Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Boðið verður upp á nýtt, þverfag- legt meistaranám í heilsugæslu- hjúkrun frá og með næsta hausti við framhaldsnámsdeild heilbrigðisvís- indasviðs Háskólans á Akureyri. Samningur þar að lútandi var und- irritaður í gær, af heilbrigð- isráðherra, rektor HA og forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.    Á þessu ári verður 27 milljónum króna varið til verkefnisins af hálfu Velferðarráðuneytisins. Markmiðið er að efla klíníska hæfni hjúkr- unarfræðinga í heilsugæslu og styrkja þannig þverfaglega teym- isvinnu innan heilsugæslunnar, svo sem í bráðaþjónustu, þjónustu við tiltekna sjúklingahópa og á sviði for- varna og heilsuverndar.    Fyrst um sinn er um að ræða sex námsstöður en vilji er til að þeim fjölgi og verði á næstu árum við all- ar helstu heilbrigðisstofnanir á landinu. Námið er kallað Heilsu- gæsla í héraði, og umsjónaraðili námsins er Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA.    Verkalýðurinn á Akureyri held- ur upp á 1. maí – hátíðisdag verka- lýðsins – eins og annars staðar í heiminum. Kröfuganga hefst kl. 14.00 í dag við Alþýðuhúsið og mun fólk safnast saman frá 13.30.    Gengið verður frá Alþýðuhúsinu að menningarhúsinu Hofi eins og undanfarin ár, og þar verður hátíð- ardagskrá. Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna flytur Anna Júl- íusdóttir, varaformaður Einingar- Iðju en aðalræðu dagsins flytur Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá skemmta Sveppi og Villi.    Stefna, félag vinstri manna, heldur opinn morgunfund í dag á Kaffi Amor við Ráðhústorg kl. 10.45. „Stefna hvetur launþega- hreyfinguna til að treysta nú fast á eigin mátt og ná fram kröfum sín- um,“ segir í tilkynningu. Ræðumað- ur er Hjördís Sigursteinsdóttir, for- maður Félags háskólakennara á Akureyri. Rósa María Stefánsdóttir syngur en Jón Laxdal, Ingibjörg Hjartardóttir og Guðmundur Beck lesa upp.    Akureyri verður á iði í maí- mánuði; íþróttafélög, einstaklingar og fyrirtæki munu þá gæða bæinn lífi á margvíslan hátt, í samvinnu við Akureyrarbæ. Dagskráin hefst formlega um aðra helgi með ÍBA- deginum, en þá heldur Íþrótta- bandalag Akureyrar upp á 70 ára af- mælið, sem var reyndar í fyrra.    Dagskráin hefst þó í raun á sunnudaginn þegar fólki er boðið á krullukynningu í Skautahöllinni frá kl. 13 til 16 í tengslum við alþjóðlegt krullumót, Ice Cup, sem fer nú fram í 12. skipti í bænum.    Þátttakendur á Ice Cup eru frá Kanada, Bandaríkjunum, Englandi, Sviss, Ungverjalandi, Noregi og Ís- landi. Alls taka 16 lið þátt með 66 skráða liðsmenn og nú, eins og í fyrra, eru erlendir þátttakendur á mótinu fleiri en þeir innlendu.    Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæj- arfulltrúi og formaður íþróttaráðs, er ánægð með hvernig til tókst að skipuleggja Akureyri á iði. „Ég er rosalega þakklát fyrir hve vel fólk hefur brugðist vel við. Samstaðan er mikil og allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum,“ sagði hún í gær. Allir viðburðir eru ókeypis en tilgang- urinn er að fá sem flesta til að hreyfa sig.    Farandsýning um kvenrétt- indabaráttu síðustu 100 ára verður opnuð í Hofi í dag, 1. maí. Sýningin er á vegum Kvenréttindafélags Ís- lands í samvinnu við Akureyrarbæ og Menningarfélag Akureyrar.    