Morgunblaðið - 18.05.2015, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
Sæmundur Þorsteinn Einarsson, útgerðarmaður og rafvirkja-meistari, fæddist í Njarðvík og ólst upp í stórum systkinahópi áSunnuhvoli. Foreldrar hans voru Einar Ögmundsson, vélstjóri í
Ytri-Njarðvík, og Sigríður Sesselja Hafliðadóttir. Hann hefur búið í
Njarðvíkunum alla sína tíð.
Sæmundur hefur rekið rafverktakafyrirtæki sitt, Rafbrú sf., í 41 ár
og gerir enn. Hin síðari ár hefur sjómennska togað í hann af miklum
krafti. Hann byrjaði á því að kaupa sér pínulitla trillu 1993 en í dag
rær hann á Báru KE út frá Sandgerði.
Áhugamál Sæmundar eru útivist og samvera með fjölskyldunni.
Hann hefur gengið um Reykjanesið þvert og endilangt og víðar um
landið. Hann unir sér alltaf vel í sumarhúsinu sínu við Arnarhól í
Biskupstungum og nýtur samveru við ættingja þar. Þar eru afabörnin
í miklu uppáhaldi og fastur liður að kveikja upp í eldstæðinu með afa í
Arnarhól, taka lagið, fara í gönguferð, hlusta á sögur og busla í heita
pottinum. Ungur byrjaði hann að lesa Íslendingasögurnar og er haf-
sjór af fróðleik um allt sem tengist þeim og menningu liðinna tíma.
Börn og barnabörn hafa notið þess að fræðast um staðhætti og sögur
sem tengjast þeim víða um land.
Sæmundur giftist Maríu Ögmundsdóttur, f. 8.12. 1948, d. 27.9. 2010,
og eignuðust þau fjögur börn, Ingigerði, Ögmund, Baldur og Sigríði
Sesselju. Barnabörnin eru þrettán og eitt langafabarn.
Sæmundur verður önnum kafinn við sjómennsku allan maímánuð
en ætlar að halda upp á afmælisdaginn með ættingjum og vinum síðar
í sumar.
Rær á Báru KE Sæmundur stundar sjóinn grimmt.
Trillukarl af lífi og sál
Sæmundur Þorsteinn Einarsson er 70 ára
A
xel Pétur fæddist á
Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 18.5. 1965.
„Foreldrar mínir voru
bornir og barnfæddir
Ólafsfirðingar, en þar sem enginn
vegur var þá kominn um Múlann var
mamma send til Akureyrar með
flóabátnum Drangi.“
Axel ólst upp á Ólafsfirði, var í
sveit hjá Jóa og Fjólu í Kálfsárkoti í
Ólafsfirði og Trausta og Sibbu í
Bjarnagili í Fljótum. Hann æfði
gönguskíði og stundaði sjósókn með
móður sinni og bræðrum en sjósókn-
in leiddi til stofnunar
fjölskyldufyrirtækisins, Sæunnar
Axels ehf.
„Á þessum árum var ekkert inter-
net. Strákar höfðu alltaf nóg að
gera. Ég byrjaði að vinna í fiski um
10 ára aldur og ári síðar keyptu for-
Axel Pétur Ásgeirsson framkvæmdastjóri – 50 ára
Fjölskyldan Axel og Auður ásamt börnunum, Eggerti Geir, Sigríði Ölmu, Katli og Sæunni við Dettifoss sl. sumar.
Alvöru sjómaður og
útgerðarmaður 11 ára
Göngugarpar Axel og Auður á Múlakollu í Ólafsfirði. Eyjafjörður í baksýn.
Guðný J. Karlsdóttir og Eyjólfur
Ólafsson áttu 40 ára brúðkaups-
afmæli í gær, 17. maí. Þau eiga
fjögur börn og fimm barnabörn.
Árnað heilla
Brúðkaupsafmæli
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is