Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Liðurinn fund-arstjórn for-seta hefur reynst stjórnar- andstæðingum drjúgur. Með enda- lausum ræðum um fundarstjórn for- seta hefur stjórn- arandstöðunni tekist að tefja af- greiðslu mála á þingi og taka þau í gíslingu og virðing þings- ins hefur goldið fyrir. Frægt er þegar rúmlega fjögur hundruð ræður um fundarstjórn forseta voru haldnar á þremur dögum þegar skýrsla um stöðuna í við- ræðunum við Evrópusambandið kom út í upphafi árs í fyrra. Á endanum var tillaga utanrík- isráðherra um afturköllun um- sóknarinnar að ESB dregin til baka. Undanfarna daga hafa þing- menn stjórnarandstöðunnar verið iðnir við kolann. Á þessu ári hefur heill vinnudagur á þinginu farið í umræður undir þessum lið. Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar hyggju að þetta ástand gangi ekki og breyta þurfi þing- sköpum. „Eftir rúman áratug á Al- þingi er ég orðinn sannfærður um að það þarf að gera veru- legar umbætur á þingsköpum í þeim tilgangi að gera starf þingsins skilvirkara og auka af- köst,“ skrifaði Bjarni á fésbók- arsíðu sína fyrir helgina. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyr- ir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum. Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við er- um í þessum spor- um í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni setur í færslunni fram tillögur í fjórum liðum. Hann vill að mál fái ákveðinn, tak- markaðan tíma til umræðu. Hann vill auka völd forseta Al- þingis. Vernd minnihlutans verði aukin til að vega á móti fyrstu tveimur tillögunum. Að síðustu leggur hann til að mál, sem ekki er lokið á þingvetri, lifi áfram innan kjörtímabils. Bjarni tekur fram að hann sé ekki að saka stjórnarandstöð- una um að gera annað en hann hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur og bætir við: „Með þessum breyt- ingum myndum við færa þing- störfin nær því sem gerist víð- ast í kringum okkur. Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem „má“ greiða at- kvæði um. Önnur falli niður. Þetta leiðir aftur til þess að lengja þarf þingstörfin og við höldum ekki starfsáætlun (sem heyrir til algerra undan- tekninga á öðrum þjóðþing- um).“ Þessar tillögur Bjarna þarfn- ast vitaskuld nánari útfærslu, en þær yrðu allar til bóta fyrir þingstörfin og gætu stöðvað vit- leysisgang og afbökun þing- starfanna og aukið virðingu þingsins. Þær eiga skilið mál- efnalega umræðu. Hún fer ekki fram undir liðnum fundarstjórn forseta. Hugmyndir Bjarna Benediktssonar um breytingar á þing- sköpum yrðu til bóta} Virðing þingsins Auður Guðjóns-dóttir hefur barist í þágu fólks með mænuskaða allt frá því að dóttir hennar, Hrafnhild- ur Thoroddsen, slasaðist alvarlega í bílslysi árið 1989. Auður berst nú fyrir því að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að þróunarmarkmiði. Hún skrifaði Ban Ki-Moon, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf í nóvember og fékk svar um að tekið yrði tillit til orða hennar, eins og hún lýsir í viðtali í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins í gær. Samkvæmt tölum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar þjáist rúmlega einn milljarður manna af sjúkdómum og skaða í tauga- kerfinu. Í svarbréfi sínu til Ban Ki-Moon segir Auður að „ekkert eitt líffæri skapi meiri fötlun en taugakerfið“. Auður hefur víða fengið stuðning við átak sitt um að efla rannsóknir á tauga- sjúkdómum og leggja aukna áherslu á að finna lækningu á skaða og sjúkdómum í tauga- kerfinu. Hún segir að mikil þekking sé til staðar, en upp á vanti að horft sé á stóru mynd- ina, „það þurfti að sameina þekkinguna – sem var úti um allt“. Auður hefur náð langt í bar- áttu sinni og nú leitar þessi bar- áttukona stuðnings fyrir loka- hnykkinn, meðal annars með því að biðja fólk um að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu á netinu, þannig að taugakerfið verði sett á oddinn þegar ný þróunar- markmið verða sett í september. Lækning á skaða og sjúkdómum á tauga- kerfinu verði þróunarmarkmið SÞ} Barist fyrir mænuskaddaða Þ eir runnu strax á lyktina. Ég hafði varla lokið við að skrifa fréttina um brúðkaup stjörnuparsins Kim Kar- dashian og Kanye West og deila henni á fésbókarsíðu mbl.is þegar fyrsta athugasemdin barst: „Hverjum er ekki sama?