Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 2
Uppskeruhátíð skólahljómsveita var haldin í Laugardalnum Morgunblaðið/Eggert Uppskeruhátíð skólahljómsveita var haldin með pomp og prakt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sex hundruð ungir hljóðfæraleik- arar léku listir sínar fyrir áheyr- endur og fyllti lúðraómur Laugar- dalinn. Hljómsveitirnar sem tóku þátt voru Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, Skólahljómsveit Grafarvogs, Skólahljómsveit Aust- urbæjar og Skólahljómsveit Vestur- bæjar og Miðbæjar. Ungir hljóðfæraleikarar léku á als oddi Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Bruni Breiðabólsstaður er forn og kunnur kirkjustaður og ekki langt á milli kirkju og bæjar. Ekki stafaði þó hætta af að eldur bærist þar á milli. Karl Sigurgeirsson Húnaþing vestra Íbúðarhúsið að Breiðabólsstað í Vesturhópi brann til kaldra kola í gær. Pétur R. Arnarson, slökkviliðs- stjóri á Hvammstanga, segir að fyrst hafi orðið vart við eldinn um hádeg- isbil. Þegar lið Brunavarna Húnaþings vestra kom á staðinn var mestur eld- ur á efri hæð hússins, en þar sem norðanhvassviðri var varð húsið fljótt alelda. Slökkvilið Blönduóss kom einnig á staðinn og voru þá um 20-25 slökkviliðsmenn á svæðinu. Aðstoð barst einnig frá bændum í nágrenninu. Ekki urðu slys á fólki en ábúandinn, Kristján Sigurðsson, missti allt sitt innbú. Húsið var kom- ið nokkuð til ára sinna, kjallari, hæð og ris, en í þokkalegu ástandi. Slökkviliðið á Hvammstanga varð að fara aftur að Breiðabólsstað síðar um kvöldið þar sem aftur fór að rjúka upp í brunarústunum og viss- ara þótti að dæla vatni á mögulegar glæður. Breiðabólsstaður er forn og kunn- ur kirkjustaður og er ekki langt milli kirkju og bæjar. Ekki stafaði þó hætta af að eldur bærist að kirkju. Brann til kaldra kola  Ábúandinn missti allt sitt innbú 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fyrirtækið Hibernia Networks er vel á veg komið við að leggja þriðja sæstreng sinn til háhraðagagna- flutninga yfir N- Atlantshaf, á milli Kanada, Ír- lands og Bret- lands. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri fyrir- tækisins, segir að strengurinn verði kominn í gagnið strax í ágúst, svo fremi sem veður á Atl- antshafi tefji ekki verkið. Þrjú sérútbúin skip eru nú að störfum við lagningu strengsins Hibernia Express, sem er um 4.600 kílómetra langur. Er hann fyrsti nýi gagnaflutningsstrengurinn á milli þessara heimsálfa í 12 ár. Ekki eru uppi áform að svo stöddu um að tengja nýja streng- inn við Ísland og telur Bjarni að Íslendingar eigi að leggja áherslu á tengingar við Evrópu, þar séu mestu möguleikarnir fyrir Ísland í dag. Hibernia hefur jafnframt til- kynnt samning við tölvurisann Microsoft um að flytja gögn um strenginn á milli gagnavera fyr- irtækisins í Bandaríkjunum, Ír- landi og Bretlandi. Frá þessu var greint nýverið á vefnum teldac- .com, sem flytur fréttir úr upplýs- ingatæknigeiranum og er starf- ræktur hér á landi. Bjarni segir samninginn við Microsoft skipta miklu máli fyrir viðskipti um nýja strenginn en fleiri fyrirtæki muni geta nýtt sér hann, enda flutningsgetan mikil. „Við höfum átt viðskipti við Microsoft áður. Fyrirtækið var að tilkynna um stór gagnaver á Ír- landi og er með nokkur í rekstri í Norður-Ameríku sem þarf að tengjast við,“ segir hann. Fýsilegra að tengjast Evrópu Varðandi sæstreng til Íslands segir Bjarni að Hibernia hafi skoð- að þann möguleika árið 2007, með tengingu við N-Írland. Þá hafi það ekki þótt