Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Daglega fæst ég við hugtakið forystu í mínu starfi. Þegar ég skrifaði bókina For- ysta og samskipti – leiðtogafræði fyrir nokkrum árum leituðu oft á mig spurningar eins og: „Er raunhæft að ástunda faglega forystu? Erum við að reyna að framkvæma hluti sem eru á sviði útópíu? Er þetta kannski bara jafn fjarri okkur og tímaflakk?“ Maður spyr sig þegar stöðugt berast frétt- ir af einkennilegum stjórn- unarháttum fyrirtækja og stofnana sem virðast t.a.m. ekki virða starfs- fólk og gera sér ekki grein fyrir að það er starfsfólkið sem skiptir öllu máli og er í raun lífæð fyrirtæk- isins. Er þetta raun svo flókið? Segir ekki almenn skynsemi okkur að hafa sann- girni og heilindi að leiðarljósi í sam- skiptum við starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í stað þess að fókusera á einkahagsmuni og gróða, og þá oft skjót- fenginn gróða? Ánægja starfsfólks er lykillinn að farsæld og stjórnendur þurfa að fá allt starfsfólkið með sér til að byggja upp sterka liðsheild. Og hvernig í ósköpunum er hægt að byggja upp sterka liðsheild, og enn frekar vekja upp ástríðu meðal starfsfólks ef stjórnendur og/eða eigendur fyr- irtækja eru ekki góðar fyrirmyndir og iðka ekki gott siðferði? En varðandi hvort góð forysta sé útópía þá veit ég sem betur fer að það er til fullt af góðu fólki sem iðkar faglega forystu og reynir eft- ir fremsta megni að starfa af heil- indum. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa m.a. unnið við kennslu og stjórnenda- og leiðtogaþjálfun í mörg ár. En betur má ef duga skal. Ef fólk vill veita góða forystu, hafa jákvæð áhrif og láta gott af sé leiða, þá verður það að hugsa um meira en eigin hag og hugleiða af- leiðingar gjörða sinna. Mér finnst mælikvarði Robert K. Greenleaf, höfundar hugmyndafræði þjónandi forystu, vera afar gagnlegur í þessu tilliti. Greenleaf sagði meðal annars, með tilvísun í starfsfólk sem leiðtogar verða bæði að þjóna og leiða: „Vaxa þau sem er þjónað sem einstaklingar? Verða þau heilsuhraustari? Fá þau meiri visku, frelsi og sjálfstæði? Verða þau sjálf líklegri til að vera þjón- ar?“ Er fagleg forysta útópía? Eftir Sigurð Ragnarsson » Ánægja starfsfólks er lykillinn að farsæld og stjórnendur þurfa að fá allt starfs- fólkið með sér til að byggja upp sterka liðs- heild. Sigurður Ragnarsson Höfundur er sviðsstjóri við- skiptasviðs Háskólans á Bifröst. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógó- ið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarleg- ar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Á Íslandi er skóli án aðgreiningar. Til að ná þessu fram þarf mikla vinnu og stöð- uga aðlögun sálfræð- inga og kennara sem vinna hörðum hönd- um við að finna börn með frávikshegðun. Þessi vinna er ekkert grín, án hennar er ómögulegt að mennta barnið í grunnskóla og ólíklegt að það klári framhalds- skóla. Greiningin fer fram eftir tveggja ára aldur, erfitt er að gefa fráviki barnsins nafn fyrir þann tíma. Á meðan fær barnið ein- staklingsþjálfun, upplifir liti, form og stöðuga málörvun. Tveggja ára hefur það hlotið 15 mánaða leik- skólaþjálfun og framundan eru þrjú ár af kubbaleik og útiveru meðan fagmenn greina börnin fyr- ir skólagöngu. Sem betur fer sleppa fá börn í gegnum leitina. Mikilvægt er að fá einhverfugreiningu, lesblindu- eða ADHD-greiningu, ef börn eiga að fá aðstoð í skólanum. Börn með mótþróaþrjóskuröskun, kvíða eða setuóþol fá ekki mann með sér í skólastofu, í langflestum