Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is TENERIFE Íslensk Fararstjórn Farastjórarnir Jói og Fjalar taka vel á móti ykkur og bjóða upp á mjög fjölbreyttar skoðunarferðir. ótrúlega fallegur staður og lýsingin svo mögnuð. Það er í raun erfitt að ná ekki góðum skotum þar,“ sagði kappinn í viðtali við kvikmyndavef- inn Collider. Ekkert fast í hendi Helga segir reglulega sé hringt til hennar þar sem verið er að skoða möguleikann á tökum hér á landi. „Það er ýmislegt í skoðun, það er ekkert fast í hendi til að tjá sig. Ég get ekki tjáð mig um einstaka verkefni, það er verið að skoða ýmsa vinkla.“ man Begins, Flags of Our Fathers, Secret Life of Walter Mitty, Obliv- ion, Interstellar og Noah svo nokkr- ar séu nefndar. Árin fyrir 2005 voru heldur mögur þegar tvær myndir með James Bond, Judge Dredd og ævintýri Löru Croft voru teknar hér upp. Ben Stiller hrifinn Gott orð fer af Íslandi sem kvik- myndalandi og sagði Ben Stiller, leikstjóri og aðalleikari Walter Mitty, að erfitt væri að ná lélegri töku. „Ég kom til Íslands, það er svo „Verktími er valinn með tilliti til ásóknar í bústaði á svæðinu auk þess sem verkið þarf að vinna í frostleysi.“ Svona hefst bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur til íbúa Blá- skógabyggðar sem nýta Hlíðaveitu. Í gær var ráðist í að skipta um svo- kallaðan holutopp á borholunni á Efri Reykjum en verkið mun taka allt að fimm dögum. Við skiptin fer heita vatnið af þeirri byggð sem nýtir Hlíðaveitu. „Það er ekkert grín að taka hit- ann af húsunum í roki og kulda eins og er núna – sérstaklega með börn og gamalmenni. Það hefði hentað íbúum betur að gera þetta þegar veðrið er orðið skárra,“ segir Agnes Heiður Magnúsdóttir, íbúi í Austurhlíð í Biskupstungum, einum af þeim bæjum sem misstu heita vatnið í gær. Getum ekki haldið hreinlæti Agnes segir einng bagalegt að geta ekki farið í sturtu og þrifið sig eftir langan dag í fjárhúsunum en sauðburður stendur nú sem hæst. „Við getum ekki þrifið okkur og haldið hreinlæti í lagi. Þetta er ein helsta undirstaða afkomu bænda, sauðburður, og það skiptir máli að hann gangi vel. Þetta eru heilu fjöl- skyldurnar sem geta ekki farið í bað í marga daga. Í búskap verður maður skítugur og það er sýkingar- hætta.“ Ástand holutoppsins hefur verið metið bágborið um nokkurt skeið og því þarf að skipta um. Í bréfi til íbúa kemur fram að bili holutopp- urinn við verstu hugsanlegu að- stæður, frost og mikinn vind er ljóst að stórtjón yrði – bæði á hitaveit- unni og hjá notendum. Gunnar Ingvarsson á Efri- Reykjum, sem á helmingshlut í bor- holunni, segir að vatnið komi upp úr holunni með miklum þrýstingi og því sé hægara sagt en gert að skipta um lokann. „Við erum með um 500 bústaði á þessu kerfi og nokkuð um íbúðar- hús. Það er mikið undir að lokinn sé í lagi. Bjartsýnir menn spá tveggja daga vinnu við að skipta um lokann en þeir svartsýnu allt að fimm dög- um. Það fer eftir því hvernig geng- ur að halda holunni niðri.“ benedikt@mbl.is Íbúar óánægðir með köld hús  Sumarbústaðir frekar en íbúar Morgunblaðið/Styrmir Kári OR Skipta átti um holutopp árið 2014 en það frestaðist vegna veðurs. Þær Hollywood-kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi hafa oft sýnt mismunandi staði, hvort sem þeir eru í fortíð eða framtíð eða á þessari jarðarkúlu eða ekki. Noah, Prometheus og Transformers hafa notað Ísland til að sýna jörðina eins og hún var en Oblivion og Judge Dredd sýndu hana í framtíðinni. Þá hefur Ísland verið notað sem sögusvið eins og atriði séu tekin upp í Nor- egi, Bandaríkjunum, Argentínu, Afganistan, Tíbet og Japan. Þá hafa Game of Thrones, Interstellar, Star Trek og Star Wars: The Force Awakens sýnt landið í tilbúnum heimi. Captain America Civil War tilheyrir þeim flokki en hún verður tekin hér upp í ár. Fortíð, framtíð og tilbúningur ÍSLAND SEM KVIKMYNDALAND Russell Crowe Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er mikill áhugi á Íslandi og jafn á ýmsum verkefnum. Þetta eru kvik- myndir, auglýsingar, ljósmyndir og fjölbreyttari verkefni sem er gott,“ segir Helga Reykdal, framkvæmd- arstjóri True North kvikmyndafyr- irtækisins. Helga vildi ekki tjá sig um einstaka verkefni en komið hefur fram að nýjasta