fýsilegur kostur en á sama tíma var ákveðið hjá Farice að leggja nýjan streng til Evrópu, Danice. „Við lögðum þetta á hilluna en sá tími mun koma síðar að við skoðum Ísland á ný. Við viljum bíða eftir frekari vexti og aukinni eftirspurn eftir gagnaflutningum þaðan. Það mun gerast eftir því sem gagnaverunum fjölgar og vex ásmegin. Í stöðunni núna tel ég fýsilegra fyrir Íslendinga að tengja sig betur við þau lönd í Evrópu þar sem er hröðust uppbygging gagna- vera og besta tengingin áfram á aðra staði,“ segir Bjarni og nefnir einkum fjórar borgir í þessu sam- bandi; Dublin, London, Amsterdam og Frankfurt. Hann segir markaðina í Evrópu og Bandaríkjunum mjög ólíka, auk þess sem það sé mun ódýrara að leggja streng til Evrópu. Íslend- ingar eigi að taka eitt skref í einu og tengjast betur við Evrópu áður en farið verði að skoða streng vestur um haf. Fyrsti strengurinn í 12 ár  Hibernia Networks með nýjan gagnaflutningsstreng yfir Norður-Atlantshaf  Nýr samningur við tölvurisann Microsoft  Tenging við Ísland ekki útilokuð Bjarni Kristján Þorvarðarson Kenneth Peterson er stjórnar- formaður Hibernia Networks og á þar um helmingshlut en hann kom álverinu á Grundartanga á fót á sínum tíma. Fyrirtækið er með um 220 starfsmenn á níu skrifstofum í Evrópu, Banda- ríkjunum, Kanada og Asíu. Fyrirtækið hefur byggt upp ljósleiðaranet sem teygir sig frá vesturströnd Bandaríkjanna til Skandinavíu, þar af tvo sæ- strengi sem tengja Bandaríkin og Kanada við Írland og áfram til Bretlands og meginlands Evrópu. Hibernia er að sögn Bjarna með um fimmtungs- hlutdeild á markaði gagna- flutningsstrengja yfir Atl- antshafið. Áætluð velta þessa rekstrarárs er yfir 200 milljónir dollara, eða um 26 milljarðar króna. Veltan fer í 26 milljarða Í EIGU ÍSLANDSVINAR Kenneth Peterson Hannes Hlífar Stefánsson er með vinningsforskot á Íslandsmótinu í skák eftir sigur á Einari Hjalta Jenssyni í fjórðu umferð Íslands- mótsins sem fram fór í gær. Héðinn Steingrímsson reyndi lengi vel að sauma að Henriki Danielsen en varð ekki ágengt. Þeir eru í 2. til 4. sæti með 2,5 vinninga ásamt Hjörv- ari Steini Grétarssyni sem var heppinn að halda jafntefli gegn Guðmundi Kjartanssyni, að því er segir á skak.is. Þá unnu Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason báðir góða sigra í gær, Jóhann gegn Birni Þorfinnssyni og Jón gegn Sig- urði Daða Sigfússyni. Fimmta um- ferð fer fram í dag og mætast m.a. tveir stigahæstu skákmenn lands- ins; Jóhann og Hannes. »9 Hannes Hlífar með vinningsforskot á Íslandsmótinu eftir fjórar umferðir Morgunblaðið/Eggert Skák Hannes Hlífar vann sigur í gær. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir strandveiðar hafa farið vel af stað þó að minna hafi verið af bát- um á strandveiðum fyrstu daga strandveiða samanborið við fyrri ár. Örn segir fjölgun báta meiri á milli daga en í fyrra og fjöldann á strandveiðum svipaðan og í fyrra en slæmt veður og verkfall í upp- hafi strandveiða skýrir fjölda- mismuninn, segir Örn. Á vef sam- bandsins segir að 376 bátar séu á strandveiðum og heildaraflinn 868 tonn. Aflahæstur er báturinn Ella Kata SH 96 í Rifi, með 5.871 kg. Örn segir veiði góða víðast en verri út af Reykjanesi en áður, þar sem jafnan hefur verið góð veiði í maí. Ella Kata SH 96 í Rifi aflahæsti báturinn á strandveiðunum sem fara vel af stað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veiðar 376 bátar eru byrjaðir á strand- veiðum og heildaraflinn er 868 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.