tilfellum. Þau verða fljótlega eftir á í námi og hrökklast úr dægradvöl. Það er eðlileg krafa skólanna, að börn hafi fengið greiningu áður en þau hafa náð sex ára aldri. Einkageirinn hefur svarað kalli foreldra og greinir bráðgáfuð börn á leikskólum svo þau geti hafið skólagöngu fyrr og þurfi ekki að kubba og hanga í útiveru lengur. Það er mikil vöntun á að opinberir skólar opni þann möguleika að læs börn sem eru að reikna í huganum fimm ára hafi möguleika á að komast í skóla svo nám þeirra geti hafist, enda ástæðulaust að börnin séu lengur í greiningarferli leik- skólanna enda eru þau tilbúin. En undir öllum gullmolum er skuggi og þessari samvinna leik- skóla og skólanna fylgir gríðar- legur kostnaður. Ekki má gera lít- ið úr líðan foreldra þegar greina þarf barn þeirra og langt ferli gegnum skólakerfið tekur við. Til að viðhalda skóla án aðgreiningar þarf langt og strangt greiningarferli, það kallar á sálfræðinga og langa biðlista á Greiningarstöðinni. Stuðningsfulltrúa þarf sem aðstoðar barnið inn í bekk og nýjan á hverju ári þegar hann hefur fengið betri vinnu í ferðaþjónustu. Þó það sé mikilvægt fyrir börnin að gefast aldrei upp, þá hugsa ég stundum hvernig það væri að sleppa öllu þessu veseni, lengja bara leik- skólana um 10 ár. Þá þyrftum við ekki að greina börnin fyrr en þau færu í framhaldsskólann, í stað þess að aðlaga börnin að skólanum fimm ára gætu þau haldið áfram að dúlla sér í leikskólanum. Eins og börnin sem voru í hópnum hjá mér um árið, sem langaði að læra um forseta Íslands. Kæruleys- islega lærðu þau nöfnin á for- setum lýðveldisins í matartímum sem við lengdum því við höfðum ekkert annað að gera. Eða eins og hópurinn minn um daginn lærði óvart að reikna og mæla, þegar þau strengdu band yfir hálfan leikskólann og út fyrir lóðina til að mæla 32 m langa steypireyði, það var krúttlegt að sjá þau spora steypireyðina á hvalasýningu Whales of Iceland og tala um að hvalir væru með skíði og aðrir tennur og að háhyrningar væru af ætt höfrunga. Krúttlegast var þegar hópur af nýnemum fór læs í Kársnesskóla. Þau höfðu lært að skrifa og lesa í barnalegum stafaleikjum á leik- skólanum. Einni sem ég vinn með finnst gaman á söfnum, hún fyllir í tómu stundirnar með safnaferðum, það er svo gaman í strætó. Allt í einu voru börnin farin að herma eftir myndum Kjarvals, það verður gaman fyrir krakkana byrja í al- vöru myndlistartíma í skólanum. Svo var það vinur minn sem hafði áhuga á sólmyrkvanum, leikskól- inn keypti fyndin gleraugu, við tókum myndir af krökkunum með gleraugun, það var mjög fyndið, svo þuldu þau upp pláneturnar í réttri röð, eitthvert lag sem þau höfðu heyrt. Það væri skemmtilegra að fá kennara á leikskóla og hægt væri að kenna börnum alvöru námsefni í gegnum upplifun og leik, eins og gert var í upphafi í Grikklandi. Í stað eins kennara á 25 börn, að hafa fjóra kennara. Með fleiri kennurum væri hægt að hafa ein- staklingsmiðað nám, jafnvel kenna börnum með áhuga á smíðum að verða smiðir, gera krakka að vís- indamönnum, læknum eða sagn- fræðingum strax. Það væri hægt að leggja inn námsefni í gegnum áhugasvið hvers og eins. Við gæt- um hætt að hugsa um skóla án að- greiningar, sleppt að greina alla og bara mætt þörfum hvers og eins. Hætt að gera þá kröfu að all- ir taki sama prófið, fari sömu leið- ina. Lesblind börn þyrftu ekki að fá lengri próftíma, ofvirk börn gætu tekið námsefnið á ferð með sér og haft kennara sem ferðast með þeim. Börn með athyglisbrest gætu einbeitt sér í næði og leyst