“ Sú næsta var þaulhugsuð: „Er þetta frétt?“ Ég, blaðabarnið, var ofurliði borinn. Virkir í athugasemdum höfðu sýnt mér í tvo heimana með hárbeittum orðum sínum. Það þurfti ekki meira til. Eftir stendur samt stóra spurningin: Var þetta frétt? Að sjálfsögðu. Raunar vakti fréttin heilmikla athygli, mun meiri athygli en flestar þær við- skiptafréttir sem ég hef lagt mig í líma við að skrifa í gegnum tíðina. Hvað sem mönnum kann að finnast um það, þá er staðreyndin einfaldlega sú að fleiri þekkja afturenda Kim Kardashian en stýrivexti Seðlabankans. Daglegu listarnir yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna bera því vitni. Víða í netheimum finnast þeir sem fussa og sveia yfir fréttaflutningi fjölmiðla og spyrja í sífellu: Er þetta frétt? Svarið við þessari spurningu er fremur einfalt í mínum huga: Það sem fólk vill lesa er frétt. Í grunninn er spurn- ingin marklaus. Fréttamat er afstætt. Fjölmiðlar segja á hverjum degi alls kyns fréttir, stórar sem smáar, og það sem einum kann að þykja áhugavert og fréttnæmt gæti öðrum fundist ómerkilegt kjaftæði. Það er nefnilega svo að nánast engar fréttir falla að fréttamati allra – kannski til allrar hamingju. En samt sem áður eru fjölmargir sjálfskip- aðir fréttavitringar – lokaðir af í fílabeinsturni sínum – sem telja sig þess umkomna að segja til um hvað sé frétt og hvað ekki, út frá eigin áhugasviði. Það er mikill hroki og jafnvel for- ræðishyggja sem felst í slíkri afstöðu. Því í raun er verið að segja: „Ef fréttin fellur ekki nákvæmlega að mínu áhugasviði, þá er hún ekki frétt og á ekki rétt á sér.“ Frumskylda hvers blaðamanns hlýtur að vera sú að skrifa fréttir sem vekja áhuga og svala forvitni fólks um málefni líðandi stundar. Þar fer blaðamaðurinn ekki eftir einhverri allsherjarskilgreiningu á því hvað telst vera frétt og hvað ekki, heldur leyfir hann les- endum að meta það. Fólk er ekki fífl. Það þarf ekki stöð- ugt að hafa vit fyrir því. Þá er hún stórundarleg sú árátta fréttavitringanna að láta alla vita – með afar greinilegum hætti – þegar ákveðin frétt höfðar ekki til þeirra. Og það er mér jafnframt hulin ráðgáta af hverju í ósköpunum þeir eru sífellt að lesa frétt- ir sem þeir fyrirlíta af öllu hjarta. Hafa þeir ekkert betra að gera? Málið er ekki flókið. Ekki lesa þessar „ekkifréttir“ ef þær rúmast ekki innan ramma áhugasviðs ykkar. Það eru aðrir sem hafa áhuga á þeim og góðir fjölmiðlar reyna eft- ir bestu getu að þjóna öllum. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill „Er þetta frétt?“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verulegar breytingar verðaá málsmeðferð og fram-kvæmd við sviptingu lög-ræðis og nauðungarvist- anir einstaklinga verði frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á lögræðislögum lögfest en það er nú til meðferðar á Alþingi. Mikil und- irbúningsvinna býr að baki og hafa fjölmargar umsagnir borist Alþingi enda um mjög viðkvæmt og stórt mannréttindamál að ræða. Mark- miðið er að auka réttaröryggi og uppfylla alþjóðlegar mannréttinda- skuldbindingar. Í fyrra var gripið til nauðungar- vistana hér á landi í 105 skipti og þar af voru 32 einstaklingar sviptir lög- ræði eða sjálfræði í kjölfar nauðung- arvistunar. Fjölgun