Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 23
eldrar okkar tveggja og hálfs tonns
trillu en við bræðurnir eignuðumst
helminginn í henni. Maður var því
orðinn alvöru sjómaður og útgerð-
armaður 11 ára.“
Eftir gagnfræðaskólann og nám
við framhaldsdeild í Ólafsfirði fór
Axel Pétur í MA og lauk stúdents-
prófi 1986 en hafði þá verið skipti-
nemi í Ástralíu í eitt ár.
París - Ólafsfjörður - Barcelona
- Ólafsfjörður og Reykjavík
Að loknu stúdentsprófi fór Axel
Pétur í frönskunám til Frakklands,
starfaði síðan hjá Sagafilm í tvö ár
og fór síðan til Parísar til náms í
kvikmyndagerð: „Ég ætlaði í verk-
fræðinám í Frakklandi en fékk
áhuga á kvikmyndagerð fyrir til-
stuðlan vinar míns, Bernharðs Vals-
sonar, ljósmyndara í París.“
Eftir útskrift úr kvikmyndaskól-
anum tóku við störf í fjölskyldufyrir-
tækjunum Sæunni Axels og Valeik,
við útflutning á saltfiski. Skömmu
síðar lá leiðin til Barcelona á Spáni
þar sem fjölskyldu var komið á fót
og unnið að fisksölu í 15 ár, fyrir eig-
in fyrirtæki og annarra.
Axel Pétur og fjölskylda fluttu
aftur heim til Íslands árið 2008, sett-
ust að í Háaskála í Ólafsfirði og tóku
þátt í uppbyggingu fyrirtækja í eigu
fjölskyldunnar, Brimness hótels og
Norlandia ehf.
Fjölskyldan flutti síðan til
Reykjavíkur í ágúst sl. Axel varð síð-
an framkvæmdastjóri hjá Icelandic
Group og Auður útskrifaðist sem
fararstjóri, kláraði meirapróf og ým-
is önnur námskeið og hóf störf sem
fararstjóri.
Axel Pétur er björgunarsveitar-
maður og fjölskyldan öll hefur mik-
inn áhuga á útivist og hreyfingu:
„Ég uppgötvaði fjallaskíðin eftir að
fjölskyldan flutti til Ólafsfjarðar, en
ég held þó alltaf mikið upp á göngu-
skíðin og nýt þess að hjóla í góðum
félagsskap fjölskyldu og vina. En
gott matarboð í góðra vina hópi hef-
ur þó alltaf vinninginn, hvað áhuga-
málin varðar.“
Fjölskylda
Eiginkona Axels Péturs er Auður
Eggertsdóttir, f. 10.8.1968, farar-
stjóri. Foreldrar hennar eru Eggert
Ásgeirsson, f. 6.8. 1929, og Sigríður
Dagbjartsdóttir, f. 8.6.1937. Þau búa
í Reykjavík.
Börn Axels Péturs og Auðar eru
Sigríður Alma Axelsdóttir, f. 19.7.
1998, nemi í Kvennaskólanum í
Reykjavík; Eggert Geir Axelsson, f.
18.11. 1999, nemi í Austurbæjar-
skóla; Sæunn Axelsdóttir, f. 9.4.
2002, nemi í Austurbæjarskóla, og
Ketill Axelsson, f. 29.9. 2006, nemi í
Austurbæjarskóla.
Bræður Axels Péturs eru Halldór
Ingi Ásgeirsson, f. 18.4. 1962, blaða-
maður á Dalvík; Ásgeir Logi Ás-
geirsson, f. 3.6. 1963, eigandi og
framkvæmdastjóri Norlandia ehf.,
búsettur í Ólafsfirði; Frímann Ás-
geirsson, f. 18.3. 1967, eigandi Nor-
landia ehf., búsettur í Ólafsfirði, og
Kristján Ragnar Ásgeirsson, f.
16.11. 1977, eigandi og fjármálastjóri
Norlandia ehf., búsettur í Ólafsfirði.
Foreldrar Axels Péturs eru Ás-
geir Ásgeirsson, f. 5.1. 1937, bæjar-
gjaldkeri og síðar forstjóri, búsettur
í Ólafsfirði, og Sæunn Axelsdóttir, f.
