Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
Bodrum&
Marmaris
Bókaðu sól á
SÉRTILBO
Ð
&allt að 20.000 kr.
bókunara
fsláttur á
mann
Valdar dag
setningar,
valin hótel
.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Ef undanþágunefnd Dýralækna-
félags Íslands hafnar undanþágu-
beiðni Síldar og fisks á fundi nefnd-
arinnar í dag verður hafist handa við
að aflífa hundruð grísa í kvöld eða á
morgun og afurðunum verður hent,
um 100 þúsund
máltíðum. Þetta
segir Gunnar Þór
Gíslason, fram-
kvæmdastjóri
Síldar og fisks, en
fyrirtækið hefur
sótt um undan-
þágu fyrir slátrun
á 120 til 150 grís-
um á morgun.
Gunnar segir
ástandið mjög
slæmt á svínabúinu, um 500 grísir
eru tilbúnir til slátrunar, og því verði
ekki beðið lengur en til morguns að
hefja slátrun. Hvort fyrirtækið fær
heimild til slátrunar veltur á undan-
þágunefnd Dýralæknafélags Ís-
lands, þar sem dýralæknir frá Mat-
vælastofnun þarf að vera viðstaddur
slátrunina.
Fjöldadráp á svínabúinu
Dýralæknafélag Íslands hefur
verið í verkfalli frá 20. apríl sl. og
engum svínabónda verið heimilt að
slátra síðan þá nema að yfirlýsing
fylgi um að kjötið fari ekki á markað.
Fulltrúi Dýralæknafélagsins í und-
anþágunefndinni hefur gert það að
skilyrði fyrir undanþáguveitingum
að slík yfirlýsing fylgi undanþágu-
beiðnum. Fjölmargir svínabændur
hafa gengið að skilmálum undan-
þágunefndarinnar, skilað slíkri yfir-
lýsingu og fengið undanþáguheimild
til slátrunar. Hins vegar hafa for-
svarsmenn Síldar og fisks ekki verið
tilbúnir að skila slíkri yfirlýsingu og
segja það rangt af dýralæknum að
skilyrða dýravelferð kjarabaráttu
dýralækna.
„Við erum búnir að senda undan-
þágubeiðnir til Matvælastofnunar en
höfum alltaf fengið höfnun. Núna er
svínabúið búið að springa af grísum
og ef við fáum ekki samþykkta und-
anþágu á fundinum í dag þurfum við
að fara í fjöldadráp á búinu,“ segir
hann og bætir við að því sé það ekki
rétt sem dýralæknar sögðu í opnu
bréfi á miðvikudaginn, að þeir gerðu
ekki kröfu um að kjöti yrði haldið frá
markaði. Hann kallar opið bréf dýra-
lækna almannatengsla „stunt“ og
segist ekki bjartsýnn á að undan-
þágubeiðnin verði samþykkt.
Stuðla að illri meðferð á dýrum
„Það er skrítið að þeir vilji stuðla
að illri meðferð. Þetta þrengir á dýr-
unum og er sóun á mat. Við þurfum
að henda 100 þúsund máltíðum í vik-
unni,“ segir Gunnar en nú er unnið
að því hvernig staðið skuli að aflífun
grísanna ef til þess kemur.
„Það er eitt að aflífa eitt og eitt
sjúkt svín. En að taka mörg hundruð
fullvaxna heilbrigða grísi og aflífa á
búunum er meira en að segja það.
Við erum búnir að senda beiðni til
Matvælastofnunar um hvernig skuli
staðið að þessu en þeir sendu bara
tilvísanir í reglugerðir um hvernig
eigi að aflífa sjúk og veikburða dýr,“
segir Gunnar og bendir á að staðan
sé allt önnur og því eigi reglugerðir
um aflífun sjúkra svína ekki við.
„Þetta er mikill fjöldi. Stór hópur af
fullvaxta grísum og það er ekkert
einfalt mál að aflífa þann fjölda,“
segir hann en finna þarf lausn á því
ekki seinna en í dag ef undanþágu-
beiðninni verður hafnað. „Við förum
í það síðar í dag eða í fyrramálið að
aflífa. Ef við finnum lausn á þessu.“
Sigríður Gísladóttir, dýralæknir
og í stjórn Dýralæknafélags Íslands,
segir dýravelferð ekki ógnað þó svo
að dýrin séu ekki heilbrigðisskoðuð
fyrir aflífun.
