Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 11
Heimilið og kirkjan Fjölskyldan samankomin við heimilið á Brunnstíg með Keflavíkurkirkju í baksýn. Frá vinstri eru Helga, séra Erla, Guðríður, Hinrik og Sveinn Ólafur Magnússon eiginmaður Erlu. Erla kláraði svo námið við guðfræðideild Háskóla Íslands og tók kandídatsprófið þaðan. Í fram- haldi óskaði söfnuðurinn eftir því að Erla fengi prestvígslu. Hún hafði þá fundið fyrir aukinni þörf fyrir að opna sig og fá að boða trúna í verki og orði. Nokkru seinna kom kom svo ungur tónlist- armaður úr Keflavíkur í starf org- anista, Arnór Brynjar Vilbergs- son, sem þá hafði starfað á Norðurlandi um skeið og í samein- ingu byggðu prestar og organisti það mikla starf sem nú er í kirkj- unni. Erla segir þau hafa verið mikla vini í gegnum tíðina og kirkjuna hafa verið blessaða af góðu starfsfólki. Eiginmaðurinn stendur vaktina öllum stundum Eftir að ljóst var að Erla myndi gegna stöðu sóknarprests í Keflavík óskaði hún eftir styrk og Guðsblessun enda veit hún að starfinu fylgir meiri verkstjórn, ábyrgð og utanumhald en í starfi æskulýðsfulltrúa og prests. Hún veit líka að enn meira á eftir að mæða á eiginmanninum og tekur skýrt fram að hún gæti ekki sinnt þessu ábyrgðarmikla starfi sem ekki er unnið við stimpilklukku með þrjú ung börn á heimilinu án góðs maka. „Ég er oft spurð að því hvort þetta sé ekki álags- og erfiðisvinna og hvernig maður geti verið svona mikið í erfiðum málum og sorginni, sem oft ber brátt að. Ég hugsa alltaf um eiginmanninn sem stendur vaktina og gerir mér það kleift að sinna þessu starfi og að ég geti verið til staðar fyrir fólkið mitt. Það er hringt öllum tíma sólarhringsins og við erum alltaf á vakt.“ Erla segir það ekki erfitt að vinna með fólki í sorg- inni, í þeirri vinnu felist mikill lærdómur og hún sé meyr. Erf- iðara sé samviskubitið, að hún sé ekki að gera nógu mikið og vel í vinnunni og ekki nógu mikið og vel heimafyrir. „Við prestar vinnum á kvöldin og um helgar og alla rauðu dagana og heima eru þrjú börn, 3 og 4 ára og á 13. ári. Þau spyrja gjarnan, þarftu aftur að fara? En ég er heppin að eiga húslegan mann sem gengur í öll verk heimafyrir. Hann veit líka að oft þarf ég andlegt rými, starfið tekur á.“ Heimilið er steinsnar frá kirkjunni og oftar en ekki horfa börnin á eftir mömmu sinni yfir í kirkjuna eða utan við kirkjuna í líkfylgd. Turnklukkan gegnir hlut- verki eldhúsklukku og ómur kirkjuklukkunnar í gleði og sorg- um berst um allt húsið. Lestur góð hugleiðsla Erla segir að það sem geri fjölskyldulíf þeirra gott sé að þau hjónin lifi fyrir börnin og að allar frístundir séu helgaðar fjölskyld- unni. Þau vinni að því öllum árum að skapa börnunum góðar minn- ingar með skemmtilegum hefðum á borð við húslestra. „Heimilið er mjög mikill lestur og það er lest- ur, bænir og söngur á hverju kvöldi. Húslestur er einu sinni í viku. Þá er slökkt á sjónvarpi og allir sitja og hlusta á lestur. Mamman er að alltaf að reyna að koma á hefðum sem flestar hafa lifað. Bókalestur hefur alltaf verið mjög mikilvægur hjá mér og hann er líka góð hugleiðsla, maður fer í annan heim. Hann eigum við öll saman en okkur finnst líka gaman að fara saman í leikhús, sund og út að hjóla. Þessar dýrmætu hefð- ir er eitt að því marga sem vinnan hefur gefið mér, þegar fólkið er að rifja upp góðu stundirnar og hvað hefur skipt það máli.“ Hefði hún tíma fyrir sjálfa sig sagði Erla tvennt standa upp úr, að labba ein og eiga bænina og sitja í uppáhaldsstólnum sínum á heimilinu og lesa lífsstílsblaðið Bo- lig, sem Erla kynntist á náms- árunum í Kaupmannahöfn. „Marg- ir sem keyra framhjá mér hugsa örugglega að það sé eitthvað að þessari konu, sem tali við sjálfa sig. Ég fer með bænir upphátt, jafnvel þegar ég er undir stýri, en gangan, ferska loftið og bænin finnst mér best og þannig næri ég mig.