Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 20
Í síðustu ferð minni norður horfði ég á fallega á renna til sjávar. Bjarma sló á hana er hún hríslaðist í sveigjum og beygjum eftir eng- inu til sjávar. Ein á er sem heilt lífríki, uppeldisstöð seiða, nær- ingarrík og vex í flóðum. Mamma var, er og verður slíkt lífríki sem kallar mann til sín og gefur af sér, kærleiksrík kona með stórt hjarta. Hún rétti mér höndina á sínum tíma þegar ég varð móð- urlaus og hefur leitt mig æ síðan þó litla höndin hafi stækkað. Mamma var nefnilega kjarna- kona, það stoppaði hana fátt, ef upp komu farartálmar þá beið hún ekki eftir að aðrir redduðu málunum, hún gekk í verkefnin. Drífandi, listræn og kraftmikil en hógværð og lítillæti hafði hún til- einkað sér. Man alltaf þegar Markús kom fyrst í heimsókn, eldhúsborðið var drekkhlaðið, en hún bað hann að gera sér gott af þessu lítilræði. Jórunn Sigurðardóttir ✝ Jórunn Sigurð-ardóttir fædd- ist 12. nóvember 1926. Hún lést 25. apríl 2015. Útför Jórunnar fór fram 7. maí 2015. Umhverfið mótar manneskjur að ein- hverju leyti, sögur frá Stokkhólma og Hjaltastöðum og líf- inu almennt á upp- vaxtarárum mömmu lýsa svo miklum breytingum á þjóðfélagsháttum. Það er í raun allt annar heimur sem við búum í núna. Það er þó dýrmæt reynsla að hafa fengið að kynnast aðeins lífi og starfi þessa fólks sem ruddi brautina fyrir okkur sem yngri eru. Gleðin og kátínan voru ekki langt undan og sögurnar lifa. Við mamma heyrðumst oft í síma því landfræðilega var dálítið langt á milli. Ósjaldan var hringt og spurt út í helstu staðreyndir lífsins. Maður kom aldrei að tóm- um kofanum. Íslenskt mál, staf- setning, orðalag, málshættir, orð- tök, landafræði, ljóðin, já ljóðin. Þau lærði hún fyrir margt löngu en eins og gerst hefði í gær; heilu bálkarnir, Gunnarshólmi, Ó, Guð vors lands o.fl. o.fl. Mamma veiktist af geðsjúk- dómi líkt og ég sjálf áður. Veik- indin tóku yfir líf hennar um stund. En ég dáist af þrautseigju hennar og vilja til að ná tökum og bata því það er mikið átak, komin 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Elskulegur vinur minn og samstarfs- félagi er fallinn frá. Kjartan Trausti Sigurðsson. Ég kynntist honum vorið 1998 á Mallorca þegar ég var að byrja í fararstjórn, þá var Kjartan Trausti búinn að vinna í mörg ár sem fararstjóri og hafði mikla reynslu. Við brölluðum margt saman á þess- um árum, á Mallorca, Beni- dorm, Krít, Almería og á Gran Canaría. Það var oft hlegið og gaman þegar við vorum saman. Sigrún, sambýliskona hans á þessum árum, var þá með okkur en hún er látin fyrir nokkrum árum. Kjartan Trausti missti son sinn Sigurð Trausta sem búsett- ur var í Danmörku í vinnuslysi 22. febrúar 2006 og var það mikil sorg en hann vann úr því eins vel og hann gat með hjálp Guðs enda Kjartan Trausti trú- aður maður. Dóttir hans Kjart- ans Trausta, hún Kristín, hefur búið í mörg ár í Danmörku ásamt eiginmanni sínum og Kjartan Trausti Sigurðsson ✝ KjartanTrausti Sig- urðsson fæddist 22. september 1939. Hann lést 12. apríl 2015. Útför hans fór fram 30. apríl 2015. þremur börnum. Hann talaði alltaf fallega um dóttur sína og fjölskyldu hennar við mig og heimsótti þau oft til Danmerkur. Síðustu árin vann Kjartan Trausti sem skemmtanastjóri og fararstjóri á vorin og haustin. Kjartan Trausti kom inn heilt sumar árið 2011 