Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsta maíber nú uppí miðri harðvítugri kjara- baráttu, sem teyg- ir anga sína um nánast allt sam- félagið. Megin- markmiðið í kjaradeilunni er að ná samningum sem skila auknum kaupmætti og bætt- um lífskjörum. Íslenskt efnahagslíf virðist standa nokkuð traustum fót- um um þessar mundir, sér- staklega ef horft er á stöðuna annars staðar í Evrópu. Hér er spáð meiri hagvexti á næstu árum en almennt gerist í álf- unni, atvinnuleysi er lítið og kaupmáttur hefur farið ört vaxandi frá því hann skrapp saman í kjölfar falls bankanna. Það getur verið auðvelt að festast inni í núinu og draga þá ályktun að á morgun muni allt verða eins og í gær. Raunin er hins vegar sú að kólfur efna- hagslífsins getur sveiflast þegar minnst varir. Batinn í efnahagslífinu hef- ur vakið væntingar um að svigrúm sé til umfangsmikilla launahækkana. Um leið eru allir á því að þeir hafi dregist aftur úr og eigi því rétt á hækkunum umfram alla hina. Þetta er kölluð leiðrétting. Misráðnar ákvarðanir, sem segja má að hafi átt upphaf í því að Guðbjartur Hannesson í velferðarráðherra- tíð sinni hækkaði laun forstjóra Landspítalans, urðu síðan eins og olía á eld. Það er ekki trúverðugt að segja í einu orðinu að allir séu á sama báti og verði að snúa bökum saman og í hinu að hækka laun toppanna. Læknar fóru af stað með sína kröfugerð og nú horfa all- ir til þeirra samninga sem læknarnir gerðu. Að fallast á minna verður spurning um trúverðugleika, jafnvel þótt menn viti betur. Vissulega er svigrúm fyrir launahækkanir, en því eru tak- mörk sett. Í þeim efnum er ekki aðeins hægt að horfa til þeirra fyrirtækja sem ganga best. Horfa verður á atvinnu- lífið í heild. Fari launahækkanir úr böndunum munu sum fyrir- tæki neyðast til að segja upp fólki. Hækkunum launa verður velt út í verðlagið. Atburða- rásin er fullkomlega fyrir- sjáanleg. Þessi boðskapur er kannski ekki vinsæll fyrsta maí, en hann verður að heyrast. Nú er eins og skynsemin hafi verið læst ofan í skúffu og ætlunin sé að kasta því sem unnist hefur og knýja fram kjaraskerðingu. Það getur ekki verið mark- miðið. Nú er eins og skyn- semin hafi verið læst ofan í skúffu og ætlunin sé að knýja fram kjaraskerðingu} 1. maí U mræða um að lögbinda lægstu laun til að tryggja að fólk í fullu starfi geti framfleytt sjálfu sér og sínum hefur af og til komist í hámæli, en aldrei hafa verið sett lög þessa efnis. Slíkt frumvarp var reyndar lagt fram á Al- þingi af þingmönnum VG og Pírata í fyrra og aftur í vetur. Með lágmarkslaunum er átt við minnsta endurgjald fyrir vinnu sem heimilt er að greiða samkvæmt lögum eða samningum og inntak frumvarpsins er í stuttu máli að óheimilt verði að greiða lægri laun en lágmarkslaun sem skuli fylgja neysluviðmiði. Tenging á milli launakrafna og framfærslu- kostnaðar er oft óljós og því hafa laun á al- mennum vinnumarkaði gjarnan verið ákveðin án þess að þeim fylgi sú trygging að þau dugi til framfærslu. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar, m.a. skortur og fátækt fullvinnandi fólks. Það getur leitt af sér ýmis efnahagsleg og félagsleg vandamál, aukið álag á félagslega kerfið og langvarandi vanda þeirra sem búa við þessar aðstæður. Það, að hópur fólks sé með svo lág laun, er þess vegna síður en svo einkamál þeirra eða vinnuveitend- anna. Þetta er samfélagslegt vandamál. