Morgunblaðið - 18.05.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 18.05.2015, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Auði djúpúðgu til Auðar Auðuns sem var fyrst kvenna til að gegna ráð- herraembætti. Í heild fjölgaði flett- unum í Íslandssögu a-ö úr rúmlega 600 í um 2.000.“ Alfræðiorðabækur og dagblöð Gífurlegur fróðleikur er kominn saman í einu riti en varla hafa heim- ildinar verið sóttar á netið? „Upplýsingarnar í þessum nýju flettum eru byggðar á fjölbreyttum heimildum, allt frá sagnfræðiritum og alfræðibókum til dagblaða,“ svar- ar Pétur. „Við slíka vinnu koma oft upp hin klassísku vandamál sagn- fræðingsins, hvaða upplýsingar á að nota í ljósi þess að uppflettirit sem þetta þarf í fyrsta lagi að vera ná- kvæmt og í öðru lagi að gæta fyllsta hlutleysis. Þetta er einkum vanda- samt þegar kemur að persónusög- unni. Í fyrsta lagi þarf að velja og hafna hvaða persónur eiga heima í ritinu og svo hvaða þætti úr ævistarfi þeirra á að tína til í því afmarkaða plássi sem svona uppflettibók býður upp á. Fyrra atriðið er reynt að leysa með því að setja sér einhvers konar viðmiðunarreglur, t.d. þótti okkur ekki rúm til að hafa alla einstaklinga sem hafa gegnt ráðherraembætti síðustu 100 árin heldur eingöngu þá sem sátu heilt kjörtímabil. Und- antekningin var þó að minnast á þá sem t.d. urðu að segja af sér af tiltek- inni ástæðu eða fóru úr ríkisstjórn við óvenjulegar kringumstæður. Þetta verða aldrei 100% skörp skil milli þeirra sem detta inn og þeirra sem er sleppt, hér er um að ræða ótal grá svæði en svona fræðistörf verða einmitt skemmtileg með því að takast á við slík atriði.“ Erfitt að fjalla um nýliðna atburði „Mér kom mest á óvart hversu vandasamt er að láta umfjöllun um nýliðna atburði ekki tútna svo út að þeir virðist mikilvægari en þeir í raun voru. Sagan er þannig í grunn- inn ákveðin þróun sem einstakir at- burðir og persónur hafa áhrif á og í riti sem þessu þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi þar sem umfangið ætti að endurspegla mikilvægi hverrar flettu. Þannig þarf t.d. um- fjöllun um Besta flokkinn að taka mið af að þetta var hreyfing sem lifði í einungis eitt kjörtímabil og ætti því að fá mun minna pláss en stjórn- málaflokkur sem hefur verið við lýði í eitt hundrað ár.“ Þetta var einkum krefjandi, að sögn Péturs, þegar verið var að semja flettur um nýliðna atburði sem urðu í kjölfar bankahrunsins 2008. „Auðvelt er að gleyma sér í að skrifa mikinn langhund um t.d. Ice- save. Allt þar til maður uppgötvar að lengd flettunnar gæti gefið þeim sem flettir upp í bókinni eftir 25 ár ranga hugmynd um mikilvægið þegar flett- an er orðin helmingi lengri en t.d. þorskastríð. Icesave er vissulega mikilvægur hluti af okkar sam- tímasögu en ekki svo mikilvægur. En að gæta þessa jafnvægis krefst ákveðinnar árvekni, sem sagnfræð- ingurinn þarf sífellt að hafa í huga.“ Samstarfið við Einar Laxness Einar kom að gerð fyrsta upp- flettiritsins af þessari gerð fyrir að verða um fimmtíu árum. Frá þeim tíma hefur margt gengið á í íslensku samfélagi. Pétur segir samstarf þeirra félaga hafa verið einstaklega gjöfult og gott. „Í grunninn var það þannig hjá okkur að Einar lagði fram þann veigamikla gagnagrunn sem fyrri útgáfa Íslandssögu a-ö byggðist á og er meðal bautasteina á sviði ís- lenskrar sagnfræði. Þá ræddum við í samstarfi við útgefanda um hvern- ig við vildum breyta og hverju ætti að bæta við þann grunn. Síðan hitt- umst við á fundum, fórum yfir fram- gang verksins og mátum tillögur um viðbætur. Þar voru einkum lif- andi umræður þegar við veltum á milli okkar þeim einstaklingum sem ættu heima í ritinu, langoftast vor- um við sammála en í þeim undan- tekningartilvikum sem við vorum það ekki tókum við nettan sjómann og báðir unnu!