og unnum við saman á Almería og svo aftur hluta úr sumri á Benidorm sum- arið 2012. Þá hitti ég vinkonu hans, hana Ester, og voru þau mjög glöð saman. Ég heimsótti Kjartan Trausta ásamt Birgittu dóttur minni í lok janúar á þessu ári og þá var hann nýbú- inn að greinast með MND og hafði hrakað mikið frá því ég sá hann síðast sem var í október 2014. Við heimsóttum hann á Borgarspítalann og þegar við komum var fullt af góðu fólki hjá honum í heimsókn. Takk, Kjartan Trausti, fyrir allar góðar stundir sem við höf- um átt saman í gegnum árin. Megi minning um góðan mann lifa í hjörtum okkar allra. Ég votta Kristínu og fjöl- skyldu hennar, Unni, Ester og öðrum aðstandendum samúð. Kristín Tryggvadóttir. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (RG) Sumarið 1999 leigði ég íbúð á Snorrabraut 32 og kynntist þar systrum úr Grímsey, þeim Ósk og Þórunni Jónsdætrum, sem bjuggu hvor á sinni hæðinni. Fljótt tókust góð kynni milli okkar og við hjálpuðumst að með margt rétt eins og góðir grannar gera. Ég reyndi að vera þeim innan handar með ýmislegt og þær voru mér innan handar með dætur mínar sem ég eignaðist árin 2000 og 2005. Ósk var mjög jákvæð og létt í skapi að eðlisfari og síðan var hún afskaplega iðin kona. Hún setti sig yfirleitt vel inn í þjóð- málin og fylgdist vel með frétt- Ósk Jónsdóttir ✝ Ósk Jónsdóttirfæddist 5. nóv- ember 1922. Hún lést 19. apríl 2015. Útför Óskar var gerð 30. apríl 2015. um. Hún mátti ekk- ert aumt sjá og var alltaf boðin og búin að leggja hönd á plóg. Hún lagði sitt af mörkum til styrktar bágstödd- um nær og fjær. Ósk var gjafmild með eindæmum og mjög umhyggju- söm. Hún var einn- ig mjög listræn og handlagin og eftir hana liggur handverk af ýmsu tagi. Hún gaf okkur t.d. ámálað tíu manna jólamatar- stell, útskorna klukku, könnur með nafni dætranna, hitaplatta og prjónakjól, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir að ég flutti af Snorrabrautinni árið 2006 hélt ég sambandi við þær systur og þær fylgdust með fjölskyldunni minni stækka. Laufey á góðar minningar frá heimsóknum okk- ar til Óskar og er nivea-kremið hjá útvarpinu ofarlega á lista. Ég og fjölskylda mín erum af- skaplega þakklát fyrir góð kynni og vottum fjölskyldu Ósk- ar samúð okkar. Valdís Vera Einarsdóttir. Aldurhniginn heiðursmaður hef- ur kvatt eftir giftu- ríka för og góða á lífsins leiðum. Fá- ein kveðjuorð skulu honum helguð frá okkur Hönnu, en Þórhalli kynntumst við í Góð- templarastúkunni Einingunni, þar sem var gnótt góðra félaga. Þórhallur var hinn verkfúsi og veituli þegn sem hvarvetna lét gott af sér leiða, einstakt prúð- menni var hann. Um hann gilda orðin hinn trúfasti og trausti, þar sem drengskapur var æv- inlega boðorðið æðsta. Þar átti bindindishreyfingin sinn dygga boðbera, ómetanlegir eru slíkir menn hverri hreyfingu, sem bera með sér stefnufestu heiðr- ar hugsjónar og það gjörði Þór- hallur vissulega, það var ein- kenni hans og aðall. Á merkisafmæli Þórhalls orti ég til hans smáljóð sem helgað var hans lífsmunstri sem var okkur báðum svo hugumkært, þar sem þetta var m.a.: Myndir bjartar muna hræra, miklar þakkir viljum færa. Þórhallur Halldórsson ✝ Þórhallur Hall-dórsson fædd- ist 21. október 1918. Hann lést 23. apríl 2015. Þórhall- ur var jarðsunginn 4. maí 2015. Stöðugt erum stolt af þér. Vinartryggð þín öllum ornar, ávallt