuhafa. „Það mætti álykta sem svo að Framsóknarflokkurinn í ríkis- stjórninni sé ekkert sérstaklega áfjáður um skjóta lausn á þeim mikla vanda sem höftin eru.“ Í skýrslu númer 72, dagsettri 3. janúar 2015, fjallar Einar Karl um áramótaræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í sjónvarpinu og ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þá væntanlega í áramótagrein ráð- herrans í Morgunblaðinu. Taldi Einar Karl þessa forystu- menn greina vandann á líkan hátt en að Sigmundur Davíð væri þó „herskárri“ [e. more belligerent]. „En það leynir ekki þeirri stað- reynd að það er engin ný áætlun orðin til um að lyfta fjármagnshöft- unum. Leiðirnar og aðferðirnar hafa ekki verið ákveðnar,“ skrifar Einar Karl. Loks má geta þess að Einar Karl vitnar oftar en einu sinni í skrif KOM almannatengsla fyrir erlenda kröfuhafa. Þau skrif virðast vera af sama meiði og skýrslur Einars Karls, en þær heita Iceland News Brief, skammstafað INB. Taldi enga áætlun tilbúna um áramót  Einar Karl rýndi í áramótaræðurnar Morgunblaðið/Ómar Hagsmunir Kröfuhafar fylgjast með ummælum Sigmundar Davíðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.