Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Vorið er tími til- hlökkunar. Unglingar á sextánda ári hugsa sér til hreyfings. Hvaða framhalds- skóla skal velja, hvaða nám er áhuga- vert? Svarið liggur ekki í augum uppi ef grannt er skoðað. Al- mennt bóknám til stúdentsprófs er það sem flestir velja. Hvernig náum við því að fleiri ungmenni velji nám sem býr þau undir störf í at- vinnulífinu og gefur kost á til- tölulega öruggum tekjum fljótt? Finnar þurfa ekki lengur að spyrja þessarar spurningar. Þar er verknámið nú þegar vinsælla en bóknám til stúdentsprófs hjá 16 ára nemendum. Í Finnlandi var gert mikið átak í því að kynna verknám fyrir nemendum og gera það eftirsóknarvert með umfjöllun í fjölmiðlum um mikilvægi starfs- menntunar, með því að búa vel að verkmenntaskólum og með því að halda reglulega samkeppni milli nemenda í starfsgreinum og beina þannig sjónum að færni og hæfni ungs fólks. Nemandi sem lýkur starfsmenntun í Finnlandi getur í framhaldinu farið í háskóla án frekari undirbúnings. Líkt og við hér á landi, þá spyrja Danir sig einnig af hverju svo fáir velja starfsnám strax að loknum grunnskóla. Í Danmörku er löng hefð fyrir því að stjórn- völd og forsvarsmenn atvinnulífs beri sameiginlega ábyrgð á starfs- menntun. Danska starfsmennta- kerfið er nátengt því kerfi sem hefur verið við lýði í þýskumæl- andi löndum – Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss – og iðnnám hér- lendis var upphaflega mótað að þessari fyrirmynd. Í alþjóðlegri umfjöllun fær þetta módel hæstu einkunn hvað varðar gæði og ár- angur, enda er verkleg færni hjá þessum þjóðum betri en víðast annars staðar. Atvinnurekendur hafa mikil áhrif á stjórnun og skipulag starfsnáms og gegna lyk- ilhlutverki í stjórnsýslu í þessum geira menntakerfisins. Það er ekki fengið ókeypis, því í raun fjár- magna atvinnurekendur alfarið starfsþjálfunarhluta námsins og greiða nemanum laun á með- an hann sækir skól- ann. Skipulag verknáms í Danmörku (og á hinu þýska málsvæði) byggist á hinu gamla meistarakerfi. Hluti af náminu fer fram úti í fyrirtækjum. Verknámsnemandi þarf að vera á samn- ingi hjá fyrirtæki eða meistara og greiðir atvinnurekandinn honum laun meðan á náminu stendur. Námið fer fram til skiptis í skóla og fyr- irtæki. Fyrst sækir nemandinn skóla í hálft til eitt ár eftir und- irbúningi. Síðan skiptast á náms- tímabil í skóla og starfsþjálf- unartímabil í fyrirtæki. Skóladvölin er aldrei lengri en 10 vikur í senn og fer eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi sem þó má hrófla við ef mikið liggur við hjá vinnuveitandanum. Nemandinn er áfram á launum þegar hann fer í skólann og atvinnurekandinn ábyrgist greiðslur til hans þar til náminu lýkur (og reiknar með að hann hætti síðan til að sækja sér frekari reynslu í faginu). Þegar ekki tekst að koma nemendum á samning er hægt að gefa þeim kost á að taka starfsþjálfun innan veggja skólans (skolepraktik). Sá kostur þykir síðri, en hefur verið þróaður með áhugaverðum hætti t.d. í Sviss og Hollandi. Fyrirkomulag verknáms í Dan- mörku byggist á mikilli skuldbind- ingu af hálfu atvinnurekenda, sem telja góða starfsmenntun forsendu fyrir góðri afkomu fyrirtækja. Í raun greiða atvinnurekendur bæði starfsþjálfun og framfærslu nem- enda meðan á náminu stendur. Til að tryggja að öll fyrirtæki sitji við sama borð greiða danskir atvinnu- rekendur álag á launagreiðslur í sérstakan starfsmenntunarsjóð (AUB, Arbejdsgivernes Udd- annelsesbidrag). Álag þetta er í dag rúmar 55 þúsund krónur á ári fyrir hvern starfsmann í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Úr þessum sjóði fá síðan þeir atvinnurek- endur, sem hafa nema á framfæri sínu, endurgreitt. Þannig er byrð- inni af því að kosta starfsþjálfun og uppihald verknámsnema skipt jafnt á milli allra fyrirtækja lands- ins. Í Danmörku vilja stjórnvöld fjölga nemendum í verknámi og atvinnurekendur tala um að þeir þurfi að fá enn hæfara fólk til starfa í fyrirtækjum. Eftir langa samræðu þessara ábyrgðaraðila hafa verið samþykkt ný lög um starfsmenntun sem eiga að styrkja gæði námsins og laða fleira ungt fólk til þess að velja starfsmenntun. Lögin treysta þá hefð að atvinnulíf og skóli vinni saman um nám nemandans. Jafn- framt er bætt við þeim kosti að nemandi geti lokið stúdentsprófi jafnhliða starfsmenntun og þannig hafið verk- og tækninám á