Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 15

Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Lögreglumaður á vegum Evrópu- sambandsins er meðal þeirra sem létust í sjálfsvígsárás skammt frá alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í gærmorgun. Talibanar lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum með tölvupósti sem sendur var á fjölmiðla í kjölfar árásarinnar. Árásinni beint að EUPOL Þrír létust og að minnsta kosti átján særðust, þar af átta konur og þrjú börn, þegar talibani sprengdi upp bifreið sína þegar hann mætti erlendri bílalest skammt frá inn- gangi alþjóðaflugvallarins í Kabúl. Árásinni var beint að tveimur lög- reglubifreiðum á vegum Evrópu- sambandsins en auk bresks ríkis- borgara, sem var staddur í annarri bifreiðinni, létust tvær afganskar unglingsstúlkur sem áttu leið hjá. Að sögn sjónarvotta var sprenging- in mjög öflug og byrgði mikill reyk- ur þeim sýn sem leituðu særðra í rústunum. „Það eina sem við vitum á þessari stundu er að tvö ökutæki EUPOL voru þarna þegar árásin var gerð. Einn lést í annarri bifreiðinni en hann er útlendingur sem starfaði á vegum EUPOL,“ sagði Aziz Ba- sam, talsmaður sendinefndar lög- reglu Evrópusambandsins í Afgan- istan (EUPOL), eftir árásina í gær. Fjórtán létust í síðustu viku Sjálfsmorðsárásin kemur í kjöl- far annarrar árásar talibana en í síðustu viku létust fjórtán manns þegar vopnaðir meðlimir samtak- anna réðust inn á gistiheimili í Ka- búl. Margir þeirra sem létust í árásinni voru útlendingar sem störfuðu í Afganistan en fólkið var meðal gesta á tónleikum á Serena- hótelinu. Umsátrið um hótelið hófst um áttaleytið á miðvikudagskvöldið og lauk ekki fyrr en fimm tímum síðar. Fjórir Indverjar, tveir Pakistan- ar, einn Bandaríkjamaður, Ítali og bresk-afganskur ríkisborgari voru meðal þeirra sem létust í árásinni en aðeins tvær vikur eru síðan reynt var að efna til samningavið- ræðna á milli talibana og samninga- aðila á vegum afgönsku ríkisstjórn- arinnar. Í stríði við ríkið og NATO Talibanar komu fyrst fram á sjónarsviðið þegar Sovétríkin drógu hersveitir sínar frá Afganist- an og hefur hreyfingin barist um völd þar í landi frá því árið 1994. Hreyfingin er súnní-íslömsk og pastúnsk þjóðernishreyfing sem ríkti yfir stærstum hluta Afganist- ans frá 1996 til 2001, allt þar til inn- rásarher, sem leiddur var af banda- ríska hernum, hrakti hana frá völdum. Hreyfingin á nú aðallega í skæruhernaði við ríkisstjórn Afg- anistans og herlið NATO. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði á Twitter í kjölfar árásarinnar á hótelið að allir út- lendingar frá þeim ríkjum sem áttu aðild að innrásinni í Afganistan á sínum tíma væru álitnir innrásar- menn. Talibanar vilja koma á ströngum sjaría-lögum í Afganistan en meðal þess sem hreyfingin stendur fyrir er að banna sjón- varpsáhorf og tónlist auk þess sem stúlkum, sem náð hafa tíu ára aldri, er bannað að sækja sér menntun. Þá eru opinberar aftökur víðast hvar við lýði þar sem talibanar eru við völd. Þrír létust í sjálfsmorðsárás talibana  Annarri hryðjuverkaárás talibana í Kabúl á innan við viku beint að EUPOL AFP Árásir Þrír féllu í sjálfsmorðsárásinni í gærmorgun, tvær afganskar unglingsstúlkur og breskur ríkisborgari sem var á vegum EUPOL í Afganistan. Alls hafa sautján látið lífið í árásum talibana í Kabúl frá því í síðustu viku. Hersveitir sýrlenska stjórnarhers- ins hröktu í gær vígamenn hryðju- verkasamtakanna Ríki íslams frá rústum hinnar fornu borgar Pal- myra í Sýrlandi. Samtökin hafa til þessa eyðilagt nokkra staði þar sem merkar fornminjar hefur verið að finna og var óttast að Palmyra yrði næst í röðinni. Fjórir leiðtogar féllu í loftárás Hátt í þrjú hundruð manns hafa látist frá því að meðlimir Ríkis ísl- ams hófu að sækja að Palmyra á miðvikudaginn í síðustu viku. Sam- kvæmt BBC voru þar af fimmtíu og sjö óbreyttir borgarar sem voru margir hverjir teknir af lífi af Ríki íslams. Fram kemur í frétt AFP að vígamenn Ríkis íslams hafi verið komnir að Palmyra, sem er á heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna, þegar þeir voru hraktir frá þeim. Haft er eftir fulltrúa sýrlenskra stjórnvalda að rústirnar hafi ekki orðið fyrir skemmdum, hins vegar væri enn full ástæða til þess að ótt- ast um þær. Þá segir í fréttinni að stjórnarherinn hefði náð á sitt vald að nýju norðurhluta bæjarins Tad- mur sem vígamennirnir tóku yfir í fyrradag en bærinn er við hlið Pal- myra. Þá féllu að minnsta kosti þrjátíu og tveir liðsmenn Íslamska ríkisins, þar á meðal fjórir leiðtogar samtak- anna, í loftárás sérsveita Banda- ríkjahers í gær. Ráðist var til atlögu á búðir Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands, samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum sem fylgjast með stöðu mála í Sýrlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher féll meðal annars Túnisbúi sem hefur stýrt sölu sam- takanna á olíu og gasi á svörtum markaði til þess að fjármagna starf- semi Ríkis íslams. Fornminjarnar í Pal- myra eru óhultar í bili  Sýrlenski herinn hrakti meðlimi Ríkis íslams frá Palmyra AFP Palmyra Mjög er óttast um fornminjarnar sem eru á heimsminjaskrá SÞ. Norðmenn héldu í gær upp á þjóðhátíðardag sinn með því að flykkjast út undir beran himin og marsera um götur og stræti eins og sjá má á mynd- inni hér að ofan frá Osló. 17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandsslita á milli Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs. Þjóðhátíðardagur Norðmanna haldinn hátíðlegur AFP Marserað um götur Osló

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.