“ Erla sagði fólk kannski ekki skilja hvernig bænin virkaði fyrr en það færi að nota hana. Hún væri mikið máttartæki. „Mínar gæðastundir eru þegar allir eru sofnaðir og ég er ein í stólnum mínum í stofunni og er að skoða Bolig-blöð. Ég elska það. Ég hef ofsalega mikinn áhuga á hönnun og öllu þessu smá og stóra í hönn- un. Ég hef lengi átt þennan áhuga og ég er alltaf að breyta og hef gert alveg frá því að ég var barn. Ég gleymi mér í þessu og það var yndislegt að vera í guðfræði í Kaupmannahöfn, alveg við Strikið og geta notað frímínúturnar í að fara í búðirnar í kring og skoðað fallega muni. Ég var auðvitað fá- tækur námsmaður og gat lítið keypt en ég hjólaði um og bar út Jyllands-posten og eiginmaðurinn vann við að setja ávexti í körfu fyrir fyrirtæki svo ég gæti keypt einhverja stóla og ljós, sem síðar fylgdu okkur til Íslands.“ „Ég er oft spurð að því hvort þetta sé ekki álags- og erfiðisvinna og hvernig maður geti verið svona mikið í erf- iðum málum og sorginni sem oft ber brátt að.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Söngleikurinn Líf og friður var frumsýndur í Kirkjulundi í Keflavíkur- kirkju á uppstigningardag. Í söngleiknum er unnið út frá biblíusögunni um Örkina hana Nóa og bregða börnin sér í hlutverk dýranna í örkinni. Þau reyna að grafast fyrir um orsök flóðsins og rifja upp liðnar stundir sem eru misferskar í minni dýranna. Rigningin er orðin þreytandi og þau vilja komast úr örkinni. Að sögn Erlu er fallegur boðskapur í sög- unni sem vel kemst til skila í túlkun barnanna. Öll eru þau á grunn- skólaaldri og hafa verið við æfingar undir stjórn Írisar Drafnar Halldórs- dóttur og Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur undanfarna þrjá mánuði. Uppfærslan er liður í 100 ára afmælishátíð kirkjunnar. Höfundur verks- ins er Per Harling en þýðingu gerði sr. Jón Ragnarsson. Um tónlistar- stjórn sér Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju. Líf og friður verður sýnt í kvöld kl. 19:00 í Kirkjulundi, einnig 20. maí kl. 19:00. Þetta eru síðustu sýningar. Líf og friður Í söngleiknum bregða börnin sér í hlutverk dýranna í örkinni hans Nóa og reyna að grafast fyrir um það sem olli flóðinu mikla. UPPFÆRSLA Á 100 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ KIRKJUNNAR Líf og friður Breskar konur virðast takaþví misvel að blístrað sé áeftir þeim. Sama á efalítið við um kynsystur þeirra víðast hvar. Flestum finnst athæfið að vísu ekki þurfa að koma til kasta lögreglunnar, þótt einni af hverjum fimm konum þætti það móðgandi og um leið kynferðisleg áreitni. Sú er a.m.k. niðurstaða könnunar sem The Sunday Times lét gera í kjölfar heitra umræðna sem Poppy Smart, 23 ára verkefnastjóri hjá markaðs- fyrirtæki, kom nýverið af stað. Smart hafði kvartaði við lögregl- una um að byggingarverkamenn áreittu hana á leiðinni í vinnuna, blístruðu á eftir henni og störðu á hana auk þess sem einn mannanna gekk eitt sinn af ásetningi í veg fyr- ir hana. Smart kvaðst vilja koma mönnunum í skilning um að athæfið væri móðgandi. Á könnu vinnuveitenda Samkvæmt könnun YouGov á viðhorfi tæplega tvö þúsund full- orðinna kvenna og karla til þessara mála kom í ljós að 62% kvennanna og 58% karlanna fannst óviðeigandi að lögreglan hefði afskipti af blístr- urunum. Engu að síður var tæpur helmingur þátttakenda á því að ekki væri viðunandi að karlar blístruðu á eftir konum. Ein af hverjum þremur konum var þeirrar skoðunar að það væri hrós að karl- ar blístruðu á eftir þeim. Einn karl af hverjum fimm og ein kona af hverjum tíu viðurkenndu að hafa blístrað á eftir einhverjum af gagn- stæðu kyni. Lögreglan tók kvörtun Poppy Smart til skoðunar, en komst að þeirri niðurstöðu að málið væri á könnu vinnuveitenda byggingar- verkamannanna. Samskipti kynjanna Getty Images Hrós? Ein af hverjum þremur kon- um leit á blístrið sem hrós. Blístrið kært ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS –Þekking og þjónusta í 20 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.