Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 32

Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 32
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Elskar hann enn 24 árum eftir … 2. Lét reiðina bitna á spelkunum 3. Reyndi að taka af honum símann 4. Afar mikilvægt að öskra ekki »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Sumarmölin fer fram í þriðja sinn á Drangsnesi 13. júní. Á hátíðinni í ár koma fram Sóley, Retro Stefson, Tilbury, Ylja, Borko, Kveld-Úlfur og Berndsen. Sextán ára aldurstakmark er á tónleika en yngri tónleikagestir eru velkomnir í fylgd með fullorðnum. FM Belfast DJar halda upp stuði fyrir dansþyrsta tón- leikagesti á Malarkaffi eftir tónleika. Forsala aðgöngumiða á tix.is. Ókeyp- is er fyrir 12 ára og yngri. Morgunblaðið/Eggert Sumarmölin 2015 á Drangsnesi í júní  Á þessu ári eru 70 ár frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar og af því tilefni verð- ur Sögu- og tón- listardagskrá frá stríðstíma í Hann- esarholti í Reykja- vík 19., 21. og 24. maí. Fram koma Guðrún Ásmundsdóttir sögumaður, Alexandra Chernyshova sópransöngkona, Ásgeir Páll Ágústs- on baritónsöngvari og Kjartan Valde- marsson píanóleikari. „Og þá kom stríðið …“  Dagur Sig og Blúsband ætla að telja í nokkra vel valda blúsa mið- vikudagskvöldið 20. maí nk. á Rósen- berg. Að þessu sinni var ákveðið að fá Thelmu Byrd til liðs við bandið sem gesta- söngkonu og Daða Birg- isson til að leika með á hljómborð. Húsið verður opn- að á slaginu kl. 21. Dagur Sig og Blús- band á Rósenberg Á þriðjudag Hægt vaxandi sunnanátt, 8-13 m/s undir kvöld og rigning, en hægari vindur og léttir til á Norður- og Austurlandi. Á miðvikudag Sunnan 5-10 m/s, rigning og hiti 4 til 9 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti að 12 stigum þar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 og bjartviðri vestantil á land- inu, en dálítil væta af og til annars staðar. Hiti 4 til 10 stig. VEÐUR Nýliðar Leiknis R. gerðu Ís- landsmeisturum Stjörn- unnar heldur betur skrá- veifu í 3. umferð Pepsi- deildar karla í knattspyrnu í gær en liðin gerðu 1:1- jafntefli á gervigrasinu í Garðabæ. Keflavík og Breiðablik gerðu 1:1- jafntefli, sem og ÍA og Vík- ingur R., Fylkir vann ÍBV 3:0 og KR vann sinn fyrsta sigur í sumar, gegn Fjölni í Vest- urbænum. »4, 6, 7, 8 Nýliðarnir með stig úr Garðabæ Fyrsta tap FH kom gegn Ólafi Jóhannessyni „Maður er búinn að vera í vissum þægindaramma undanfarin sjö ár, meira á bak við tjöldin, þannig að það er ákveðin áskorun að stíga núna fram aftur sem aðalþjálfari. Það var kannski kominn tími til þess núna,“ sagði Pétur Pétursson, nýráðinn að- alþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Fram, meðal annars við Morgunblaðið í gær. »1 Áskorun að stíga aftur fram sem aðalþjálfari ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helgi Sæmundsson vélaverkfræð- ingur var á Íslandi á dögunum og kynnti þá nýja bók eftir sig í Ey- mundsson á Skólavörðustíg, en fór aftur heim til Stuttgart í Þýskalandi um liðna helgi. „Ég þurfti að fara með bílinn í skoðun eftir að hafa ver- ið með hann á verkstæði und- anfarnar vikur,“ sagði hann þegar Morgunblaðið náði í hann, „og svo er ég að leita mér að nýrri íbúð því þessi er of dýr“. Bókin Spiel und Requisit fjallar um Grikkjann Sotirios Michou, grískan myndlistarmann