„Í raun og veru finnst okkur þetta
vera sérstakt og blekkingar af þeirra
hálfu, að þeirra dýravelferðarvanda-
mál séu eingöngu út af þessu verk-
falli,“ segir hún og bendir á að slátr-
un sé heimil gegn yfirlýsingunni.
Engin yfirlýsing, engin slátrun
„Síld og fiskur hefur farið fram af
hörku í þessu máli. Mér skilst að þeir
séu ekki félagar að Svínaræktar-
félaginu og voru eina fyrirtækið sem
var ekki í þessu samkomulagi,“ segir
hún og það sé því hluti ástæðunnar
fyrir því að þeir fari fram með þess-
um hætti, og telji sig geta það.
„Það er alveg skýrt að það sem er
lögmætt í þessu öllu saman er að við
höfum verkfallsrétt. Það eru aðrar
starfsgreinar sem fara í verkfall sem
hefur einnig áhrif á slátrun, t.d. bíl-
stjórar og starfsmenn sláturhúsa.
Það að segja að við séum að svíkja
eitthvað sem við höfðum lofað varð-
andi dýravelferð er út í hött,“ segir
Sigríður en hún gerir ráð fyrir því að
undanþágubeiðni Síldar og fisks
verði hafnað ef yfirlýsing fylgir ekki
með beiðninni.
„Ef ekki er nein yfirlýsing frá
þeim um að þeir ætli að halda vör-
unni af markaði þá tel ég að svo sé,“
segir hún en bætir við að það geti
verið litið öðru vísi á undanþágu-
beiðnirnar í dag, en það stjórnist af
viðræðunum við ríkið.
„Eftir samningafundinn á föstu-
dag þá kom ákveðið bakslag sem við
vonum að hafi verið tímabundið og
að samninganefnd ríkisins sýni
áframhaldandi vilja. Það gefur
kannski tilefni til einhvers konar til-
slökunar,“ segir Sigríður.
Hafa reynt að takmarka skaða
Hún segir erfitt fyrir opinbera
starfsmenn að verkföll bitni á þriðja
aðila, en segir það þó nokkra einföld-
un að kalla bændur óháða þriðja að-
ila. „Bændur semja í sínum samn-
ingum um eftirlitsgjöld sem þeir
greiða fyrir slátrun og annað. Þeir
eru hluti af öllu þessu batteríi, við er-
um öll þátttakendur í virðiskeðju
landbúnaðarins og hangir þetta allt
saman. Því miður tapa þeir á verk-
fallinu en við höfum gert það sem við
teljum okkur geta í verkfallinu til að
takmarka og minnka skaðann sem
bændur verða fyrir,“ segir hún og
bætir við að dýralæknar hefðu getað
stöðvað alla slátrun með þeim afleið-
ingum að bændur töpuðu öllum af-
urðum sínum, en með undanþágu-
veitingum með skilyrðum hafi verið
komið í veg fyrir algjört tap.
100 þúsund svínakjöts-
máltíðum fargað?
Ef undanþágubeiðni Síldar og fisks verður hafnað í dag þarf að aflífa fjölda grísa
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Dýravelferð Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks, segir fyrirtækið ekki tilbúið að skila yfirlýs-
ingu til undanþágunefndar DÍ um að svínakjöti verði haldið frá markaði til þess að fá undanþágu til slátrunar.
Gunnar Þór
Gíslason
Í Garðalandi Bauhaus er heldur
tómlegt um að litast nú um stundir
en sökum verkfalls Matís þá fær
byggingarrisinn ekki sendingar frá
Danmörku.
„Meðan Matís er í verkfalli er inn-
flutningur stopp. Birgirinn okkar,
Gasa frá Danmörku, vill ekki senda
okkur blóm því þau drepast í toll-
inum,“ segir Ásgeir Bachmann,
framkvæmdastjóri Bauhaus. Plönt-
urnar geta geymst í einhvern tíma í
þar til gerðum gámum en í staðinn
fyrir að láta plönturnar bíða hér á
landi hefur Gasa stöðvað innflutn-
ing.
