Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Tökumst óhrædd og meðvituð á við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Tökum vel á móti sölufólki Blátt áfram dagana 27. apríl - 3. maí. g ra fi k .i s - kaupum ljósið! Verum upplýst Háskólinn á Bifröst býður áhuga- sömum nemendum og öðrum þeim sem kynna vilja sér skólann á opinn dag, föstudaginn 1. maí, milli kl. 14 og 17. Námsleiðir skólans verða kynntar og haldin verður fjölbreytt fjölskylduskemmtun. Boðið verður upp á gönguferðir um svæðið og skólann þar sem hægt verður að fræðast um sögu hans, skoða allar byggingar og að- stöðu nemenda sem og stór- glæsilegt umhverfi skólans. Sviðs- stjórar allra deilda verða á staðnum til að kynna námið ásamt kenn- urum, öðrum starfsmönnum og nemendum. „Opni dagurinn er ekki síst hugs- aður fyrir fjölskyldufólk því boðið verður upp á hoppkastala fyrir unga fólkið, leikhópurinn Lotta verður með sýningu, hægt verður að fara í loftbolta og boðið verður í vöfflukaffi í hátíðarsal skólans,“ segir í tilkynningu. Háskólinn á Bifröst býður upp á margar námsbrautir í bæði grunn- námi og meistaranámi á sviði við- skipta, lögfræði og félagsvísinda. Opinn dag- ur verður á Bifröst í dag  Námsleiðir kynnt- ar og skemmtun Ljóst er að Herjólfur mun ekki sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar á þessu ári í dag eins og vonir hafa verið um, en höfnin er ekki enn komin í fulla dýpt. Þetta segir Sig- urður Áss Grétarsson, fram- kvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni. Skipið sigldi síðast þangað 30. nóvember í vetur þannig að frátaf- irnar eru að nálgast fjóra mánuði. „Við vorum að vonast til þess að þetta næðist fyrir helgi en það lítur allt út fyrir að það verði ekki fyrr en um helgina. Við bindum vonir við að það gangi upp,“ segir hann. Tvö dæluskip Björgunar ehf. vinna nú að dýpkun Landeyjahafnar og segir Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, dýpkunina ganga vel og veðurskilyrði vera góð. Hann segir alls um 100 þúsund rúmmetra af sandi hafa verið fjar- lægða, þar af um 40.000 af rifinu sem nú er komið í fulla dýpt. Sig- urður Áss segir mælingar Vega- gerðarinnar hins vegar sýna fram á töluvert minna magn. Sigurður Áss segir mælinguna þó flókna, og erfitt sé fyrir þá sem dæla að sjá nákvæmlega hvað þeir eru að gera. „Það er kannski búið að dýpka stærstan hluta á svæðinu en það verða alltaf hryggir og hólar á milli svo við þurfum í raun alltaf að dýpka meira en nauðsynlegt er. Stundum gengur það vel en stund- um reynist það flókið og mér sýnist það vera þannig núna.“ Landeyjahöfn lokaðist fyrir Herj- ólf í lok nóvember. Síðan hefur skip- ið siglt til Þorlákshafnar. if@mbl.is Enn ekki komin í fulla dýpt Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Höfnin hefur ekki náð fullri dýpt svo Herjólfur geti siglt.  Herjólfur mun ekki sigla til Landeyjahafnar í dag Hin árlega kaffi- sala Kristniboðs- félags kvenna verður haldin í Kristniboðs- salnum á Háaleit- isbraut 58-60 föstudaginn 1. maí og hefst kl. 14. Þar verða að vanda kræsingar á boðstólum, brauðréttir og kökur. Ágóði kaffisöl- unnar rennur til kristniboðs, hjálp- ar- og þróunarstarfs í Keníu og Eþí- ópíu. Meðal verkefna eru skólabygg- ingar í Pókothéraði í Keníu svo og bygging heimavista fyrir stúlkur. Í Eþíópíu er áhersla á lestrarkennslu í Ómó Rate þar sem ólæsi er mikið og að hjálpa götubörnum í Addis Ab- eba. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag landsins, rúm- lega 100 ára. Ein af mörgum fjáröfl- unarleiðum þess er kaffisalan. Allir eru velkomnir í kaffið og styðja um leið gott málefni, segir í tilkynningu. Selja kaffi og kökur til styrkt- ar kristniboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.