Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Erla Guðmundsdóttir hef-ur brotið blað í söguKeflavíkurkirkju. Húner ekki aðeins fyrsta
konan til að gegna embætti sókn-
arprests í kirkjunni heldur er hún
fyrsti Keflavíkingurinn. Hún sótt-
ist ein eftir embætti þegar séra
Skúli S. Ólafsson lét af störfum
fyrr á árinu en til að tryggja Erlu
starfið óskuðu sóknarbörn eftir
kosningu og gengu í hús til þess
að safna atkvæðum þriðjungs íbúa
Keflavíkurprestakalls. Það náðist
og var séra Erla ein í kjöri. Hún
er mjög þakklát söfnuðinum og
þykir ekki síður vænt um það inn-
legg sem íbúar komu með inn í
starf kirkjunnar, sem hún tók á
móti og mun vinna úr. „Ég gerði
mér ekki grein fyrir þeim mikla
stuðningi sem ég hafði, maður er
ekki að velta því fyrir sér í dag-
lega lífinu í starfinu en ég er bæði
hrærð og þakklát í hjarta mínu
því fólki sem fór af stað með þessa
vinnu, gekk í hús á köldum mars-
mánaðarkvöldum til að safna und-
irskriftum. Ég er líka þakklát
fólkinu sem skrifaði undir, þó að
undirskriftirnar hafi ekki allar
verið ætlaðar mér. Fólkið vildi fá
lýðræðislega kosningu í stað vals.“
Sérstök tímamót
Erlu finnst þessi nýi kafli í lífi
sínu sérstaklega ánægjulegur í
ljósi þess árs sem nú er. „Það var
nýtt árhundrað að hefjast hjá
Keflavíkurkirkju, hún var aldar-
gömul í febrúar síðastliðnum, og
það eru 100 ára síðan konur fengu
kosningarétt til Alþingis. Að auki
er ég fyrsta konan til að gegna
þessu embætti og fyrsti Keflvík-
ingurinn í Keflavíkurkirkju, þann-
ig að mér finnst þetta sérstök
tímamót.“
Eitt af fyrstu embættis-
verkum séra Erlu var að fylgja úr
hlaði söngleik sem hún hefur haft
yfirumsjón með sem æskulýðs-
fulltrúi kirkjunnar. Þannig kom
hún til starfa í kirkjuna á sínum
tíma, árið 2006, þó síðar hafi hún
verið ráðin prestur af sóknarnefnd
og gegndi preststarfi samhliða
æskulýðsmálunum. Hún sagðist í
samtali við blaðamann hafa áhuga
á því að halda áfram að starfa að
æskulýðsmálum kirkjunnar með-
fram sóknarpreststarfinu, enda
fyndust henni börnin svo dásam-
leg. „Það er svo mikil gleði að
vera í kringum börnin og ung-
mennin. Þau halda manni á tánum
og eru gagnrýnin eins og ferm-
ingabörnin sem segja manni hisp-
urslaust, þetta er leiðinlegt, ekki
gera þetta svona, gerðu þetta hin-
segin. Maður er allt öðruvísi í því
starfi og við undirbúninginn.“
Erla lærði guðfræði í Kaup-
mannahafnarháskóla í 4 ár, ekki af
því að hún ætlaði sér að verða
prestur, heldur af því að hún heill-
aðist af greininni og svo átti hún
sína trú. Hún vissi hins vegar ekki
fyrst hvernig hún ætlaði að nota
guðfræðina. „Ég ætlaði reyndar
alltaf að vinna í kirkju og langaði
að vinna í þessari kirkju, en ég
hafði bara hugsað mér að verða
sjálfboðaliði.“ Um það leyti sem
hún, eiginmaðurinn, Sveinn Ólafur
Magnússon grunnskólakennari og
frumburðurinn Helga voru er að
pakka búslóðinni niður í gám til
þess að flytja aftur heim til Ís-
lands fór Erla inn á íslenskan
kirkjuvef og sá starf æskulýðsfull-
trúa í Keflavíkurkirkju laust til
umsóknar. „Ég hringdi í Skúla,
sem þá var nýtekinn við og hann
hvetur mig til að sækja um. Hann
hringir svo í mig út þegar viðtölin
fara fram, þá var orðið miðnætti
hjá mér og ég vakin, og tekur við
mig símaviðtal. Ég fékk svo að
vita það daginn eftir að þeim
fannst ég eiga heima í þessu
starfi.“
Hefðirnar eitt það
dýrmætasta sem fólk á
Erla Guðmundsdóttir, nýkjörinn sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, unir sér við
lestur Boglig-tímaritsins í frístundum auk þess sem hún nýtur þess að ganga um í
fersku lofti og fara með bænir. Öllum öðrum frístundum ver hún með fjölskyld-
unni við að búa til minningar með skemmtilegum hefðum á borð við húslestra.