hjá velferðarsviði Mikil breyting hefur orðið á að- komu fjölskyldna að beiðni um nauð- ungarvistun og sviptingu lögræðis. Fram kemur í greinargerð frum- varpsins að til ársins 2014 hafi fjöl- skyldumeðlimir í meirihluta tilvika farið fram á nauðungarvistun ein- staklings. Í fyrra varð hins vegar viðsnúningur en þá kom meirihluti beiðna frá félagsþjónustu eða sam- svarandi fulltrúa sveitarstjórnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að meginreglan verði sú að félags- þjónusta sveitarfélaga eða samsvar- andi fulltrúi sveitarstjórnar á dval- arstað viðkomandi einstaklings geti lagt fram beiðni um nauðungar- vistun þegar talið sé réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis eða vina viðkomandi, eða vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt, eins og það er orðað. Maki og ættingjar viðkomandi í beinan legg og systkini geta þó lagt fram beiðni um nauðungarvistun í undantekn- ingartilvikum. Fram kemur í umsögn velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar að und- anfarin ár hefur nauðungarvistunum og lögræðissviptingum sem velferð- arsvið Reykjavíkurborgar hefur staðið að fjölgað. Á árinu 2014 var samanlagður földi nauðungarvistana og lögræðissviptinga 63 samanborið við 19 árið 2009. Málum þar sem óskað er eftir aðkomu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur því fjölgað mikið undanfarin ár og er tekið fram að því fylgi aukið álag. ,,Helsta skýringin er að aðstand- endur eru betur upplýstir um að vel- ferðarsvið getur auk aðstandenda sótt um nauðungarvistun,“ segir seg- ir María Einisdóttir, framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítalans, við Morgunblaðið, spurð um ástæður þessa. „Á Akureyri er löng hefð fyrir því að velferðarsvið taki þetta að sér og hefur það gefist vel. Það getur verið mjög íþyngjandi fyrir aðstand- endur að fara fram á nauðunugar- vistun og dæmi eru um að ekki grói um heilt á milli sjúklings og aðstand- anda,“ segir hún. Meðal stærstu breytinganna sem boðaðar eru í frumvarpinu er að framvegis verði einungis heimilt að svipta mann tímabundið lögræði og yrði þá felld niður núverandi heimild til ótímabundinnar lögræðis- sviptingar. Heimild læknis til sjálf- ræðissviptingar einstaklings verði lengd úr 48 tímum í 72 tíma og gert er ráð fyrir að Þjóðskrá Íslands haldi skrá um lögræðissvipta menn. Auk þess fær Þjóðskrá það hlutverk að halda skrá yfir ráðsmenn þeirra sem sviptir eru lögræði og skjól- stæðinga þeirra og skipaða lög- ráðamenn. Þá verði verkefni innan- ríkisráðuneytisins varðandi beiðnir um nauðungarvistun einstaklinga á sjúkrahúsi flutt til sýslumanna. Svipting lögræðis verði ætíð tímabundin Morgunblaðið/Þórður Sveitarfélög Félagsþjónustur biðja nú oftar um nauðungarvistun og svipt- ingu lögræðis í stað aðstandenda. Bæta á réttarástandið í frumvarpinu. Engilbert Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir móttökugeðdeild- ar 32A við geðsvið Landspítala, bendir m.a. á í umsögn við frumvarpið að skv. gildandi lög- um frá 1997 geti heilbrigð- isráðherra sett nánari reglur um þvingaða lyfjagjöf og aðra þvingaða meðferð. Nú séu liðin 18 ár frá því að lögin tóku gildi en slíkar reglur hafi ekki enn verið settar. Margar og ítarlegar umsagnir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd við frum- varpið. Lýsir Geðhjálp von- brigðum með að ekki skuli vera gengið lengra til að draga úr vanvirðandi meðferð, nauðung og ofbeldi í fyrirliggjandi drög- um og Hugarafl bendir m.a. á að brýnt sé ef flytja þarf ein- stakling nauðugan á sjúkrahús til innlagnar að þá verði viðkom- andi einstaklingur fluttur í sjúkrabíl ekki lögreglubíl eins og nú er gert. Engar reglur settar í 18 ár FJÖLMARGAR UMSAGNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.