“ Í ritum sem þessu ætla lands- menn að finna megi það sem réttast er úr sögu lands og þjóðar. Er eng- inn prakkari í sagnfræðingnum, sem laumar inn einni skondinni villu? Villu sem jafnvel gæti leitað í lærðar ritgerðir? „Haha! Nei, biddu fyrir þér. Við sagnfræðingar erum í raun svo smámunasamir um að reyna að hafa öll atriði – stór sem smá – eins rétt og mögulegt er að tilhugsunin um að leika sér með söguna á þennan hátt er beinlínis hrollvekjandi. Meira að segja vorum við stöðugt vakandi yfir því hvenær prentun bókarinnar hæfist úti í Kína til að geta komið að nýjum upplýsingum á borð við andlát tiltekinnar persónu sem er fletta í henni. Blekkinga- leikur er vissulega þekkt fyrirbæri í sögunni, allt frá nafngift Grænlands til falsana Sölva Helgasonar, en á sem slíkur eingöngu heima sem um- fjöllunarefni sagnfræðinga en ekki stefnumið þeirra, jafnvel þótt grín- aktugt sé.“ öld Morgunblaðið/Eggert » Auðvelt er aðgleyma sér í að skrifa mikinn langhund um t.d. Icesave. Allt þar til maður uppgötvar að lengd flettunnar gæti gefið þeim sem flettir upp í bókinni eftir 25 ár ranga hugmynd um mikilvægið. Sagnfræðingur „Þar voru einkum lif- andi umræður þegar við veltum á milli okkar þeim einstaklingum sem ættu heima í ritinu, langoftast vorum við sammála en í þeim undantekningar- tilvikum sem við vorum það ekki tók- um við nettan sjómann og báðir unnu!“ segir Pétur Hrafn Arnason um samstarfið við Einar Laxness. Norski leikhópurinn Jo Strömgren Kompani sýnir tvö verk í Tjarnar- bíói nú í vikunni og er fyrsta sýn- ingi í kvöld, mánudagskvöld klukkan 20, á verkinu The Border. Það er einnig sýnt á þriðjudags- kvöld en á laugardaginn kemur er sýning á verkinu Eldhúsið. Bæði verkin eru úr smiðju dans- og leikskáldsins Jo Strömgren sem er dansáhugafólki hér á landi að góðu kunnur en hann hefur starf- að talsvert með Íslenska dans- flokknum og einnig leikstýrt í Borgarleikhúsinu. Eldhúsið er dansverk fyrir full- orðna en The Border leikverk fyr- ir börn. Íslenski leikarinn Ívar Örn Sverrisson leikur í þeim báð- um en hann er búsettur í Noregi og leikur nú í fyrsta sinn hér heima í nokkur ár. Virtur flokkur Úr Eldhúsinu eftir Strömgren en það verður sýnt á laugardag. Jo Strömgren Kompani með tvö verk í Tjarnarbíói Hópur félaga í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL, tekur þátt í sýningum á ljósmyndahátíð- inni WFFA 2015 í Varsjá í Póllandi. Í Starej Galeri er samsýning með verkum sem tengjast landslagi á einn eða annan hátt, eftir Ingu Sól- veigu Friðjónsdóttur, Spessa, Ingv- ar Högna Ragnarsson, Einar Fal Ingólfsson, Daniel Reuter, Bjarg- eyju Ólafsdóttur og Pétur Thom- sen. Þar er líka skyggnusýning með verkum Katrínar Elvarsdóttur. Í Galeria Obok er samsýning með portrettmyndum ungra ljósmynd- ara, Valdimars Thorlacius, Sigríð- ar Ellu Frímannsdóttur og Hall- gerðar Hallgrímsdóttur. Ljósmyndarar Hluti íslensku listamannanna með skipuleggjendum í Varsjá; Spessi, Ingvar Högni, Bjargey og Inga Sólveig, lengst til hægri. Ljósmyndalist í Varsjá Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 20/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fim 4/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.