Meira úrval með þeim dönsku
Garðaland, þar sem er yfirleitt
blómlegt um að litast, flaggar nú ís-
lenskri framleiðslu og er úrvalið
mikið. „Blóm sem við erum að selja
eru ræktuð fram í tímann. Eimskip
hefur heldur ekki verið að afgreiða
úr tolli á verkfallsdögum þannig að
verkfallið snertir okkur.“
Ásgeir segir að Bauhaus einbeiti
sér meira að inniblómum en íslensku
birgjarnir, sem fyrirtækið er að
kaupa af, einbeiti sér að mestu að
þeim sem geta verið úti.
„Við höfum haft meira úrval með
blómum frá Danmörku en maður
getur lengi á sig blómum bætt,“ seg-
ir Ásgeir og hlær þótt staðan sé
slæm.
Bauhaus hefur einnig verið að
bjóða upp á mold og áburð en Matís
þarf að samþykkja allt sem kemur
erlendis frá. Þrátt fyrir þessa stöðu
segir Ásgeir að Bauhaus gangi eins
og blómi í eggi, jafnvel þótt erlendu
blómin vanti í hillur búðarinnar.
benedikt@mbl.is
Blóm og
kransar
afþakkaðir
Bauhaus fær
ekki erlend blóm
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eplablóm Hver blómklasi þarf um
80 lauf til að þroska stórt epli.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra hafnar því að hann hafi beðið
velferðarráðherra um að draga
frumvarp um stofnframlög vegna
stuðnings við félagslegt húsnæði til
baka af efnislegum ástæðum. Röng
mynd hafi verið dregin upp af
stöðu málsins og samskiptum ráðu-
neytanna, en haft var eftir Eygló
Harðardóttur í hádegisfréttum
Bylgjunnar á laugardag að
fjármálaráðuneytið hefði beðið
hana um að draga frumvarpið til
baka.
„Það hefur engin efnisleg at-
hugasemd verið gerð af hálfu fjár-
málaráðuneytisins við frumvarpið.
Það er rangt að ég vilji að félags-
málaráðherra afturkalli málið af
einhverjum efnislegum ástæðum.
Það er einfaldlega ekki unnið að
kostnaðarmati vegna máls sem er
ennþá í mótun. Það er ekki þannig
að hægt sé að hafa kostnaðarmat
bara í handraðanum á meðan verið
er að athuga hvort leggja eigi mál-
ið fram í einhverri annarri mynd,“
sagði Bjarni og bætir við að þá sé
verklagsregla að farið sé fram á að
ráðherrann afturkalli málið og
leggi það fram að nýju þegar það
hefur verið fullunnið í kostnaðar-
mat.
Frumvarp Eyglóar gæti breyst
Frumvarp Eyglóar Harðardóttur
velferðarráðherra er ennþá í mótun
en í tilkynningu sem velferðarráð-
herra sendi frá sér kemur fram að
ekki sé hægt að segja fyrir hvort
breytingar verði gerðar á frum-
varpinu en það muni skýrast á
næstunni. Reynslan kenni að fram-
farir í félagslega húsnæðiskerfinu
verði ekki án aðkomu verkalýðs-
hreyfingar. Þá sér Eygló frumvarp-
ið sem leið til að greiða fyrir kjara-
samningum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að velferðarráðherra og
verkalýðshreyfingin hafi átt „ágæt-
is samtal um húsnæðiskerfið“. Gylfi
segir ótímabært að gefa upp af-
stöðu til frumvarpsins. „Ég lít svo á
að stjórnvöld hafi skyldur við
tekjulægsta hópinn á húsnæðis-
markaði, ekki bara tekjuhæsta. Við
teljum að þetta sé aðgerð sem þurfi
að fara í tiltölulega óháð kjara-
samningum.“ isb@mbl.is
Bað Eygló ekki um að
draga frumvarpið til baka
„Ekki unnið að kostnaðarmati vegna máls enn í mótun “