Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Þegar byggingar þvælast fyrir, eru gamlar og úr sér gengnar, enginn vill gera þær upp þótt hægt væri eða verktak- arnir þurfa einfaldlega nýjar lóðir er gjarnan sagt: Setjum jarðýtuna á það. Gildir einu hvort skynsamlegt er að brjóta niður eða hvort hagur er að fram- kvæmdinni. Öllum ætti þó að vera ljóst að það kostar. Heyrst hafa radd- ir sem kalla að framhaldsskólinn sé ónýtur, byggja þurfi nýjan. Sama hvað það kostar. En hvað skyldi bygging hins nýja framhaldsskóla kosta? Kannski eiga þessi umbrot að vera ókeypis og líklega kemur á dag- inn að tilgangurinn er einvörðungu að spara. Í haust skal lífi loks blásið í fram- haldsskólalögin frá árinu 2008. Nám- ið á að stytta um eitt ár þannig að nemendur ljúka stúdentsprófi eða sambærilegu prófi á þremur árum. En er allt sem sýnist? Margan grun- ar að nú skuli gert út af við mennta- kerfið sem grunnstoð samfélags, líkt og virðist vera reynt í heilbrigðisgeir- anum. Nú skal einkavætt og engin vettlingatök viðhöfð. Kynslóðin sem byggði þessa innviði er horfin af sjón- arsviðinu og barnabörnin telja sig geta spilað frítt í þessum efnum. Einkavæðingin birtist best í gervi sameiningar skóla og nú hefur dul- arfulla iðnskólahvarfið í Hafnarfirði verið formlega tilkynnt. Enid Blyton hefði getað gert sér mat úr þessu dul- arfulla hvarfi þar sem leyndin er svo mikil að bæjarfulltrúar í Firðinum heyrðu ekkert fyrr en í fréttum þann 21. apríl (Rósa Guðbjartsdóttir í fréttum RÚV 22. apríl 2015). Aðalpersónurnar á sviðinu eru nemendur. Framhaldsskóli fyrir alla hljómaði fyrir ekki svo löngu en yfir það er að snjóa. Þeir sem halda vöku sinni telja samt sem áður mikilvægt að styrkja fremur en veikja fram- haldsmenntun og efla fjölbreytni hennar. Með núverandi stefnu er hætt við að nemendum sem komast inn í háskóla án inntökuprófa muni fækka. Háskólarnir munu og eru þegar byrjaðir að setja upp girðingar og bregðast þannig við útþynningu framhaldsskólanáms. Mikilvægi menntunar sem slíkrar er að gleym- ast. Hversu vel er aðgerðin hugsuð og undirbúin og hvernig eru ákvarðanir af þessari stærðargráðu almennt teknar? Erfitt er að átta sig á hvað liggur svona mikið á. Líkur eru á meiri eins- leitni og virðist lítið búið að rýna í námið sjálft og hvernig horfa skal til framtíðar sem væri kannski eðlilegt að gera þegar algjör upp- stokkun á að fara fram. Með þessari styttingu hlýtur nám að skerðast og þá er spurning hver áherslan eigi að vera? Ekki vantar fögru orðin í aðalnámskrána sem kennurum ber að vinna eftir. Býsna margar námskrár hafa litið dagsins ljós án þess að vera nokkru sinni full- færðar inn og margt bendir til að svo fari með þessa. Og frelsi skólanna sem talað var fjálglega um þegar „nýju“ framhaldsskólalögin voru sett árið 2008, er horfið líkt og Iðnskólinn í Hafnarfirði. Með núverandi stefnu í málefnum framhaldsskólans mun ekki verða möguleiki á að standa við markmið Aðalnámskrár framhaldsskólanna frá 2011, þar sem skýrt er tekið fram að nemendur eigi að geta lært á sín- um hraða og sínum forsendum. Hug- takið „fjölbreytt námsframboð“ verð- ur eingöngu frasi ef allir skólar skera niður áfanga sem teljast léttvægir. Viðbúið er að sömu áfangarnir lendi undir hnífnum alls staðar, t.d. íþróttir (sjá Írena Óskarsdóttir: Skoðun, 9.4. 