Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 43

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 43
ann á hilluna og ég varð að brjóta odd af oflæti mínu og ganga í Gróttu.“ Anna keppti í meistaraflokki með Gróttu í handbolta, var síðan eitt ár í atvinnumennsku hjá Levanger í Noregi, kom aftur til Gróttu 2006, gekk til liðs við Val 2009 og lék með meistaraflokki Vals til 2014 er hún gekk aftur til liðs við Gróttu þar sem hún leikur nú. Anna hefur verið með fremstu handboltastúlkum landsins um ára- bil. Hún lék um 50 unglingalands- leiki og á að baki 92 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 214 mörk. Hún hefur tvisvar verið valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í handbolta. Anna var í Grandaskóla og Haga- skóla, stundaði nám við MR og lauk þaðan stúdentsprófi og lauk síðan BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ. Á menntaskólaárunum starfaði Anna við skrúðgarða Reykjavíkur og síðan hjá gatnamálastjóra við að mála leiktæki fyrir gæsluvelli og leikskóla. Á háskólaárunum hóf hún störf hjá Eimskip og hefur starfað þar síðan, lengst af í inn- og útflutn- ingsdeild fyrirtækisins. Áhugamál Þegar áhugamál ber á góma koma íþróttirnar fyrst upp í hug- ann: „Ég hef reyndar alltaf verið mjög íþróttasinnuð og fylgst mikið með ýmsum íþróttagreinum. Þess vegna var frábært að búa á milli Vesturbæjarlaugarinnar og KR- svæðisins. Ég hef að vísu ekki sama áhuga á fótboltanum og áður en fylgist þó enn með þegar ég hef tíma. Við ferðumst líka töluvert og liggjum þá gjarnan í tjaldi. Mér afar alltaf gaman að fara í útilegu og það er alltaf svolítið sérstök tilfinning að búa sig til ferðar á sumrin, henda tjaldinu í bílinn, elta svo bara sólina og fara í hálfgerða óvissuferð. Ég er líka töluverður kvikmynda- nörd. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekkert á Regnbogaplaninu – eng- inn menningarviti í kvikmyndum. Ég eltist ekkert við franskar eða rússneskar kvikmyndir. En ég hef t.d. glettilega gaman af frægum eldri Hollywood-myndum þó ég teygi mig nú kannski ekki alveg aft- ur í svarthvítar stórmyndir. Svo les ég alltaf töluvert og þar er ég við saman heygarðshornið – enginn menningarviti. Það sem ég les helst eru krimmar auk þess sem ég hef alltaf haft gaman af sagn- fræðilegu efni.“ Fjölskylda Maður Önnu er Finnur Ingi Stef- ánsson, f. 18.6. 1987, ferðamálafræð- ingur og sölufulltrúi hjá Gray Line á Íslandi. Dóttir Önnu og Finns Inga er Fanndís Hera Finnsdóttir, f. 5.8. 2013. Systkini Önnu eru Eva Dögg Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1977, þjónustufulltrúi hjá Íslandsbanka, búsett í Kópavogi en maður hennar er Einar Valmundsson rennismiður og eiga þau eina dóttur; Sólrún Helga Guðmundsdóttir, f. 13.7. 1988, MA-nemi í ensku við HÍ, og Guðmundur Jóhann Guðmunsdson, f. 28.4. 1993, nemi. Foreldrar Önnu eru Guðmundur Halldór Guðmundsson, f. 1.5. 1953, sérfræðingur hjá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu, og Jónína Jóns- dóttir, f. 14.3. 1952, sérfræðingur hjá Tollstjóraembættinu. Úr frændgarði Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Jónína Jónsdóttir húsfr. í Eyjum Kristmann A. Þorkelsson útgerðarm. Í Eyjum Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir húsfr. og matráðsk. í Rvík Jón Þórðarson endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun í Rvík Jónína Jónsdóttir sérfræðingur hjá Tollstjóraembættinu í Rvík Þórný Þórðardóttir húsfr. í Rvík Þórður Þórðarson verslunarm. Í Rvík Gunnar Torfason verkfr. í Rvík Jóhann Guðmundsson efnaverkfr. og forstöðum. í Rvík Anna Úrsúla Björnsdóttir húsfr. í Rvík Torfi Guðmundur Þórðarson stjórnarráðsfulltr. Í Rvík Elín Torfadóttir leikskóla- og framhaldsskólakennari í Rvík Guðmundur J. Guðmundsson form. Dagsbrúnar í Rvík og alþm. Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur hjá fjármála- og efnahags ráðuneytinu í Rvík Sólveig Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur H. Guðmundsson togarasjóm. í Rvík Fallegt úlpuveður Anna og Finnur. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Arnór fæddist á Sandi í Aðaldalí Suður-Þingeyjarsýslu 1.5.1893, sonur Sigurjóns Frið- jónssonar, bónda og skálds á Sandi og á Litlu-Laugum, og k.h., Kristínar Jónsdóttur húsfreyju. Sigurjón var sonur Friðjóns Júl- íussonar, bónda á Sandi, af Hólma- vaðsætt, og Sigurbjargar Guðmunds- dóttur af Sílalæksætt, en Kristín var dóttir Jóns Ólafssonar, bónda á Rif- kelsstöðum, og Halldóru Ásmunds- dóttur, systur Einars, alþm. í Nesi, langafa Gunnars J. Friðrikssonar, formanns VSÍ. Hálfbróðir Halldóru var Gísli, faðir Garðars stórkaup- manns, afa Garðars Halldórssonar arkitekts og Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara. Þá var Gísli langafi Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. dómara. Annar hálfbróðir Halldóru var Ásmundur prófastur, faðir Ein- ars Morgunblaðsritstjóra. Sigurjón á Litlu-Laugum var bróð- ir Guðmundar, skálds og b. á Sandi í Aðaldal, föður Bjartmars alþm. og Heiðreks skálds. Annar bróðir Sig- urjóns var Erlingur, kaupfélagsstjóri og alþm. Systir Sigurjóns var Áslaug, móðir Karls Ísfelds rithöfundar. Meðal systkina Arnórs var Bragi Sigurjónsson, alþm., ráðherra og rit- höfndur. Kona Arnórs var Helga Kristjáns- dóttir kennari og eignðuðust þau sex börn. Arnór lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri 1914, sótti íslenskutíma við Kennaraskólann og HÍ og stundaði nám erlendis, m.a. í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1919- 21. Hann var kennari við Samvinnu- skólann í Reykjavík í einn vetur, skólastjóri á Breiðumýri 1921-24 og síðan við Alþýðuskólann á Laugum frá stofnun 1924-33. Þá var hann kennari við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri 1946-49. Arnór skrifaði töluvert um skóla- mál, bindindismál og ýmis þjóðþrifa- mál og sinnti ritstjórn og útgáfu. Þá þýddi hann m.a. söguna Á hverfanda hveli. Arnór lést 24.3. 1980. Merkir Íslendingar Arnór Sigurjónson 95 ára Valgerður A. Blandon 90 ára Halla K. Hallgrímsdóttir Sveinn Þórðarson 85 ára Elsa Aðalsteinsdóttir Heimir B. Jóhannsson Kristín Vilhjálmsdóttir Sigurður Þorkelsson 80 ára Anna Louise Wilhelmsdóttir Brynjólfur Ingólfsson Ingibjörg Ingimundardóttir Magney Steingrímsdóttir Svava Björgólfs 75 ára Áslaug Pálsdóttir Brynjólfur Sigurðsson Edda Ísfold Jónsdóttir Hulda Garðarsdóttir Lýður Sveinbjörnsson Sveinhildur Sveinsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson 70 ára Guðlaugur V. Brynjólfsson Guðmunda Eyjólfsdóttir Hreiðar Margeirsson Júlíus T. Steingrímsson Kjartan H. Margeirsson Logi Þ. Jónsson Ólafur Sigurðsson Sigurlaug Guðbjörnsdóttir Sigurlín Árnadóttir 60 ára Ásthildur Jóhannsdóttir Birna Elísabet Óskarsdóttir Brynhildur Þorgeirsdóttir Erlendur Pálsson Friðrik Þorgeir Stefánsson Kristbjörg Magnúsdóttir Ragnhildur E. Þórðardóttir Stefán Hallur Ellertsson Stefán Sigurþór Agnarsson Sveinn Flosi Jóhannsson 50 ára Björgvin Lárusson Eiríkur Óskar Ólafsson Guðmundur J. Svavarsson Gunnar Þór Högnason Helga María Kristinsdóttir Jóhann Ingi Hinriksson Karl Jóhann Magnússon Kristín Ásta Þórsdóttir Ragna J. Magnúsdóttir Ragnar Eðvarðsson Rina William Harfouche Sigurjón Björn Sveinsson Sigurjón Hjaltason Styrkár Jafet Hendriksson 40 ára Halldóra M. Þormóðsdóttir Hulda G. Óskarsdóttir Konstantin Borisovich Silin Lára Birna Þorsteinsdóttir Loftveig Kristín Einarsdóttir Óskar Arason Sesselja María Sveinsdóttir Sonja Dröfn Helgadóttir Tomasz Fiedorow Vordís Heimisdóttir Yngvi Þór Jóhannsson 30 ára Agnes Y. Genevieve Davy Andrés Ólafsson Einar Birkir Sveinbjörnsson Hreinn Pétursson Rakel D. Guðmundsdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurjón Jóhannsson Sigurvin Eðvarðsson Tómas Leifsson Tómas Magnús Þórhallsson Valur Sigurbjörnsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðni ólst upp á Eskifirði, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ og er að ljúka MA- prófi. Kærasta: Þórdís Helga- dóttir, f. 1988, nemi í sál- fræði við HÍ. Foreldrar: Magnús Guðnason, f. 1960, starf- ar hjá Alcoa Fjarðaráli, og Jóna Mekkin Jónsdottir, f. 1960, starfsmaður við sundlaugina á Eskifirði. Þau búa á Eskifirði. Guðni Þór Magnússon 30 ára Jóhanna ólst upp á Eskifirði, býr á Egils- stöðum, lauk BEd.-prófi frá HÍ og kennir við Egils- staðaskóla. Maki: Hafþór Atli Rún- arsson, f. 1983, viðskipta- fr. við Landsbankann. Synir: Kristófer Bjarki, f. 2007, og Tómas Orri,f. 2011. Foreldrar: Jóna Mekkin Jónsdóttir, f. 1960, og Magnús Guðnason, f. 1960. Jóhanna Magnúsdóttir 30 ára Ragnheiður ólst upp á Eskifirði, býr í Hönefoss í Noregi, lauk BEd.-prófi frá KHI og er nú leikskólakennari í Noregi. Maki: Gunnar Kristján Haraldsson, f. 1981, húsa- smiður. Dóttir: Sara Nadía Gunn- arsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Jóna Mekkin Jónsdóttir, f. 1960, og Magnús Guðnason, f. 1960. Ragnheiður B. Magnúsdóttir Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.