stærðfræðigátur uppi í tré. Meira að segja börn með mótþróaþrjósk- uröskun fengju athygli og um- mönnun. Þetta er auðvitað fíflagangur. Leikskólar verða aldrei skólar, ekki frekar en boltaland í IKEA verður að skóla. Ég er ofboðslega feginn að hafa fæðst á Íslandi, í landi sem hefur rétta skólakerfið og leitar allra leiða til að greina börn svo þau að lokum passi inn í þetta kerfi. Ég er stoltur af því að fá að aðstoða skólana við að und- irbúa, aðlaga og greina börn fyrir komandi nám og vona að það trufli ekki mikið upphafsmánuði skólans þó börnin komi óvart læs, kunni að reikna og með landnámið á hreinu. Það verður vonandi leið- rétt með réttum námsbókum og börnin geti loks hafið nám í skóla án aðgreiningar eftir greiningu. IKEA opnar leikskóla Eftir Marinó Mugg Þorbjarnarson »Ég er ofboðslega feginn að hafa fæðst í landi sem hefur rétta skólakerfið og leitar allra leiða til að greina börn svo þau passi í þetta góða kerfi. Marinó Muggur Þorbjarnarson Höfundur er aðstoðarmaður á leikskóla. Að krossinum þín- um, Kristur, ég kem. Krjúpandi bið um mis- kunn og náð. Að kross- inum, þar sem þú dóst í minn stað. Í vanmætti kem ég, þiggjandi styrk. Í auðmýkt að krossinum ég kem. Faðmur þinn opinn er týndu barni þú býður þar stað. Með nafni þú kallar á mig. Þú greiddir gjaldið fyrir sekt mína og synd svo í þakklæti, ég lifa vil þér. Að krossinum ég kem. Að krossinum þínum, Kristur, ég kem. Verði þinn vilji Það var ekki fyrr en ég speglaði mig í krossinum og sá pínu þína dregna á langinn að mér varð loks ljóst hversu syndugur ég er. Fyrirgefðu mér, Jesús Kristur, frelsari heimsins. Miskunna þú mér. Stilltu mig af. Hjálpaðu mér að þakka þér, lifa þér og lofa þig. Hjálp- aðu mér að biðja daglega í einlægni og af auðmýkt: Verði þinn vilji. Tóm gröf Veistu, að það voru englarnir sem veltu steininum forðum frá hinni dul- arfullu, austurlensku gröf. Það var ekki til þess að Jesús kæmist út. Heldur til þess að við sæjum inn. Gröfin var tóm. Og veistu, að þú getur feng- ið þessa sömu engla í lið með þér. Til að vaka yfir þér, leiða þig og gæta þín, vegna þess sem gerðist inni í gröfinni. Jesús var uppvakinn frá dauðum. Hann lifir og þú munt lifa! Ef þú vilt. Ef þú velur að þiggja það að tengjast hinum eilífa sköpunar- og upprisukrafti lífsins sem ekkert fær stöðvað eða haldið aftur af. Lykilinn að lífinu Lykillinn að lífinu er nefnilega ljósið sem blásið var á en lifnaði aftur og logar nú blítt. Það er ljósið leið minni á. Lampi sem yljar og vermir. Hönd sem leiðir, líknar og blessar. Friðelskandi hjarta sem fær mig til að líða svo ljómandi vel. Jafnvel í gegnum tárin. Já, jafnvel þrátt fyrir allt. Guð er nefnilega ekki eitthvert órætt, ósýnilegt, óréttlátt afl. Hann er andi sem klæddist mannlegu holdi og gæðir orðið lífi. Sendur með erindi kærleikans, fyrirgefningar og friðar, ljóssins og lífsins, fegurðar og fagn- aðar, til þín og til mín. Svo við hrein- lega kæmumst af. Sigursveigur sem ekki fölnar Ævinnar gleði er svo skammvinn og velgengnin völt. Sigrarnir sætir en kransarnir svo ótrúlega fljótir að fölna. Hin varanlega gleði er fólgin í því að eiga nafn sitt letrað í lífsins bók. Gleðjumst þeirri gleði. Hún er sigursveigur sem aldrei fölnar. Lifi lífið! Hann er upprisinn! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Veistu, að það voru englarnir sem veltu steininum forðum frá gröfinni. Það var ekki til þess að Jesús kæmist út. Heldur til þess að við sæjum inn. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.