2015 www.visir.is). Og hvað með list- og verkgreinar? Fyrsta skrefið sýnist vera að leggja niður einn grónasta verkmenntaskólann, Iðnskólann í Hafnarfirði. Starfsbrautir fá slæma útreið í nýju vinnumati, það gefur vís- bendingu um að ekki skuli mulið und- ir nemendur sem eiga við fötlun að stríða. Er tekið tillit til sérstöðu lands og þjóðar eða erum við að herma eftir? Eftirhermur hafa ekki alltaf gefist vel hér á landi og stundum legið við stór- slysum í menntamálum vegna áráttu okkar í þá veru. Á Íslandi er löng hefð fyrir þátttöku ungs fólks í atvinnulíf- inu og vinna með skóla er mörgum nauðsyn, ekki eiga allir sterka að. Það eiga ekki allir hlutabréf í Granda. Kannski ætlar ríkið að brúa bilið og greiða námsstyrki á námstíma eins og tíðkast víða í nágrannalöndum. Ef til vill er LÍN ætlað að grípa boltann, hvað veit maður, enginn er upplýstur. Það er góðra gjalda vert að auðvelda samanburð á menntun milli Evrópu- landa en það má ekki gerast með því að veikja menntakerfi okkar Íslend- inga. Við sem erum úti á akrinum spyrjum okkur hvort eigi að fækka áföngum eða þynna hvern áfanga út. Nýi framhaldsskólinn verður hrör- legur eins og við er að búast þegar ekki er vandað til verka. Ef til vill er- um við svo fátæk þjóð að nauðsyn knýr okkur til þess arna. Á sumum sviðum þjóðfélagsins er þó ekki hægt að merkja skort á fjármunum. Skólar eru einkavæddir og iðnskólar hverfa í mistrið, þetta með að auka veg list- og verkmenntunar var alltaf bara grín. Aðgerðin mun hvorki styrkja unga fólkið né auka athafnafrelsi skólanna. Nemandinn verður ekki í forgrunni, heldur fjárlögin, ein- staklingsmiðað nám var líka grín. Vegið er að grunnstoðum. Ef grunn- stoðir eru slegnar undan byggingu hrynur hún smátt og smátt. Ef sterk- ur vilji eða nauðsyn er til að spara ætti tvímælalaust að byrja á yf- irbyggingunni. Dularfulla iðn- skólahvarfið Eftir Önnu Dóru Antonsdóttur Anna Dóra Antonsdóttir » Breytingar í fram- haldsskólakerfinu birtast m.a. í styttingu náms, einkavæðingu og brotthvarfi Iðnskólans í Hafnarfirði úr tölu framhaldsskóla. Höfundur er kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Stórir, sterkir, umhverfisvænir Umhverfisvænir kúkapokar sem brotna niður á nokkrum dögum Umhverfisvænir kúkapokar Árið 1905 lagði Hannes Hafstein ráð- herra fram á Alþingi frumvörp til laga um breytingu á kjör- dæmaskipan og al- þingiskosningum. Frumvörpin voru felld en Hannes endurflutti þau lítið breytt á Al- þingi 1907. Meg- inmarkmið Hannesar var að auka réttlæti, styrkja lýð- ræði og bæta almannahag með því að jafna vægi atkvæða og aðstöðu stjórnmálahreyfinga, m.a. með hlut- fallskosningu, fækkun í sjö kjör- dæmi og með fyrirkomulagi, sem einna helst minnir á hugmyndir nú á dögum um persónukjör þvert á flokka. Eftir miklar umræður voru frum- vörpin aftur felld á Alþingi 1907, einkum með tilstyrk bænda. Og nú 108 árum síðar hafa lýðræð- isumbætur í anda Hannesar Haf- stein enn ekki litið dagsins ljós. Í umræðum á Alþingi um frum- vörpin, bæði 1905 og 1907, kom m.a. fram að vænta mætti mikilla neikvæðra áhrifa á stjórnmál og samfélagsþróun á Íslandi á nýrri öld næði þetta réttlætismál um jafnan aðgang allra að valdi ekki fram að ganga. Hannes og fylgismenn hans reyndust sannspáir. Á 20. öld var lengst af um 300% misvægi at- kvæða landsbyggðinni í hag. Breyt- ingar á kjördæmaskipan hafa enn ekki leitt til lýðræðis- og réttarbóta fyrir almenning heldur miðað að jafnvægi á milli framboða og betri tökum ráðandi afla á ríkisvaldinu. Árið 2000 var lögfest á Alþingi 100% hámark misvægis og þá var Reykjavík m.a. skipt í tvö kjördæmi að óþörfu og að borgarbúum for- spurðum til þess eins að auðvelda ráðandi öflum misvægisins að deila og drottna í höfuðborginni. Jafn aðgangur allra að valdi til að stjórna lífi og örlögum borgaranna er að sjálfsögðu einn helsti horn- steinn lýðræðis. Misvægið stríðir því gegn hugmyndum og alþjóð- legum sáttmálum um mannréttindi og jöfn- uð. Evrópskar lýðræð- isstofnanir svo sem Evrópuráðið, Feneyja- nefndin og ÖSE hafa ítrekað bent Íslend- ingum á þetta en ráð- andi