25.2. 1942, sjómaður og fram-
kvæmdastjóri, búsett í Ólafsfirði.
Úr frændgarði Axels Péturs Ásgeirssonar
Axel Pétur
Ásgeirsson
Sæunn Björnsdóttir
húsfr. í Fljótum
Pétur Jónsson
bóndi í Fljótum
Pétur Axel Pétursson
sjóm. á Ólafsfirði
Petrea Aðalheiður
Rögnvaldsdóttir
verkak. á Ólafsfirði
Sæunn Axelsdóttir
fyrrv. atvinnurekandi og
sjóm. á Ólafsfirði
Guðlaug Rósa
Kristjánsdóttir
húsfr. á Kvíabekk
Rögnvaldur Kr. Rögnvaldsson
b. á Kvíabekk í Ólafsfirði
Helga Jónsdóttir
húsfr. í Svarfaðardal
Gunnlaugur S. Jónsson
b. í Svarfaðardal
Gunnlaug Sesselía
Gunnlaugsdóttir
húsfr. á Ólafsfirði
Ásgeir Frímannsson
skipstjóri á Ólafsfirði
Ásgeir Ásgeirsson
fyrrv. bæjargjaldkeri og
forstjóri á Ólafsfirði
Halldóra Sigurbjörg
Friðriksdóttir
húsfr. í Fljótum
Arngrímur Frímann Steinsson
b. í Fljótum
Matmaðurinn Axel Pétur.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Jón Eyjólfur Jónsson sundkappifæddist 18. maí 1925 í Reykja-vík og var uppalinn á Gríms-
staðaholtinu. Foreldrar hans voru
Jón Eyjólfsson, sjómaður og verka-
maður í Reykjavík, f. á Nauthól við
Nauthólsvík 1889, d. 1957 og k.h. Þór-
unn Pálsdóttir húsfreyja, f. í Páls-
húsum á Stokkseyri 1892, d. 1969.
Í æsku fékk Eyjólfur berkla og um
hríð var óttast að taka þyrfti af hon-
um fæturna vegna þeirra veikinda.
Eyjólfur læknaðist og komst á legg
og lagði fyrir sig íþróttir. Sjósund var
ein af aðalíþróttagreinum hans og
þreytti hann mörg afrekssundin,
meðal þeirra var Drangeyjarsundið,
sem hann synti tvisvar, ósmurður í
sundskýlu einni fata. Einnig var Eyj-
ólfur kunnur fyrir Akranessundið,
Kollafjarðarsundið, Vestmanna-
eyjasundið og svo synti hann oft yfir
Skerjafjörðinn, til Bessastaða á Álfta-
nesi.
Eyjólfur var gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
lauk námi í Löregluskólanum 1964.
Hann vann hjá lögreglunni frá 1959
til 1995 og varð lögregluvarðstjóri.
Hann var gæsluliði hjá Sameinuðu
þjóðunum 1967-68.
Eyjólfur var annar hvatamanna að
stofnun íþróttafélagsins Þróttar, þar
sem hann var gerður að heið-
ursfélaga 1989. Ævisaga hans, Eyj-
ólfur sundkappi: Ævintýraleg saga
drengs af Grímsstaðaholtinu, skrifuð
af Jóni Birgi Péturssyni, kom út árið
2004.
Eiginkona Eyjólfs var Katrín Dag-
mar Einarsdóttir, verslunarkona og
síðar starfsmaður Pósts og síma, f.
12.7. 1930, d. 18.10. 1996. Foreldrar
hennar voru Einar Dagbjartsson,
verkamaður í Reykjavík, og k.h. Guð-
laug Matthildur Helgadóttir hús-
freyja. Eyjólfur og Katrín eignuðust
tvö börn, dreng, fæddan andvana
20.7. 1953 og Berglindi rannsókn-
arlögreglumann, f. 26.12. 1957.
Að Katrínu látinni var Eyjólfi boðið
til Ástralíu af vini sínum og bjó hann
síðustu æviár sín í Adelaide, höfuð-
borg fylkisins Suður-Ástralíu.
Eyjólfur lést á heimili sínu í Ade-
laide 29.11. 2007.
