Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 46

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 VIÐTAL Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Eitt þekktasta verk írska nóbels- skáldsins Samuels Becketts, Enda- tafl, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, föstudag, og verða tvær sýn- ingar á viku. Hátíðarsýningar verða haldnar í tengslum við Listahátíð dagana 14. og 17. maí. Eftir hátíð- arsýningarnar gefst áhorfendum kostur á að ræða verkið við að- standendur þess. Kristín Jó- hannesdóttir, leikstjóri verks- ins, segir verk Becketts þau erf- iðustu en um leið mest gefandi sem hægt sé að taka að sér. ,,Endatafl er óskaplega stórt og mikið verk fyrir leik- stjóra og leikara að fást við. Senni- lega er ekki til dýpri veruleiki til að miðla en þessi. Þar af leiðandi er verkið mikil áskorun.“ Í leikritinu komi fram mögnuð flétta af sannindum um þversagnir mannlegrar náttúru. Fáir hafi kom- ið þessum boðskap betur á fram- færi en Beckett sjálfur. ,,Það reynir í raun á alla þætti manns sem leik- stjóra að miðla þessum sannleika,“ segir hún. Kristín hefur áður leikstýrt verki eftir Beckett. Hún vakti athygli ár- ið 2012 þegar hún leikstýrði Beðið eftir Godot en þar voru leikararnir konur í hlutverki karla. Hún ákvað í ljósi þeirrar reynslu að taka þeirri áskorun að leikstýra Endatafli einnig. ,,Í Beðið eftir Godot er ennþá einhver von. Persónurnar þar bíða eftir að Godot komi og bjargi þeim út úr þeirri vesöld sem þeir búa við. Í þessu verki er hins vegar engin bjargvættur, þar er ekki beðið eftir neinu. Verkið hefst til að mynda á orðunum ,,þessu er lokið, þessu fer að ljúka“, útskýrir Kristín. ,,En undir niðri kraumar alltaf kaldhæð- inn húmor og leikgleði mannsins sem er kannski hans stærsta von.“ Í Endatafli eru fjórar persónur og tvær þeirra alltaf á sviðinu. Meðan á sýningunni stendur reynir áhorfandinn að átta sig á hvort þær séu í hlutverki konungsins og trúðs- ins, harðstjórans og þrælsins eða tveggja smákónga. ,,Alltaf eru stöð- ug átök, bæði á milli samfélagshópa og innra með hverjum og einum. Beckett áttaði sig á því að aðalbar- áttan fer fram innra með mann- inum.“ Kristín bendir á, að Beckett hafi alltaf fengist við hlutskipti manns- ins og verk hans séu afar djúp. ,,Það eru stór og mikil sannindi í verkum hans sem hverjum manni er hollt að hlusta á og hugsa um.“ Rötum alltaf í sömu gildruna Hún segir Beckett með stærri höfundum leiklistarsögunnar og hann hafi skrifað einstaklega fal- legan texta. Honum hafi tekist að ná utan um alla þróun mannkyns- sögunnar, sem sé í raun óbreytt ástand. ,,Fólk endurtekur alltaf sömu vitleysuna og ratar alltaf í sömu gildrurnar. Við þurfum að átta okkur á hvers vegna við dæm- um okkur alltaf ofan í sömu hjólför- in frá upphafi vega og áfram.“ Aðspurð hvort verkið sé tíma- laust, svarar hún: ,,Rétt eins og öll stærri verk leiklistarsögunnar er verkið alltaf sprelllifandi og tíma- laust, sama á hvaða tíma það er sýnt. Það talar inn í samtíma hvers og eins. Þar sem verk Becketts fjalla um hið stóra samhengi hlut- anna, verður hann eilíflega sannur og skírskotar alltaf inn í samtíma hvers og eins.“ Kristín segir það línudans við uppsetningu á verkum Becketts að tengjast hinu stóra samhengi á sama tíma og talað er til nútímans. ,,Mannkynið hefur alltaf komið sér upp stórum hörmungum. Hvað eftir annað í gegnum mannkynssöguna hefur mannkynið rambað á barmi eyðingar. Á þeim tíma sem Beckett ritaði leikritið var kjarnorkuógnin yfirvofandi en nú vofir annars kon- ar vá yfir en það er eyðing náttúr- unnar. Sjórinn er fullur af plasti og olíu sem drepur líf hafsins. Menn dæla upp olíu úr sjónum og eygja þar tímabundna lausn fyrir mann- kynið en hugsa síður um það sem gæti gerst í framhaldinu, rétt eins og gilti um kjarnorkuna.“ Verkið ekki um eina tiltekna vá Verkið fjalli þó ekki um neina sérstaka vá eða þá vá sem sé yfir- vofandi hverju sinni. Það fjalli aftur á móti um náttúruna, náttúruleysið og þá áráttu mannsins að eyða öllu lífi í kringum sig. Verkið sé sett fram í mun stærra samhengi en að það beinist að einhverjum ákveðnum öflum. ,,Beckett er að reyna að segja okkur að við komum okkur alltaf í þá stöðu að vera við það að eyða öllu lífi, eins og maðurinn hafi inn- gróna tilhneigingu til þess. Kannski er markmið verksins að við bregð- umst við. Þannig á leikhús að vera.“ Leikritið er sem fyrr í þýðingu Árna Ibsen en Sigurður Pálsson gerði nokkrar smábreytingar, með leyfi ekkju Árna, sem færði hana nær frönsku frumútgáfunni. Beck- ett bjó lengi vel í Frakklandi og skrifaði verkið á frönsku en þýddi það síðar á ensku. Á þeirri þýðingu byggði Árni þegar hann ritaði ís- lensku þýðinguna. ,,Franski textinn er að mínu mati tærari, knappari, nákvæmari og hljómfegurri,“ segir Kristín. Endatafl fyrst sýnt 1957 Höfundurinn, Samuel Barclay Beckett, fæddist 13. apríl árið 1906 í Foxrock, úthverfi í Dublin á Ír- landi, og andaðist 22. desember árið 1989. Hann fluttist ungur að árum til Parísar og bjó þar lengst af. Þann 5. janúar árið 1953 var Beðið eftir Godot frumsýnt í París. Enda- tafl var frumsýnt á frönsku í Royal Court Theatre í London fyrsta apríl 1957. Beckett varð heimsfrægur af leikverkum sínum og hlaut Bók- menntaverðlaun Nóbels 1969. Kristín Jóhannesdóttir Ákaflega erfitt en gefandi verk  Endatafl eftir Samuel Beckett frumsýnt á sunnudag  „Ekki til flóknari veruleiki til að miðla,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri  Tvær hátíðarsýningar í tengslum við Listahátíð 14. og 17. maí Ljósmyndir/Geirix Sannindi Leikarar í Endatafli: Efri röð f.v.: Stefán Jónsson í hlutverki Nagg, Þór Tuliníus í hlutverki Clov, Harpa Arnardóttir sem Nell og Þorsteinn Bach- mann í hlutverki Hamm. Kristín leikstjóri segir stór og mikil sannindi í verkum Becketts sem hverjum manni sé hollt að hlusta á og hugsa um. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugard. 11-15 Vor og sumar 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.