öfl misvægisins, einkum í Framsókn- arflokki, Sjálfstæð- isflokki og VG, láta þessar viðvaranir eins og vind um eyrun þjóta. Þessi öfl berjast frekar gegn nánari tengslum Ís- lands við Evrópu, líklega til að fyr- irgera ekki illa fengnu valdi mis- vægisins. Misvægi atkvæða er kerfisgalli, sem hefur brenglað flest, sem máli skiptir í íslensku þjóðlífi í heila öld, m.a. atvinnulíf, ákvarðanatöku, byggðaþróun, einkavæðingu rík- iseigna, fiskveiðistjórnun, forgangs- röðun, hagkerfi, lýðheilsu, meðferð opinbers fjár, menningu, menntun, millilandasiglingar, samgöngur, samræðumáta, stjórnmálakerfi, störf Alþingis, utanríkismál, viðhorf og þróun borgarsamfélagsins. At- gervisflótti er viðvarandi, glötuð tækifæri landsmanna eru meiri en orð fá lýst og laun og önnur lífsskil- yrði miklum mun lakari en þau hefðu ella orðið. Hugsjónir Hannesar Hafstein um að almannahagur sé hafður í önd- vegi náðu ekki fótfestu og enn ráða mestu geðþótti, helmingaskipti og einka- og sérhagsmunir. Frá upp- hafi nútímastjórnmála 1904 hafa Ís- lendingar starað í spéspegil tímans furðu sáttir. Sumir finna að eitt- hvað alvarlegt steðjar að en fáir skynja raunverulegt orsaka- samhengi. Of margir telja þó enn að allt sé með felldu. Misvægið á milli höfuðborgar og landsbyggðar í skipun fulltúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins magnar upp áhrifin af misvægi at- kvæða í alþingiskosningum. Skv. upplýsingum á heimasíðu flokksins nemur þetta innbyggða misvægi um 100% því kjósendur xD að baki hvers fulltrúa höfuðborgarsvæðis eru 51 en 26 á landsbyggðinni (2013). Við stefnumótun á landsfundum Sjálfstæðisflokksins hefur lands- byggðin sjálfkrafa nauman meiri- hluta en að auki bendir áratuga reynsla til þess að fulltrúar af höf- uðborgarsvæðinu mæti mun verr en landsbyggðarfulltrúar á landsfundi, líklega vegna kerfislægs áhrifaleys- is. Þetta skýrir e.t.v. undarlega stefnu flokksins gegn almannahag í mikilsverðum málaflokkum. Ákvarðanir landsfunda eru bind- andi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins. Samverkandi neikvæðar afleið- ingar tvíþætts misvægis í aðgangi almennings að valdinu, sem stjórn- ar lífi og örlögum landsmanna, eru án vafa alvarlegri en kjósendur Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni og aðrir landsmenn gera sér al- mennt grein fyrir. Frá stofnun lýð- veldis 1944 hefur Sjálfstæðisflokk- urinn átt aðild að ríkisstjórnum í um 670 mánuði af 840 eða í um 80% tímabilsins og átt forsætisráðherra í 483 mánuði eða um 57% lýðveld- istímans. Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavík- urborg í 52 af 70 árum eða um 75% tímans. Hvort önnur hefðbundin lands- málaframboð („fjórflokkurinn“) eru haldin ámóta kerfisskekkju og Sjálfstæðisflokkur er óvíst. En að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í kosn- ingum til Alþingis eru öll lands- málaframboð sjálfkrafa hallari und- ir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjón- armið skarast. Á lýðveldistímanum hafa kjörnir fulltrúar á Alþingi misbeitt illa fengnu valdi misvægisins ótæpilega gegn borgarsamfélaginu til mikils tjóns fyrir alla landsmenn. Og engu er líkara en á sama tíma hafi lands- byggðin sjálf farið sér að voða ein og óstudd þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af óheftu kjördæmapoti, af sjálftöku o.s.frv. Við upphaf íslenskra nútímastjórnmála Eftir Örn Sigurðsson » Jafn aðgangur að valdi er helsti horn- steinn lýðræðis. Mis- vægi atkvæða stríðir því gegn hugmyndum og al- þjóðlegum sáttmálum um mannréttindi og jöfnuð. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt og stjórn- armaður í Samtökum um betri byggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.