Merkir Íslendingar
Eyjólfur
Jónsson
95 ára
Þórhalla Þorsteinsdóttir
85 ára
Jóhanna S. Jóhannesdóttir
Sigurður Hjartarson
Þorvarður Helgason
80 ára
Guðbjörg Benjamínsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Nína Erna Eiríksdóttir
Regína Stefnisdóttir
Sigurást Klara Andrésdóttir
Steinunn L. Steinsen
75 ára
Matthildur Valtýsdóttir
Sigfús Guðmundsson
Sævar Sigurðsson
70 ára
Árný Ingibjörg
Filippusdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Ingimar Sigurðsson
Leifur Dungal
Rögnvaldur S. Gíslason
Þorgrímur Októsson
Þuríður Sigurmundsdóttir
Ægir Frímann Eiríksson
60 ára
Ágústína I.
Guðmundsdóttir
Baldvin Páll Óskarsson
Erla Sólveig Einarsdóttir
Guðrún Hrefna
Reynisdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Jórunn Anna Guðjónsdóttir
Kristinn Maríus S.
Margrétarson
Kristín Friðriksdóttir
Margrét Eyrún Reynisdóttir
Oddný Guðbjörg Leifsdóttir
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir
Þórey Valdimarsdóttir
50 ára
Anna Dóra Guðmundsdóttir
Davíð Garðarsson
Elín Sigríður Gísladóttir
Guðjón Einarsson
Hanna Þorgerður
Vilhjálmsdóttir
Hrefna Brynjólfsdóttir
Jón Rúnar Björnsson
Kristrún Hauksdóttir
Mjöll Matthíasdóttir
Ómar Þorleifsson
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Þorsteinn G. Jónsson
Þrúður Hjelm
40 ára
Bjarni Gaukur Sigurðsson
Brynhildur Einarsdóttir
Elena Stefanoaia
Elfa Sif Logadóttir
Guðmundur Ingvarsson
Guðmundur Timoteus
Sigurðsson
Kristín Björg Ragnarsdóttir
Oscar Mauricio Uscategui
Sólborg Sumarrós
Sigurðardóttir
30 ára
Ásdís Björg Ólafsdóttir
Chau Hoang-bao Le
Diljá Petra Finnbogadóttir
Ellen María
Guðmundsdóttir
Erla Eyland
Gregor M. Chalmers
Jón Birkir Jónsson
Louie Kee Manzo Enriquez
Lýður Ragnar Arason
Pernilla Sif O. Gísladóttir
Pétur Matthíasson
Sandra Boloban
Sunna Dögg
Þorsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Elín er frá Tjarna-
gerði í Eyjafjarðarsveit og
er grunnskólakennari á
Akureyri í fæðingarorlofi.
Maki: Tómas Björn
Hauksson, f. 1977,
forstöðumaður hjá
Akureyrarbæ.
Börn: Júlíetta Iðunn, f.
2007, Jesper Tói, f. 2011,
og Óliver Dýri, f. 2014.
Foreldrar: Ólafur Helgi
Theodórsson, f. 1947, og
Hrefna Hreiðarsdóttir, f.
1948, bús. á Akureyri.
Elín Auður
Ólafsdóttir
40 ára Íris er Reykvík-
ingur og er garðyrkju-
fræðingur hjá Gróðrar-
stofunni Storð og er
einnig með garðaráðgjöf.
Maki: Guðmundur Guð-
jónsson, f. 1974, slökkvi-
liðsmaður.
Börn: Atli Geir, f. 1996,
Gauti, f. 2002, og Guðjón,
f. 2005.
Foreldrar: Jóhannes B.
Long, f. 1949, d. 2010, og
Jóna Friðfinnsdóttir, f.
1951, d. 2007.
Íris
Long
30 ára Stefán er Hafn-
firðingur, málarameistari
og rekur 250 Litir ehf.
Maki: Elva Björk Krist-
jánsdóttir, f. 1984, leið-
beinandi á leikskóla og
háskólanemi.
Börn: Andri Freyr, f.
2006, og Aníta Sól, f.
2011.
Foreldrar: Kristján Gunn-
ar Bergþórsson, f. 1947,
og Sóley Örnólfsdóttir, f.
1946, unnu bæði á
Morgunblaðinu.
Stefán Örn
Kristjánsson