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins lögðu niður störf í hálfan sólarhring í gær, fyrirhugað er tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku, hafi ekki samist fyrir þann tíma, og fleiri vinnustöðvana er að vænta. Krafa SGS er að lág- markslaun hækki í 300.000 krónur á mánuði innan þriggja ára. Almenningur virðist þessari kröfu fyllilega sammála, því nýleg könnun Gallup sýnir að þorri landsmanna styður þessar kröfur og gott betur, því þeir sem spurðir voru í könnuninni töldu að lágmarkslaun í landinu ættu að vera 329.000. Reyndar hefur verið bent á að ef eitthvað sé að marka lífskjaraviðmið, þá dugi þessar 300.000 krónur alls ekki fyrir framfærslu. Til dæmis sýnir reiknivél á vefsíðu velferðar- ráðuneytisins að heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu þar sem annað barnið er í leikskóla og hitt í grunnskóla eru áætl- uð 546.543 krónur á mánuði. Þetta er fyrir utan húsnæðiskostnað. Ef koma ætti til móts við kröfur SGS um 300.000 króna lágmarkslaun þyrfti að hækka lægstu launin, sem eru um 200.000 krónur, um 50%. Þetta er gríðarhá prósentutala, en þegar launin eru svona lág verða allar stærðir skrýtnar og það liggur í augum uppi að það kostar miklu minna að hækka svona lág laun um 50% en að hækka 600.000 króna laun um sama hlutfall. Af umræðunni mætti stundum ráða að láglaunafólkinu sé öllu öðru launafólki fremur ætlað að bera ábyrgð á efna- hagslegum ófögnuði á borð við verðbólgu og þenslu sem vissulega hefur oft herjað á íslenskt samfélag. Ef ekki verði dregið úr kröfum sé voðinn vís. Er ekki eitthvað bogið við að til þess að ná launum, sem ekki duga til framfærslu, þurfi að hækka þau svona mikið hlutfallslega? Stundum eru 50% nefnilega ekkert sérlega mikið. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þegar 50% er ekkert mjög mikið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Reykjavík er írusli. Ruslið er úti um allt. Pappír og plast- pokar mynda held- ur ömurlegt skraut í runnum og trjám eða fjúka um í rok- inu. Á götum, stéttum og stígum er sandur og möl eftir barátt- una við klaka og snjó vetrarins. Þegar blæs er svifrykið slíkt að fer yfir heilsuverndarmörk. Sandurinn er nauðsynlegur til að hjálpa fólki að fóta sig í hálkunni, en þegar enginn er snjórinn og hálkan verður hann sóðalegur. Á meðan snjór er yf- ir öllu sést ruslið ekki, en þegar hann er horfinn blasir sóða- skapurinn við. Það sást berlega á myndskeiði sem birt var á mbl.is í vikunni Merki vanrækslu eru mörg í borginni um þessar mundir. Göturnar eru eins og gatasigti. Í þeim eru litlar holur og stór- ar, grunnar og djúpar og sums staðar svo margar að færustu bílstjórar geta ekki sveigt hjá þeim öllum. Haft er fyrir satt að holurnar í götum borgar- innar séu fleiri en í Holuhrauni. Þegar borgar- yfirvöldum virðist sama um ástand borgarinnar er hætt við því að borgarbúum fari líka að standa á sama. Hætt er við því að þeir, sem alltaf hafa fyrir augunum rusl á víð og dreif, fyllist doða fyrir um- hverfi sínu og sóðaskapurinn verði ávísun á meiri sóða- skap. Það er ef til vill ekki jafn áríðandi að hreinsa borgina og að ryðja snjó til að koma í veg fyrir að umferð lamist. Það er engu að síður mikil- vægt, ekki síst nú þegar kapp er lagt á að laða að ferða- menn sem aldrei fyrr. Sú Reykjavík, sem blasir við þeim, er heldur niðurdrep- andi. Það skiptir máli hvernig borgin lítur út, hvort við blasa hreinar götur og torg eða allt er á kafi í rusli og borgin virðist vera að drabb- ast niður. Þegar borgaryfir- völdum virðist sama um ástand borg- arinnar er hætt við því að borgarbúum fari líka að standa á sama} Í rusli SVIÐSLJÓS Malín Brand malin@mbl.is Tiltölulega fátítt er að svokall-aðir verkfallsbrjótar séustöðvaðir með hörku þann-ig að meiðsl hljótist af. Þó eru dæmi um að til stimpinga hafi komið þegar þeir sem ekki eru í verk- falli hafa gengið í störf þeirra sem lagt hafa niður vinnu, en dæmin eru fá hér á landi, einkum í seinni tíð. Enda mætti segja það siðferðilegt vafamál hvort til verkfallsvörslu telj- ist að hindra þá sem hyggjast ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Hæstaréttardómar í slíkum málum eru nokkrir og má af þeim ráða að harðræði eigi ekki við í verkfalls- aðgerðum. Ekki nýtt af nálinni Ágreiningurinn um hverjir megi ganga í störfin við þessar