Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tónlistarveitan Tidal tilkynnti ný- lega um að tónlist væri aðgengileg Íslendingum í gegnum hana, þrátt fyrir að ekki væri búið að ganga frá samningum þess efnis við Samband tónskálda og eigendur flutnings- réttar, STEF. Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri sambandsins segir þó að samningaviðræður séu á lokastig- um og að ekki sé rétt að agnúast út í aðferðir Tidal þar sem finna megi fjölda tónlistarveita sem ekki greiði fyrir notkun á tónlist og ætli sér ekki að gera það nokkurn tíma. Þurfa samning við STEF Fyrir nokkru barst tilkynning frá norsku tónlistarveitunni Tidal um að Íslendingar geti nálgast tónlistar- efni í gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Þegar tónlist er gerð aðgengileg í gegnum tónlistarveitur þarf m.a. að gera samninga við höfundarrétt- arsamtök, bæði til þess að geta boðið upp á innlenda og erlenda tónlist á viðkomandi markaði. „Tidal þarf að gera samning við okkur en svo þarf að gera samning við hvern og einn útgefanda um það hvort hann vill gera efni sitt aðgengilegt á viðkom- andi veitu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir að samningurinn sem STEF er við það að klára við Tidal sé sambærilegur og þegar hefur ver- ið gerður við aðrar tónlistarveitur. „Þessar tónlistarveitur greiða 12% af tekjum sínum á Íslandi til STEFS,“ segir Guðrún. Þessir fjár- munir dreifast svo til listamanna sem og milliliða. „Þegar kemur að tónlistarveitum, ef tonlist.is er und- anskilin, er vandamál íslenskra tón- listarmanna hve litlu hefur verið streymt af íslenskri tónlist og þar af leiðandi fer lítið til íslenskra höf- unda. Langstærsta hluta tekna STEFS af Spotify, greiðum við til erlendra höfunda,“ segir Guðrún. Tidal hefur reynt að leggja meiri áherslu á tóngæði en aðrar veitur. Fyrir vikið hefur henni tekist að höfða meira til eldra fólks sem gjarnan kaupir meira af innlendri tónlist. „Sá hópur leggur meiri áherslu á tóngæði og hlutfall streymis af verkum innlendra höf- unda erlrnfid hefur verið meira en af verkum sem eru á Spotify. Kannski leiðir koma Tidal til þess að fleiri velja að streyma íslenskri tónlist,“ segir Guðrún. Höfðu ekki sam- ið við STEF  Tidal tilkynnti um opnun á Íslandi án nauðsynlegra samninga Báðust afsökunar og samningar á lokastigum Morgunblaðið/Styrmir Kári Prins Póló Litlu er streymt af ís- lenskri tónlist um tónlistarveitur. Að sögn Guðrúnar höfðu for- svarsmenn Tidal samband við STEF og báðust afsökunar á því að hafa gert þjónustuna aðgengi- lega hér á landi án þess að hafa gengið frá samningum þess efn- is. Gefin var sú ástæða að leyf- isdeildin væri seinni í snúningum en markaðsdeildin. „Í þessum heimi sem við erum í er fullt af þjónustum sem ætla sér ekki að sækja um leyfi og eru af ásettu ráði að stunda sjóræningja- starfsemi. Því ætla ég ekki að setjast í dómarasæti og skamma fyrirtæki sem kemur þremur dögum of seint til okkar. Þó að þeir hafi opnað formlega hafa þeir ekki farið í neinar markaðs- aðgerðir á Íslandi. Þetta er lög- leg tónlistarveita sem hefur gert samninga um allan heim. Því er þetta algjört smámál í stóra samhenginu,“ segir Guðrún. Báðust afsökunar á leyfisleysi ÆTLAR EKKI AÐ SKAMMA LÖGLEGA TÓNLISTARVEITU Ingvar Smári Birgisson Benedikta Brynja Alexandersdóttir Borist hafa 287 umsagnir til Um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar vegna tillögu að deiliskipu- lagi til að sameina lóðir fyrir kísilver í Helguvík í eigu Thorsil sem er eftir að byggja. Fram kemur í fundargerð ráðsins frá 13. maí að áhyggjur snú- ist um loftmengun sem hafi neikvæð áhrif á menn og dýr. Kallað hefur verið eftir íbúakosningu um breyt- ingartillöguna á deiliskipulaginu og var í síðustu viku efnt til hópreiðar og kröfugöngu í Reykjanesbæ þess efnis. Farið var ítarlega yfir umsagnirn- ar og ýmsar spurningar varðandi til- löguna á fundi ráðsins miðvikudag- inn 13. maí. Að sögn Eysteins Eyjólfssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs, leggur ráðið áherslu á að fara ítarlega yfir allar umsagnir og vanda til verks. Eins hefur ráðið lagt upp með að bæjar- búar hafi greiðan aðgang að upplýs- ingum er varða málið. Öllum athuga- semdum er tekið alvarlega enda er málið hitamál meðal bæjarbúa. Talið er að aldrei hafi eins margar um- sagnir borist ráðinu vegna nokkurr- ar tillögu hingað til. „Við erum að skoða þetta á faglegum forsendum. Miðað við fjölda umsagna er eðlilegt að við skoðum þetta vel og vöndum okkur,“ segir Eysteinn. Ákvörðun um málið hefur verið frestað til aukafundar 27. maí. Skaðabótamál gegn Reykja- nesbæ gæti komið til greina Hákon Björnsson, framkvæmda- stjóri Thorsil, segir að á annan millj- arð króna hafi verið eytt í undirbún- ingsvinnu fyrir kísilverið og telur að grundvöllur skaðabótamáls hljóti að vera kannaður nái kísilverið ekki fram að ganga. „Í gildandi aðalskipu- lagi er gert ráð fyrir svona starfsemi og deiliskipulagsbreytingin fjallar bara um það að sameina nokkrar lóð- ir í eina lóð. Við erum með samning við bæinn um lóðina til að reka verk- smiðju af þessu tagi,“ segir Hákon. Þá kæmi það Hákoni mjög á óvart ef blaðinu yrði snúið við. „Í Helguvík hefur verið unnið að því í áratug eða meira að byggja upp innviði til að taka á móti svona starfsemi sem þessari og það er gert í þeim tilgangi að laða að atvinnuuppbyggingu. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart ef það yrði allt í einu snúið við blaðinu. Við höfum verið í góðri trú að vinna að því að koma verksmiðj- unni af stað. Svo finnst okkur mál- flutningurinn vera dálítið ósann- gjarn að því leyti að því er borið við að fólk óttist rýrnandi loftgæði, en okkar mat á umhverfisáhrifum sýnir að umhverfisáhrif, hvað varðar loft- gæði, eru vel innan allra marka sem sett hafa verið,“ segir Hákon. Umsagnir streyma inn um Kísilver Thorsil  Thorsil hefur varið milljörðum í undirbúninginn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Deiliskipulag Ekki vilja allir íbúar Reykjanesbæjar kísilver í Helguvík. Seglskipið Donna Wood kom til hafnar á Húsavík í gær í blíðviðri en örlítilli þoku. Skipið sem keypt var í Dan- mörku nýlega er nýjasta viðbótin í flota Norðursigl- ingar. Skipið er 31,2 metra langt, tvímastra eikarskip og var smíðað árið 1918. Skipið var í áratugi notað sem vitaskip við strendur Danmerkur, þar til því var breytt í farþegaskip árið 1990. Seglskipið Donna Wood kom til hafnar á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Glæsifley í flota Norðursiglingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.