mynd Marvel- fyrirtækisins um Captain America verði tekin upp hér á landi. Hollywood-stjörnur hafa verið duglegar að dúkka hér upp á hverju ári undanfarin ár en mikill áhugi hefur verið meðal framleiðenda er- lendra stórmynda á Íslandi eftir að skattaafsláttur var hækkaður hér á landi. Verður að fá samþykki nefndar Er þá endurgreiðslan á hluta þess framleiðslukostnaðar sem fellur til hér á landi. Þeir framleiðendur þurfa að óska eftir endurgreiðslu og fá samþykki nefndar á vegum at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins sem metur hvort verkefnið sé að kynna íslenska náttúru og/eða menningu. Undanfarinn áratug hefur orðið mikil sprenging í tökum á erlendum kvikmyndum, stórum sem smáum, hér á landi. Nægir þar að nefna Bat- Oblivion Tom Cruise og félagar komu hingað til lands til að taka upp framtíðartryllinn Oblivion. Fjölbreyttari verk- efni en stórmyndir  Ein stórmynd að minnsta kosti tekin upp hér á landi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjölmörg dæmi eru um að séreign- arlífeyrissparnaður sem fara átti inn á höfuðstól húsnæðislána til lækkunar í samræmi við lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteigna- lána, hafi þess í stað farið í að greiða niður vexti á lánunum. Fyrir vikið hafa viðkomandi greitt lægri af- borganir í stað þess að höfuðstóll lækki. Um er að ræða kerfislegt vandamál að sögn forsvarsmanna lánastofnana. Sérstaklega bar á þessu við fyrstu greiðslur en þá skiptu uppsafnaðir vextir jafnvel tugum þúsunda og lækkaði afborg- un því þann mánuð sem því nemur. Kom málið upp hjá nokkrum lána- stofnunum en komið hefur verið í veg fyrir það hjá öllum nema Íbúða- lánasjóði samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. 35 þúsund kr. í vexti Fram kemur á nokkrum greiðslu- seðlum frá Íbúðalánasjóði sem Morgunblaðið hefur undir höndum að viðkomandi greiðandi greiddi 3- 35 þúsund krónur í vexti í stað þess þeir færu inn á höfuðstól í hvert skipti. Samkvæmt lögum um leið- réttingu átti hver sem fékk sam- þykki þess efnis hjá ríkisskattstjóra að geta sett séreignarsparnað inn á höfuðstól húsnæðislána skattfrjálst. Þó var tekið fram að ef viðkomandi var í vanskilum þá færi séreignar- sparnaður í að greiða niður þau van- skil. Hjá flestum lánastofnunum var gerlegt greiða inn á höfuðstólinn með séreignarsparnaði í desember síðastliðnum. Í þeim tilvikum sem hér er vísað til var ekki um vanskil að ræða og því áttu greiðslurnar með réttu að fara beint inn á höf- uðstól. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að vandamálið helgist af því að kerfi lánveitenda hafi ekki ráðið við að koma sparnaðinum inn á höfuð- stólinn. „Þetta er nær eingöngu bundið við Íbúðalánasjóð núna,“ segir Jarþrúður. Hún segir að vandamálið hafi verið viðvarandi þar frá því úrræðið var kynnt. Hún segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi haft samband og lýst óánægju sinni vegna þessa. Tæknilegt vandamál Gunnhildur Gunnarsdóttir, sitj- andi forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að vandamálið sé tæknilegs eðlis. „Þetta er alfarið tæknilegt mál hjá okkur. Þetta snýr að Reiknistofu bankanna (RB) þar sem öll okkar skuldabréf eru vistuð og hvernig greiðsluröðun er háttað þar. Í lög- unum er mælt fyrir um það að greiðslur eigi að fara inn á höfuðstól og við leitumst að sjálfsögðu eftir því að gera það. Því höfum við beint til viðskiptavina okkar að greiða á gjalddaga. Síðan er greiðslum frá lífeyrissjóðum ráðstafað á 1-3 dög- um síðar. Því er vaxtatímabilið ein- göngu sá tími, 1-3 dagar. Við höfum gripið til þessara leiða að takmarka þetta eins og hægt er og reynt að koma til móts við fólk og leyfa því að greiða inn á lánin sem nemur vaxta- upphæðinni en það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi óskað þess,“ segir Gunnhildur. Að sögn hennar fara greiðslur í RB fyrst í að greiða kostnað, svo vanskil, þá áfallna vexti og síðast til lækkunar á höfuðstól. Séreignarsparnaður í vexti  Kerfislæg vandamál við inngreiðslur á höfuðstól fasteignalána  Dæmi um að tugir þúsunda af sér- eignalífeyrissparnaði hafi farið í vaxtagreiðslur um mánaðamót  Enn vandamál hjá Íbúðalánasjóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.