Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
Kerlingin er hafsjór af máls-háttum og orðskviðum og
sumt hefur hún bætt á langri ævi,
án þess að hafa orð á því.
Dag einn fyrirtæpum tveim-
ur árum sagði fjórði
viðmælandi hennar
á Strandgötunni að
ríkisstjórnin stefndi
að flutningi Fiski-
stofu til Akureyrar.
„Það flýgur fiski-
sagan,“ sagði kerla að bragði.
Níu mánuðum síðar er hún enn áferð um götuna og vindur sér
að henni ókunnugur og segir að
fiskistofuákvörðun hafi verið
breytt og nú skuli stofnunin flytja
norður í áföngum. „Kannski fer
neðsta hæðin fyrst,“ sagði hann.
„Það lá að,“ sagði kerla, „enn flýg-
ur fiskiflugan“.
Kerla sat heima hjá sér og kann-aði í síðasta sinn hvort Síðasta
lag fyrir fréttir, sem hún heyrði síð-
ast fyrir fáeinum árum, hefði í raun
verið síðasta lag fyrir fréttir og
lenti hún því óviljandi í því að heyra
hádegisfréttir.
Þar sagði að nú hefði verið ákveð-ið að forstjóri Fiskistofu flytti
einn til Akureyrar, en starfsmenn
sem alls ekki vildu flytja mættu ráða
því hvort þeir flyttu eða ekki. Ráð-
herra sagði þessa breyttu ákvörðun
undirstrika óbreytta ákvörðun.
Kerling skildi það svo að þaðþýddi að starfsmenn í Hafn-
arfirði myndu jafnan skjótast norð-
ur og halda árshátíð fiskistofu-
stjóra til samlætis.
’’
„Það flýgur Fiskistofan,“ sagði
kerling, „ég sný ekki til baka
með það“.
Sigurður Ingi
sjávarútvegs-
ráðherra
Síðasta ákvörðun
fyrir réttir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 léttskýjað
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 5 skýjað
Nuuk 5 upplýsingar bárust ekki
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 6 skúrir
Kaupmannahöfn 11 léttskýjað
Stokkhólmur 3 skúrir
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 11 skúrir
Glasgow 8 skúrir
London 17 heiðskírt
París 18 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 12 skúrir
Vín 19 léttskýjað
Moskva 8 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 3 súld
Montreal 21 léttskýjað
New York 25 skýjað
Chicago 23 alskýjað
Orlando 27 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:04 22:46
ÍSAFJÖRÐUR 3:41 23:18
SIGLUFJÖRÐUR 3:23 23:02
DJÚPIVOGUR 3:27 22:22
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Atkvæðagreiðslan er rafræn á Mínum
síðum á vr.is og lýkur kl. 12:00 á hádegi
þriðjudaginn 19. maí.
Við hvetjum alla VR félaga til
að standa saman og taka þátt
í atkvæðagreiðslunni.
Kröfur VR í eins árs samningi
Baldur Sæmundsson, áfangastjóri
matvælagreina við Menntaskólann í
Kópavogi, segir stelpur sækja meira
í bakaraiðn en áður tíðkaðist en í
dag eru þrír nemendur af átta kven-
kyns. Sex nemendur ljúka sveins-
prófi í bakaraiðn á þessu skólaári og
tveir til viðbótar í lok árs.
Sveinsprófið er fjögurra ára nám
þar sem nemendurnir læra bakstur
og kökugerð. Náminu lýkur svo með
prófi þar sem bakað er eftir forskrift
og frammistaða nemendanna dæmd
meðal annars með smökkun.
Baldur segir nemendurna alla
vera á samningi við bakarí en um-
fang greinarinnar sé að aukast,
meðal annars vegna ferðaiðnaðar
enda starfa bakarar gjarnan á hótel-
um. Að sveinsprófi loknu halda svo
margir í meistaranám hérlendis eða
erlendis en meistaranámið tekur
tvær annir. Formleg útskrift nem-
endanna verður í Digraneskirkju
næsta föstudag, 22. maí næstkom-
andi, en þar verða meðal annars
veitt verðlaun fyrir góða náms-
frammistöðu. brynjadogg@mbl.is
Fleiri stelpur sækja nám í bakaraiðn
Bakarar Þessir nemendur á myndinni útskrifast næsta föstudag.
Jón Steinar
Gunnlaugsson,
hæstaréttar-
lögmaður og fyrr-
verandi dómari
við Hæstarétt Ís-
lands, telur úr-
bætur á dóms-
kerfinu meðal
allra brýnustu
verkefna samtím-
ans á Íslandi.
Hann mun miðvikudaginn 20. maí
flytja erindi um Hæstarétt, starfs-
skilyrðin sem rétturinn starfar við
og áhrif þeirra á gæði úrslausna
réttarins.
Í fréttatilkynningu segir að á
fundinum muni hann leitast við að
skýra hvaða vandamál steðja að
réttinum og hvað þurfi að gera til að
bæta þar úr þannig að Hæstiréttur
verði sú stofnun sem hann á að vera
og allir Íslendingar vilja að hann
verði.
Fundurinn er haldinn að frum-
kvæði Jóns Steinars og verður hann
haldinn í sal 101 í Háskólanum í
Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan
17 nk. miðvikudag, eins og áður
sagði, og verður Haukur Örn Birgis-
son hæstaréttarlögmaður fundar-
stjóri fundarins. ash@mbl.is
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Fjallar um
Hæstarétt
Úrbætur meðal
brýnustu verka