og listfræðiprófessor, sem starfaði við Listaháskólann í Stuttgart í um 30 ár en féll frá 2010. Þeir Helgi voru sambýlismenn í um fjóra áratugi. Bókin er 414 blaðsíður, ríkulega myndskreytt og í stóru broti. Greint er frá starfi Grikkjans og listaferli og birt ummæli frá samferðamönn- um. Sotirios Michou var í sambandi við Íslendinga vegna starfsins, kom þrisvar til Íslands og var með sýn- ingar í Reykjavík, meðal annars gjörning, sem var þá nýlunda á Ís- landi. Hélt fyrstu þorrablótin Helgi varð með fyrstu Íslend- ingum til þess að setjast á skólabekk í Karlsruhe. „Þegar ég byrjaði í verkfræðinni voru 23 Íslendingar við nám í Karlsruhe en árið áður höfðu tveir menn hafið þar nám, fyrstir Ís- lendinga,“ segir hann. Bætir við að nokkrir þeirra hafi síðan haft sam- band sín á milli alla tíð auk þess sem hann hafi verið íslenskum stúd- entum ytra innan handar í áratugi. 1991 var sýning í Landsbókasafni Württemberg í Stuttgart, þar sem sýndar voru þýðingar af öllum ís- lenskum bókum, sem þýddar höfðu verið á þýsku. Gefin voru út hefti um þessar bókmenntir, höfunda og fleira og skrifaði Helgi stóran hluta efnisins. Helgi var í lykilhlutverki í fé- lagslífi Íslendinga. „Ég hélt fyrstu þrjú þorrablótin í Karlsruhe heima hjá mér en eftir það voru þau haldin á stórum veitingastöðum, enda nutu þau mikilla vinsælda og Íslendingar komu víða að,“ segir hann. Bætir við að hljómsveitir hafi verið fengnar frá Íslandi sem og maturinn. „Stundum voru erfiðleikar með toll- inn og eftirlitið með innflutninginn enda ýmsar matartegundir sem Ís- lendingar elska bannaðar í Evrópu, en alltaf gekk þetta,“ segir hann. „Stundum eftir að íslenski sendi- herrann í Bonn þurfti að setjast upp í bíl, keyra að landamærum Lúx- emborgar og tala við tollverðina.“ Bókin margra ára vinna  Tenging Íslands við Grikkland og Þýskaland Morgunblaðið/Golli Vélaverkfræðingurinn Helgi Sæmundsson kynnti bókina í bókaverslun Eymundsson við Skólavörðustíg. Helgi Sæmundsson er 82 ára véla- verkfræðingur á eftirlaunum og hef- ur búið í Þýskalandi í rúm 60 ár. Hann tók stúdentspróf frá Versl- unarskóla Íslands 1952, lærði véla- verkfræði í Karlsruhe í Þýskalandi og að loknu doktorsprófi starfaði hann hjá verksmiðju í kælitækni í Stuttgart. Á tímabili var hann for- seti þýskra nefnda sem sömdu staðla fyrir kælitæki, t.d. söluborð fyrir verslanir. Síðan var hann yfir 30 ár yfirverkfræðingur í efnaverk- smiðju BASF í Stuttgart, þar til hann fór á eftirlaun. Sotirios Michou var byrjaður á bókinni Spiel und Requisit en að honum látum vann Helgi við verkið í fjögur ár. Vin- ur þeirra, grafískur hönnuður, valdi myndir og sá um umbrotið. Bókin kom samtímis út á þýsku og grísku með ýtarlegri samantekt á ensku og sá grískt forlag um útgáfuna. Hún hefur verið kynnt í Þýskalandi og Grikklandi og fæst hjá bókaverslun Eymundsson í Reykjavík. Sérfræðingur í Stuttgart HELGI SÆMUNDSSON VÉLAVERKFRÆÐINGUR Ólafi Jóhannessyni, fyrrverandi þjálf- ara FH og núverandi þjálfara Vals, tókst að stöðva Atla Guðnason og samherja hans í FH-liðinu í gær. 3. umferð Pepsi-deildar karla var þá leikin og FH tapaði sínum fyrsta leik í sumar fyrir Val, 2:0. Öll lið í deildinni hafa nú tapað stigum en ríkjandi meistarar Stjörnunnar gerðu aðeins jafntefli gegn Leikni í Garðabænum. »2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.