Morgunblaðið/Svanhildur
Samstarfsmenn og vinir Arnór Brynjar, organisti Keflavíkurkirkju, og sr.
Erla ólust upp í Keflavík og fluttu þangað aftur til að starfa við kirkjuna.
Róandi lestur Þegar stutt var í frumsýningu á Líf og friður safnaði Erla
börnunum saman í kapellunni og las biblíusöguna Örkina hans Nóa.
Ef leitað er á kvikmyndavefurinn.is
að elstu íslensku kvikmyndinni kem-
ur upp Berg-Ejvind och hans hustru
frá árinu 1918. Nánari eftirgrennslan
leiðir í ljós að myndin er dramatísk
sænsk leikin kvikmynd, byggð leikriti
Jóhanns Sigurjónssonar, um útlag-
ann Fjalla-Eyvind og konu hans Höllu.
Og ýmislegt fleira, t.d. að myndin sé
oft talin meðal sígildra verka þöglu
myndanna, hafi haft mikil áhrif á
mótun sænska skólans í kvik-
myndgerð og vakið heimsathygli fyrir
dramatíska notkun landslags og
náttúruafla.
Á vefnum kvikmyndavefurinn.is er
hafsjór upplýsinga um íslenskar kvik-
myndir, heimildamyndir, stuttmyndir,
leikið sjónvarpsefni og teiknimyndir
sem gerðar hafa verið á Íslandi eða
hafa tengsl við Ísland. Söguþráðurinn
er rakinn í stuttu máli, getið er um
aðstandendur, starfslið og leikara
sem og framleiðslufyrirtæki. Efnið er
sett fram á aðgengilegan hátt og
boðið upp á stiklur úr allmörgum
myndanna, meira að segja úr þeim
elstu, BergEjvind och hans hustru og
Sögu Borgarættarinnar frá 1921.
Vefsíðan www.kvikmyndavefurinn.is
Ljósmynd/Af kvikmyndavefnum.is
Saga Borgarættarinnar Samnefnd kvikmynd eftir bók Gunnars Gunnarssonar
var frumsýnd í ársbyrjun 1921. Listamaðurinn Muggur var í aðalhlutverki.
Hafsjór upplýsinga og fróðleiks
um íslenskar kvikmyndir
Borgarbókasafnið býður upp á ritlist-
arkennslu fyrir börn á aldrinum 9-12
ára í öllum söfnum borgarinnar, dag-
ana 15., 16., 18. og 19. júní, en skrán-
ing hefst í dag í hverju safni.
Markmið ritsmiðjunnar er að örva
sköpunarkraft barnanna og fá þau til
að nýta hann í að búa til sögu. Í Árbæ
verður smiðjan með aðeins öðru sniði
því þátttakendur fá að auki leiðsögn í
því að breyta sögu í leikrit og setja
upp leikritið í lokin.
Fjöldi rithöfunda hefur komið að
ritsmiðjunum en í sumar munu Gunn-
ar Helgason, höfundur fótboltaþrí-
leiksins, Ævar Þór Benediktsson, höf-
undur Þín eigin þjóðsaga, Hilmar Örn
Óskarsson höfundur Kamillu vind-
myllu og Ólöf Sverrisdóttir höfundur
Sólu leiðbeina börnunum og vera
þeim til halds og trausts.
Ritsmiðjurnar eru þátttakendum
að kostnaðarlausu og henta vel ung-
um og upprennandi rithöfundum og
leikskáldum.
Endilega...
...kynnið ykkur
ritlistarkennslu
fyrir börnin
Ritsmiðja Að lesa og skrifa list er góð.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.