Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 17

Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Þvottagleði Á laugardag bauð Toyota upp á árlegan frían bílaþvott í Kauptúni fyrir eigendur Toyota-bifreiða og fjölmenntu þeir með bíla sína sem voru pússaðir og fægðir í veðurblíðunni. Eggert Tollar hækka vöruverð til neyt- enda og fyrirtækja. Tollar skekkja verð- myndun í hagkerf- inu, stuðla að röng- um fjárfestingum og rýra hagvöxt. Tollar lækka ráðstöfunar- tekjur launþega. Tollar flytja hagnað af verslun úr landi og draga úr vöruúr- vali neytenda. Tollar auka viðskiptakostn- að atvinnulífsins. Tollar veikja útflutn- ingsgreinar. Það eru engin efnahagsleg eða pólitísk rök fyrir því að leggja tolla á vörur, önnur en að gæta sérhagsmuna afar fárra fyrirtækja og einstaklinga á kostnað atvinnulífs- ins og alls þorra launþega. Tekjur ríkisins af tollum og aðflutn- ingsgjöldum, skv. fjárlögum 2015, eru áætl- aðir 5,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,8% af heildartekjum ríkissjóðs. Væru allar vörur settar í 0% tollflokk og allir magntollar lagðir af, myndu tekjur ríkissjóðs minnka óverulega, en á móti myndi ríkið spara kostn- að við tollheimtu, aðrir skattstofnar myndu styrkjast og kaupmáttur allra landsmanna eflast. Ríkisstjórnin ætti að stefna að afnámi alla tolla á innflutning frá og með 1. janúar 2016. Það mun kosta lítið, en styrkja efnahag og bæta lífskjör í landinu. Afnemum tolla Eftir Erlend Magnússon » Væru allar vörur sett- ar í 0% toll- flokk og allir magntollar lagðir af, myndu tekjur ríkissjóðs minnka óveru- lega. Erlendur Magnússon Höfundur á sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Fólk úr öllum stéttum sam- félagsins getur brotið af sér og hlotið fangelsisdóm eins og dæmin sanna. En sumir eru lík- legri en aðrir til að ganga gegn grundvallarlögum samfélagsins og komast í flokk brotamanna. Þar koma iðulega við sögu fé- lagslegar aðstæður sem rót ógæfunnar. Margir brotamanna hafa búið við lakari kjör en aðr- ir – uppeldi verið slakt og að- búnaður í sumum tilvikum hörmulegur. Koma þeirra í fangelsi kemur oftast nær ekki á óvart þegar haft er í huga vaxtar- og mótunarumhverfi sem þeir eru sprottnir upp af og það getur vakið umhugsun um mörk sektar einstaklings og sektar sam- félags. Aðrir hafa hrakist af gæfuleið af ýmsum ástæðum enda þótt þeir hafi búið við gott atlæti. Fangelsisrefsingar nútímans verða sífellt þyngri út frá því sjónarhorni einu að fang- elsun útilokar menn frá fleiru en fyrr á tímum: nútímasamfélag veitir óþrjótandi möguleika á tölvuöld hvað t.d. atvinnu og tómstundir snertir. Fangelsið þrengir að lífskjörum fangans og möguleikar til lífs- viðurværis eru skertir svo bitnar á börnum og maka, sé þeim til að dreifa. Margur seg- ir auðvitað að þeim sjálfum sé um að kenna en málið er ekki ætíð svo einfalt og leysir ekki heldur vandann sem afplánuninni fylgir. Orðin betrun og betrunarhús heyrast stundum þegar talað er um fangelsi. Með þeim orðum er búið að skilgreina þau sem eru bak við lás og slá sem verri mann- eskjur en aðrar – þær þurfi að gera betri og siða til. Í nútímanum er skynsamlegra að tala í þessu sambandi um samfélagslega leiðsögn án þess að fella gild- isdóma um hvort manneskjan sé góð eða slæm; hvort tveggja er til í öllum. Leiðsögnin er samtal og samvinna Það eina sem sameinar fanga er að þeir hafa hlotið dóm fyrir afbrot og stundum svo alvarleg að aldrei verður um bætt. Annars er fanga- hópurinn mjög sundurleitur og að vissu leyti ónákvæmt