Sýningin, sem var fyrst sett upp á samnorrænu jafnréttisráðstefn- unni í Svíþjóð sl. sumar, fer nú hring um landið með viðkomu í hinum ýmsu sveitarfélögum og endar í Reykjavík í desember. Sýningin stendur yfir í Hofi frá 1.-15. maí.    Allra veðra er von hér á ísa landi, eins og landsmenn hafa kynnst und- anfarið. Á sunnudaginn verður hægt að kynnast öllum mögulegum árstíð- um; allt frá trylltum stormi til sól- arblíðu eins og segir í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur nefnilega Árstíðirnar fjórar, eitt þekktasta og vinsælasta verk Antonios Vivaldis (1678-1741), og Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla (1921-1992).    Hljómsveitarstjóri er Guð- mundur Óli Gunnarsson, aðalstjórn- andi SN, og Greta Guðnadóttir er einleikari á fiðlu. Greta var kons- ertmeistari SN frá árinu 2000 þar til í fyrra.    Betur fór en á horfðist, þegar tilkynnt var um eld í íbúð í Gilja- hverfi um miðjan dag í gær. Slökkviliðið, sem allt var á æfingu á Akureyrarflugvelli, brást skjótt við en sem betur fór var eldurinn eng- inn. Hins vegar hafði bakaraofn gleymst í gangi og mikill reykur var í íbúðinni. Hún var mannlaus.    Hljómsveitin Vio úr Mos- fellsbæ, sigurvegari Músíktilrauna í fyrra, heldur tónleika á Græna hatt- inum í kvöld. Axel Flovent, 19 ára Húsvíkingur, hitar upp.    Vert er að geta þess að Axel gef- ur út plötuna Forest Fires 25. maí næstkomandi í gegnum bresku út- gáfuna Trellis records og hefur músík hans þegar vakið athygli í Bretlandi.    Hvanndalsbræður verða svo með tvenna útgáfutónleika á staðn- um annað kvöld; sveitin gaf nýverið út sjöunda plötuna.    Friðrik krónprins Dana og María eiginkona stöldruðu við á Akureyr- arflugvelli í vikunni á leið sinni til Grænlands. Starfsmenn kipptu sér ekki upp við það enda Friðrik marg- oft komið þar við. Þetta var í hádeg- inu og spenntur matargestur hjá Baldvin í Flugkaffi var ekki seinn að teygja sig í símann og fékk að taka selfie af sér með prinsinum. Meistaranám í heilsugæsluhjúkrun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heilsugæsluhjúkrun Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra og Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eftir undirskrift samningsins. Laugavegur, Skólavörðustígur og Pósthússtræti verða göngugötur þann 15. maí ef breytingartillaga borgarráðsfulltrúa meirihlutans verður samþykkt. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg segir að 76% borgarbúa hafi verið ánægð með sumargötur á und- anförnum árum og verða þær því að öllu óbreyttu opnaðar eftir hálfan mánuð. Göturnar þrjár verða lokaðar bíla- umferð: á Laugavegi frá Vatnsstíg, á Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti og í Pósthússtræti frá Kirkjustræti. Þó verður opið fyrir bílaumferð á morgnana frá klukkan átta til ellefu frá mánudegi til föstudags til þess að auðvelda þjónustu- og rekstrarað- ilum flutninga. „Blómakerum, bekkjum eða öðr- um götugögnum verður komið fyrir á bílastæðum á svæðinu en eitt bíla- stæði á hverjum götukafla verður laust fyrir vöruafgreiðslu. Séð verð- ur fyrir bílastæðum fyrir hreyfi- hamlaða eins og verið hefur und- anfarið ár,“ segir í tilkynningu. Tillagan, sem tekin verður fyrir í borgarráði í næstu viku, gerir ráð fyrir að göturnar verði lokaðar bíla- umferð fram til 15. september. Morgunblaðið/Eggert Sumargötur Lokað verður fyrir bílaumferð á nokkrum götum borgarinnar. Breytast í göngu- götur þann 15. maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.