rækir dyggðir fornar. Heill og sannur halur er. Já, hann var heill og sannur, en hann var líka fjöl- hæfur og hann varð öllum kær sem fengu honum kynnst. Hann var orðheppinn og kryddaði við- ræðurnar með þessari góðlát- legu, en snjöllu kímni sem var honum svo eiginleg. Hann var afar verkfær maður, hvar sem hann kom að verki og kom sér einstaklega vel við alla, skemmtilegur félagi um leið, verklaginn, ötull og ósérhlífinn og ekki má gleyma því að hann var með græna fingur eins og sagt er. Hann var hamingju- hrólfur í einkalífi, átti ljómandi eiginkonu þar sem hún Sigrún var sem bar með sér reisn, dug og elskusemi og veitti honum alúðarfulla umhyggju þegar syrti að í hugarranni hans. Við Hanna sendum henni og börn- um hans öllum okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Kvaddur er höfðingi hollra lífshátta og vænna verka. Þar fór dáðríkur drengskaparmaður. Helgi Seljan. Látinn er öðling- urinn, atorkumað- urinn og Siglfirð- ingurinn hann Ásgeir í Versló, eins og hann var títt nefndur. Hann var þjónustulipur maður af Guðs náð og lagði aldr- ei illt orð til nokkurs manns og nutu margir þess að eiga hann að. Hann hafði gaman af að rækta garðinn sinn, hvort sem það var heima við hús hans eða kartöflugarð sem hann hlúði að með alúð. Enda lúrði í honum dá- lítill bóndi. Hann uppskar eins og hann sáði frá eiginkonu sinni og fjölskyldu sem voru stolt hans og gleði. Til vinnu var hann þjarkur og gekk í hvað sem til féll með trompi. Oft stóð hann á bryggj- unni til að ná í kostlistann þegar skip lögðu að, greip spottann, festi og hoppaði síðan um borð og Ásgeir Björnsson ✝ Ásgeir Björns-son fæddist 22. janúar. Hann lést 24. apríl 2015. Ás- geir VAR jarðsung- inn 4. maí 2015. gaf sér stundum tíma til að fá sér kaffisopa og spjalla. Átti hann marga góða kunningja þar sem sjómenn voru. Þessar fátæklegu línur eru þakklæti okkar til hans Ás- geirs fyrir langa og góða samveru í lífs- ins ólgusjó. Hólssveinabragur Við Hólssveinar erum hraust- leikamenn, hugprúðir djarfir glaðir í senn. Orðin þau fjúka og aurarnir með, ekkert í banka lendir. Tíkall í gær og tólfkall í dag og tökum svo glaðir Hólsmannabrag og hrópum svo snjallt að heyrist um allt húrra, við erum kenndir. (Bjarki Árnason) Samúðarkveðjur til Sigrúnar og fjölskyldunnar allrar, Guð blessi ykkur. Far þú í friði, kæri vinur. Guðmunda og Margrét (Maddý). Vatnar Viðars- son hefur verið fjöl- skyldu minni afar hjartfólginn þau ár sem við höfum feng- ið að njóta vináttu hans og félagsskapar. Vatnar og Brynja voru höfðingjar heim að sækja og aufúsugestir á heimili okkar. Það urðu miklir fagnaðar- fundir í hvert sinn sem við hitt- umst. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Fáir vissu það bókstaf- lega betur en Vatnar eða þekktu betur þetta stórbrotna hótel okkar, jörðina. Þau voru teljandi nánast á fingrum annarrar handar löndin sem hann hafði enn ekki komið til og frásagnir hans af framandi stöð- um voru að sama skapi margar og heillandi. Mörgæsir í tilhugalífinu, sporðdrekar í húsnæðisleit eða suðuramerískir byssubófar. Alltaf átti hann góða sögu í handraðan- um. Vatnar átti einnig til góðlát- lega stríðni. Helga mín, sagði hann eitt sinn við mig með „glimt í øjet“, þegar hann hafði heyrt af ferðum föður míns til Venesúela. Þetta verður allt í lagi, þeir byrja ekki að skjóta á götum