að tala um hann sem hóp – þetta eru margir hópar eða þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og fremst einstaklingar á svipuðu reki. Það er mjög mikilvægt að þurrka ekki út einstaklinginn sem er fangi og tala um hópinn sem einlita hjörð eins og gjarnan er gert. Samfélagsleg leiðsögn fanga á að draga dám af því að hann er einstaklingur. Með samfélagslegri leiðsögn er í raun átt við að hafa siðferðilega jákvæð áhrif á ein- stakling sem brotið hefur af sér, veita hon- um tækifæri til að sýna að hann geti axlað ábyrgð á sjálfum sér og komið sóma- samlega fram gagnvart öðrum. Mikilvægt er að koma fram við brotamanninn á for- dómalausan hátt sem manneskju, sýna hon- um virðingu og traust. Þessi leiðsögn fer iðulega fram á stað þar sem frelsi ein- staklingsins hefur verið úthýst, í lokuðu fangelsi eða opnu. Hvernig er námskrá samfélagslegrar leiðsagnar? Hún er ekki til sem slík en daufan óm hennar má finna í lögum og reglugerðum sem rekja hvað fangavist er og hvað föngum standi þar til boða. En brýnt er að móta heildstæða atvinnu- og skólastefnu fyrir fangelsin og hún má ekki vera tilviljanakennd heldur úthugsuð. Atvinna og nám eru grunnþættir í sam- félagslegri leiðsögn fanga. Skólahald þarf að stórefla en það hefur víða gengið býsna vel. Allt námið þarf að vera einstaklings- miðað því margur fanginn hefur orðið við- skila við skólakerfið á unglingsaldri. Vinna og nám eru mikilvægir þættir til að byggja upp líf sitt og móta betri sjálfsmynd. Hvað skyldi það vera við vinnu sem býr til betri sjálfsmynd? Það er meðal annars tilfinning fyrir því að geta komið að gagni, þá laun og vinna sem hentar viðkomandi og höfðar til hans. Flestir fangar vilja vinna – sumir ekki. Ef vinna á að vera veigamikill hluti af samfélagslegri leiðsögn fangans þurfa laun- in að vera sem næst taxtakaupi með þeim skyldum og sköttum sem greiða þarf. Auk þess myndi það auka svigrúm fangelsa til að auka fjölbreytni vinnunnar. Vandinn er sá að fangelsum er örðugt um vik að stofna til nýrra arðbærra atvinnutækifæra. Um leið og einhverju er komið á koppinn innan fangelsis heyrast raddir fyrir utan fang- elsin um að samkeppnislög séu brotin enda laun fanga lægri en taxtakaup á almennum vinnumarkaði. Fangelsi er ekki nein endastöð í mannlíf- inu sem betur fer – en það er mannlífstorg sem ýmsir fara um – og þar getur svo sem gengið á ýmsu eins og á öðrum torgum. Endastöð brotamannsins er góðu heilli úti í samfélaginu og þá sem frjáls einstaklingur. Það er mikilvægt að hann sé vel útbúinn til að koma þangað aftur eftir fangavist. Þess vegna þarf hin samfélagslega leiðsögn að hafa styrkt sjálfsmynd og hóflega bjart- sýni. Komið honum á fætur til að taka þátt í samfélaginu eftir því sem kostur er. Fangaverðir vinna afar mikilvæga vinnu í dagsins önn og eiga dagleg samskipti við fanga. Þar reynir á almenna skynsemi, festu og umhyggju. Menn geta orðið fyrir góðum áhrifum með því að kynnast góðu fólki í slæmum aðstæðum og þegar þeir hafa komið lífi sínu í hönk. Þá þarf að huga að því að fá tómstundaráðgjafa og félags- málafræðing til að leiðbeina föngum þegar þeir eiga lausar stundir en þær eru býsna margar. Mikilvægast er að sinna föngum með viturlegum hætti þar sem mannúð, skilningur og kærleikur eru í fyrirrúmi. Fangelsi og samfélagsleg leiðsögn Eftir Hrein S. Hákonarson » Fangelsi er ekki nein enda- stöð í mannlífinu sem bet- ur fer – en það er mannlífstorg sem ýmsir fara um … Hreinn S. Hákonarson Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.