Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 52

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 52
FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Á að taka mig af lífi?“ 2. Forstjóri ÍLS hættir samstundis 3. Missir stæðið og selur vagninn 4. Tinna Alavis opnar heimili sitt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni á sunnu- daginn, 3. maí, kl. 13-16 í Flóa sem er fyrir aftan veitingastaðinn Smurstöð- ina á jarðhæð Hörpu. Stórsveitin býð- ur til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver sveit í u.þ.b. 30 mínútur. Stórsveitirnar sem koma fram eru Stórsveit Reykjavíkur, Stór- sveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónskólans í Garðabæ, Stórsveit Öðl- inga, Stórsveit Tónskóla Sigursveins og Stórsveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 19. sinn og er uppákoman þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykja- víkur, eins og segir í tilkynningu. Gera megi ráð fyrir að flytjendur verði um 120. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og tónlistarmennirnir á ólíkum aldri, allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Um 120 flytjendur á Stórsveitamaraþoni  Auður Ómarsdóttir opnar einka- sýninguna FJALL í Ekkisens í kvöld kl. 20. Ekkisens er listamannarekið sýn- ingarrými í gömlu kjallarahúsnæði að Bergstaðastræti 25B. Í sýningunni rannsakar Auður leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag, segir í tilkynningu. Auður hefur unnið ósjálfráðar heil- unarteikningar um nokkurra mánaða skeið, sem umbreytast á sýningunni í eina heild. Rannsakar leitina að heilaga fjallinu Á laugardag Austan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él eystra og við suðurströndina. Hiti 1-7 stig, en um eða undir frostmarki á Norðaustur- og Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13 m/s og lítils- háttar snjókoma eða él nyrðra og eystra. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti víða 0 til 8 stig. VEÐUR Stjarnan er Lengjubik- armeistari kvenna í knatt- spyrnu þetta árið eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik keppninnar í Kórnum í gær- kvöld, 3:0. Björk Gunn- arsdóttir og Rúna Sif Stef- ándóttir skoruðu mörkin fyrir Stjörnuliðið sem einn- ig er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hefst 14. maí og virðast meist- arnir líkegir til afreka. »3 Stjarnan vann fyrsta bikarinn Ferill Finns Freys Stefánssonar sem meistaraflokksþjálfari karla hefur farið af stað með látum. Finnur var aðeins 29 ára þegar hann tók við stórliði KR í körfunni sumarið 2013. Undir hans stjórn hefur KR orðið Ís- landsmeistari bæði keppnistímabilin en KR tryggði sér titilinn annað árið í röð með sigri á Tinda- stóli á Króknum í vikunni. » 4 Titillinn í húsi fyrstu tvö tímabilin hjá Finni Víkingur endurheimti sæti í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, á næsta keppnistímabili, þegar liðið vann Fjölni, 26:19, í hrein- um úrslitaleik um sætið. Leikið var í Vikinni að viðstöddu fullu húsi áhorf- enda. Uppselt var á leikinn og vel á annað þúsund áhorfendur mættu. Ekki hafa jafnmargir sótt kappleik í Víkinni í háa herrans tíð. »1 Víkingur upp að viðstöddu fjölmenni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, er 84 ára og elsti starfandi konsert- organisti í sögu landsins. Hann gerir lítið úr því og undirbýr næsta verk- efni af kostgæfni sem fyrr. „Ég hugsa að faðir minn hefði sagt: „Það er nú meira hvað er dekrað við þetta gamla fólk.“ Hann var í búðinni á Eyrarbakka til 97 ára aldurs og fór þá upp og dó.“ Athygli vakti að Haukur var með hádegistónleika í Hafnarfjarðar- kirkju í vikubyrjun, en hann spilaði einnig á tónleikum um miðjan mars og lék þá á píanó. Hann segir að tón- leikum sínum hafi að vísu fækkað en hann æfi sig heima á orgelið og pí- anóið á hverjum degi. Næsta verk- efni eru tónleikar með Gunnari Kvaran í kirkjunni á Einarsstöðum skammt frá Húsavík um versl- unarmannahelgina í sumar. Tilviljun Í fyrstu vildi Haukur verða list- málari en Guðlaugur Pálsson, faðir hans og kaupmaður, taldi það óráð. „„Þá verður þú fátækur maður allt þitt líf,“ sagði hann við mig,“ segir Haukur. „Ég held að ég hafi lifað dá- lítið í eigin heimi,“ heldur hann áfram og bætir við að tilviljun hafi ráðið för hvað tónlistina varðar. „Ég var því miður orðinn dálítið gamall, orðinn 13 ára, þegar ég byrj- aði að læra píanóleik,“ rifjar hann upp. „Ég kom inn heima þar sem Ingibjörg Jónasdóttir, móðir mín, og Kristinn Jónasson, móðurbróðir minn og orgelleikari á Eyrarbakka, voru að ræða um tónlist. Þá valt upp úr mér að mig hefði alltaf langað til þess að læra á píanó. Síðan sneri ég mér að öðru og daginn eftir gekk ég fram á Kristin þar sem hann stóð fyrir utan Garðhús og kallaði á mig: „Var þér alvara með það sem þú sagðir í gær?“ spurði hann og ég svaraði já, já. Í kjölfarið byrjaði hann að kenna mér og eitt leiddi af öðru.“ Þegar Haukur fór sjötugur á eftir- laun sneri hann sér að fullu að tón- listinni. „Ég hafði þráð það alla ævi,“ segir hann og leggur áherslu á að það sé ánægjulegt að geta miðlað öðrum þeim fögru verkum sem til eru fyrir orgelið. „En tónleikum fylgir viss kvíði og þá hvarflar oft að mér að gera þetta aldrei aftur opin- berlega.“ Ferillinn spannar um 70 ár. Hauk- ur segir að elskuleg kynni af fólki standi upp úr og hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að nema tónlistina og stunda hana. Helstu hápunktarnir hafi verið tón- leikarnir á áttræðisafmælinu, fyrstu tónleikarnir í Eyrarbakkakirkju og nemendatónleikar í Hamborg. „Eitt það stórkostlegasta var að læra hjá Fernando Germani í Róm, en draumatíminn byrjaði eftir sjötugt.“ Draumatíminn eftir sjötugt  Tónlistarferill Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra spannar um 70 ár Morgunblaðið/Eggert Síungur tónlistarmaður Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, á tónleikunum í Hafnarfjarðarkirkju. Haukur Guðlaugsson lauk burt- fararprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1951. Hann nam orgelleik í Þýskalandi og Róm og starfaði sem skóla- stjóri og tónlistarstjóri í hálfa öld. Hann var meðal annars skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi 1960 til 1974, org- anisti við Akraneskirkju 1960 til 1982 og söngstjóri Karlakórsins Svana 1960 til 1976. Hann var söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóð- kirkjunnar 1974 til 2001. Hann hefur haldið ótal tónleika heima og erlendis, leikið inn á diska og samið Kennslubók í organleik í fjórum bindum. Starfið líka áhugamálið LANGUR FERILL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.