há- skólastigi strax í framhaldinu. Námið lengist við þetta um hálft ár: rafvirkja- og húsasmiðanemar ljúka sveinsprófi og stúdentsprófi á fjórum árum og einum mánuði samkvæmt þessu nýja skipulagi – og kostnaður atvinnurekandans við launagreiðslur eykst sem því nemur. Undirrituð var í viku í Finn- landi fyrir tveimur árum til að kynna sér starfsmenntun og nú í vor í Danmörku. Samræður við fagfólk í þessum löndum leiða í ljós fagmennsku og reynslu sem teygir sig aftur í aldir. Finnar hafa náð undraverðum árangri í að fjölga nemendum í starfsnámi. Danir freista hins sama. Starfs- menntaskólar í báðum löndum eru glæsilegar stofnanir. Vonandi ber- um við gæfu til þess að nýta þekk- ingu og reynslu nágrannaþjóða um leið og við leggjum rækt við hefðir sem við höfum sjálf skapað þegar við styrkjum stoðir starfsmennt- unar hér á landi. Hadsten á Jótlandi, sumardag- inn fyrsta 2015. Starfsmenntun í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda Eftir Guðrúnu Hrefnu Guðmunds- dóttur »Hvernig náum við því að fleiri ung- menni velji nám sem býr þau undir störf í at- vinnulífinu og gefur kost á tiltölulega örugg- um tekjum fljótt? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Eigi þykja mér framtíðarhorfur af- komenda hinna ís- lensku frumbyggja Ísafoldar bjartar né glæsilegar, þegar ég hef í huga hin for- kveðnu orð hins vitra öldungs: „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og upp skera.“ (Galatabréfið 6:7) Því er á þetta minnst hér, þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar er kristinn, en þó virðast kristin gildi ekki höfð í hávegum né að leið- arljósi í lífi manna. Fréttir berast af svikum og öðr- um glæpum, illa fengnum gróða, kaupum og sölu og öðrum fylgikvill- um græðginnar og guðleysisins. Kristur bauð okkur að elska náungann eins og okkur sjálf, (Ga- latabréfið 5:14) og kenndi lærisvein- um sínum að biðja að Guðs vilji mætti verða á jörðu, sem á himni (Matteus 6:10). Jesús sagði einnig: „Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.“ (Jóhannes 14:15) og Jóhannes postuli Krists sagði: „Sá sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jó- hannesarbréf 2:17) Svo sannarlega orð í tíma töluð fyrir eilífð- ina. Svo er sagt um Guð í spádómsbók Míka: „Hann hefur sagt þér maður, hvað gott sé og hvers ætlar Drottinn af þér annað en að gjöra rétt.“ (Míka 6:8) Prédikarinn býður mönnum að: „Óttast Guð og halda boðorð hans, því að það sé skylda hvers manns.“ (Pré- dikarinn 12:13) Í hinu óguðlega fréttaflóði, sem kaffærir fólk sérhvern dag er það einlæg ósk mín, sem kristins manns, að orð Guðs fái að ná til fólksins og vekja það upp af dásvefni græðg- innar, einstaklingshyggjunnar, menntasnobbsins og veraldarhyggj- unnar allrar og leiða það á veg lífs- ins hér í tímanum, svo það megi með breytni sinni búa sig undir ei- lífðina. Leví patríarki sagði eitt sinn fyrir löngu í riti, sem varðveist hefur í aldir: „Ég bið yður að óttast Drott- inn af öllu hjarta þínu og lifa í ein- lægni samkvæmt öllum hans boð- orðum. Þú skalt einnig kenna það börnum þínum svo að þau megi öðl- ast skilning og lesa lögmál Guðs stöðuglega.“ (Testamenti hinna tólf patríarka í hinum apókrýfu ritum Gamla testamentisins. Samkvæmt Leví 8:1-2.) Sú uppskera mun metta hið andlega hungur Íslendinga hafi þeir vit og skilning til að bera. Því að það sem sáð er hér í heimi tím- ans, uppskerum við í komandi lífi þess næsta. Megi íslenskri þjóð auðnast að skilja tilgang tilveru sinnar hér í tímanum og búa í hag- inn með andlegri auðlegð og fjár- sjóðum, sem ná langt út yfir gröf og dauða. Orð í tíma töluð Eftir Einar Ingva Magnússon » Í hinu óguðlega fréttaflóði, sem kaf- færir fólk sérhvern dag er það einlæg ósk mín, sem kristins manns, að orð Guðs fái að ná til fólksins. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um sam- félagsmál og andleg málefni. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 22.04.15 - 28.04.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Britt-Marie var hérFredrik Backman Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson Vorlík Mons Kallentoft Gott fólk Valur Grettisson Í fangabúðum nazista Leifur H. Muller Mörk Þóra Karítas Árnadóttir Bylting - og hvað svo? Björn Jón Bragason Ekki snúa aftur Lee Child Syndlaus Viveca Sten Höllin Franz Kafka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.