úti fyrr en eftir klukkan sjö á kvöldin. Margt skemmtilega danskt mátti finna í fari Vatnars. Hann var „lún“ og notalegur samskipt- um og fékk sér stundum „en lille én“. Helga mín, mikið er þetta „hyggeligt“ hérna hjá ykkur, sagði hann gjarnan með danskri áherslu, þegar við snæddum sam- an hangikjöt á Þorláksmessu, sið- ur sem hélst óslitinn í 20 ár. Í lífsins ferðalagi gátu leiðir Vatnars einnig legið um ótroðnar slóðir. Hann var af íslensku og dönsku bergi brotinn og fluttist hingað til lands frá Danmörku 12 ára gamall þegar foreldrar hans slitu samvistir. Umskiptin hjá dreng sem lýst var sem feimnum og hæglátum voru ugglaust mikil. Nokkru síðar er hann kominn aft- ur til Kaupmannahafnar, í húsa- gerðarlist við Listaháskólann og Vatnar Viðarsson ✝ Vatnar Við-arsson fæddist 4. febrúar 1941. Hann lést 8. apríl 2015. Útförin fór fram 11. maí 2015. varð að námi loknu eftirsóttur arkitekt, langt út fyrir raðir Danaveldis. Andar- unginn varð að svani. Um það leyti sem Vatnar fluttist aftur til Íslands var ég í kringum fermingar- aldurinn. Mér er minnisstætt þegar þau Brynja voru að kynnast. Þau smullu saman í einni af áramótaveislum ömmu Huldu. Gömul og gróin vin- átta tengir fjölskyldur okkar sam- an, sér í lagi foreldra Brynju og móðurfjölskyldu mína. Spanna vinaböndin nú fjóra ættliði að börn- um okkar Ninna meðtöldum. Síðan eru liðin mörg ár, með ótal minningum og ánægjustund- um. Afmæli og veislur. Jólalifrar- kæfa og Þorláksmessuhangikjöt. Spjallað í síma um daginn og veg- inn. Hinstu rök tilverunnar. Fallinn er frá vinur góður. Skarð er fyrir skildi. Við vottum Brynju og öðrum ástvinum Vatnars innilega samúð. Blessuð sé minning Vatnars Viðarssonar. Helga Guðrún Jónasdóttir, Krist- inn R. Sigurbergsson og börn. Kær og náinn vinur, Vatnar Viðarsson arkitekt, lést hinn 28 apríl sl. Mér var nokkuð brugðið þegar sameiginlegur vinur okkar hringdi og tjáði mér látið. Ég átti ekki von á þessu, þótt ég vissi að hann hefði átt við veikindi að stríða um nokkurt árabil. Hann varð 74 ára gamall. Vatnar var vörpulegur á velli og aðsópsmikill og fór það ekki fram hjá neinum þegar hann var nær- staddur. Hann var glaðsinna og naut þess að blanda geði við fólk, og átti auðvelt með það. Hann hafði góða frásagnargáfu og fannst gaman að segja sögur. Þá var líka gjarnan stutt í smitandi hláturinn og hló hann hátt og innilega. Vatnar var stálminnugur og fjölfróður, hann gat rætt um allt milli himins og jarðar. Hann var einnig unnandi sígildrar tónlistar og átti gott safn af vinylplötum og geisladiskum. Hann var áhugamaður um Ástkær systir mín, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Ásgarðsvegi 14, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík föstudaginn 1. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda . Rakel Jóhannesdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. MinningargreinarÁstkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afiog langafi, STEINAR STEINSSON, fv. skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 16. maí. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. maí klukkan 11. . Guðbjörg Jónsdóttir, Þór Steinarsson, Aníta Knútsdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Kristján S. Kristjánsson, Erla Björk Steinarsdóttir, Björn Jakob Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.