aðstæður er sannarlega ekki nýr af nálinni og óhætt er að segja að verkfallsgeranda og verkfallsþola beri ekki alltaf sam- an þegar túlka þarf lagabókstafinn og jafnvel þegar andi laganna er betur skoðaður. Pétur A. Maack, fyrrver- andi framkvæmdastjóri VR, lýsti ólíkri túlkun manna ágætlega í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 28. apríl 1988: „Með hverjum deginum harðna menn í túlkunum um það hverjir mega vinna og menn hafa beitt harð- ari aðgerðum og lokað nokkrum fyr- irtækjum. Þar á meðal er Sveinn bak- ari á Eiðistorgi – þar er deilt um túlkun á því hverjir mega vinna og við viðurkennum ekki þeirra sjónarmið,“ sagði hann fyrir tæpum þrjátíu árum. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ hefur að undanförnu haft í nógu að snúast við að svara fyrir- spurnum um hverjir mega vinna hvaða störf í verkfalli. „Meginreglan er sú að allir sem vinna störf sam- kvæmt kjarasamningi eigi að leggja niður störf en frávik frá þessu eru að eigendur og æðstu stjórnendur eru ekki bundnir verkfallsboðun,“ segir Halldór og í vissum tilvikum á það einnig við um fjölskyldu eiganda. Yfirmenn mega vinna Í grein eftir Hrafnhildi Stefáns- dóttur, yfirlögfræðing hjá SA, sem birtist á vef samtakanna segir að eig- andi sé sá sem ber ótakmarkaða fjár- hagslega ábyrgð á rekstri ein- staklings- og sameignarfyrirtækja, með stjórnanda sé átt við þá sem „hafi með höndum framkvæmda- stjórn fyrirtækis eða einstakra deilda þess“. Til stjórnenda teljist því þeir sem beri stjórnunarábyrgð og virk mannaforráð. Segir Hrafnhildur ljóst að verkfall takmarki ekki rétt yfir- manna til að sinna störfum undir- manna sinna. Þar er litið til þriggja dóma Hæstaréttar frá því í kringum 1990. Sama eigi þá við um verkstjóra þar sem oftast séu þeir í verkstjóra- félögum utan ASÍ. Þó geti verk- stjórar færst undan samrýmist starf- ið ekki starfsskyldum skv. ráðningarsamningi. Hverjir teljast til fjölskyldu? Af þeim sem mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli má í fram- haldi nefna fjölskyldu eiganda fyr- irtækis. Það á, samkvæmt því sem fram kemur í skrifum Hrafnhildar og byggt er á dómafordæmum, við um þá sem eiga afkomu sína undir við- gangi fyrirtækisins. Segir ennfremur að undir þetta hljóti maki og börn eiganda að falla og jafnvel foreldrar og tengdabörn. Vegna eignarréttar- sjónarmiða séu „engin rök til að binda heimildir barna eigenda við ákveðinn aldur,“ segir þar. Þessu er lögfræðingur ASÍ ekki sammála. „Við höfum viðurkennt rétt maka og barna til að ganga í störfin að því gefnu að það séu starfsmenn viðkomandi starf- semi svo ekki sé verið að búa þarna til ráðningarsamband sem ekki var til áður,“ segir Halldór. Hver má ganga í störfin í verkfalli? Átök Lítið hefur verið um stimpingar og uppþot vegna innlendra verkfalla. Nokkrum var þó heitt í hamsi og kom til verkfallsátaka í flugstöðinni 1988. Í lögum nr. 80/1938 um stétt- arfélög og vinnudeilur er tekið fram að óheimilt er að láta fé- lagsmenn þeirra stéttarfélaga eða sambanda sem standa að vinnustöðvuninni ganga í störf verkfallsmanna. Þeir sem verk- fallsboðunin tekur ekki til mega því aðeins vinna sín venjulegu störf. Í frávikinu sem fjallað er um hér til hliðar er byggt á dóm- stólaframkvæmd og til hlið- sjónar hafðir dómar Hæsta- réttar og Félagsdóms. Um rétt fjölskyldu eiganda fyrirtækis til að ganga í störf segir Hrafnhild- ur að byggt sé á eignarrétt- arsjónarmiði. „Það er ekkert umdeilt gagnvart ASÍ að fjöl- skyldan megi vinna. Hún er sjaldnast í stéttarfélaginu þó það komi nú fyrir og þau mega hlúa að sínu lífsviðurværi. Ekki er hægt að taka það af fólki,“ segir hún. Hvað stórfjölskyld- una, umfram maka og börn, áhrærir segir Hrafnhildur að fari eftir aðstæðum. Lagarammi um verkföll MIKILVÆGI DÓMAFOR- DÆMA Í VINNUDEILUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.