Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 6
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 OFBELDI Börn sem verða vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili sínu sýna sömu einkenni kvíða og þung- lyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í rannsókn í sálfræði eftir Lucindu Árnadóttur. Rannsóknin var hluti af meistararitgerð hennar. Niður- stöður hennar voru kynntar á ráð- stefnu á vegum Heilbrigðisvísinda- sviðs Háskóla Íslands sem fram fór í gær og fyrradag. „Þessi börn sem tóku þátt í rann- sókninni sýndu margvíslega sam- eiginlega þætti og fjöldi erlendra rannsókna hefur greint sem áhættuþætti ofbeldis gegn börn- um,“ segir Lucinda. Niðurstöðurnar voru unnar upp úr gögnum sem safnað var meðal barna sem sóttu hópmeð- ferð sem starfrækt var á vegum Barnaverndarstofu. Börnin sem voru í meðferðinni höfðu annað- hvort orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Samkvæmt niður stöðunum voru einkenni kvíða og þunglyndis mun algengari en hjá börnum sem höfðu ekki búið við ofbeldi á heimili auk þess sem þau sýndu ýmsan félagslegan vanda. Ekki hefur áður verið gerð rann- sókn hérlendis á því hvaða áhrif það hefur á börn að verða vitni að ofbeldi á heimilinu. „Margir telja að ef barnið sjái ekki ofbeldið með berum augum þá viti það ekkert af því og þar af leiðandi hafi það engin áhrif á barnið, því að ofbeld- inu er ekki beint gegn því. Börn geta orðið vitni að ofbeldinu með öðrum hætti. Þau geta heyrt rifr- ildi, öskur eða brothljóð. Svo skynja þau þetta óáþreifanlega andrúms- loft sem ofbeldið skapar. Þau geta líka séð afleiðingar ofbeldis eins og marbletti á móður eða aðra alvar- lega áverka.“ Lucinda telur mikilvægt að skimað sé fyrir sálfélagslegum vanda þeirra barna sem hafa lent í þessum aðstæðum. „Erlend- ar rannsóknir sýna að geðrænn vandi barna spáir fyrir um geð- rænan vanda á fullorðinsárum. Þess vegna viljum við alltaf koma í veg fyrir að börn þrói með sér sálfélagslegan vanda eins og kvíða og þunglyndi. Það er mikilvægt að þeir aðilar sem koma að þessum hópi barna skimi fyrir einkennum.“ Hún segir tvær stórar rannsókn- ir sýna að allt að 10-13% íslenskra barna hafi annaðhvort verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því á heimili sínu fyrir 18 ára aldur. „Niðurstöður mínar eru í samræmi við niðurstöður annarra erlendra rannsókna. Þær undirstrika alvar- leg áhrif heimilisofbeldis á börn á Íslandi sem við það búa, hvort sem því er beint gegn þeim sjálfum eða öðrum á heimilinu.“ viktoria@frettabladid.is 1. Hvað heitir nýr forstjóri Norræna hússins? 2. Hvað hafa margir Sýrlendingar fl úið til Líbanons á síðustu misserum? 3. Í hvaða íslenska fyrirtæki á danski fjárfestirinn Lars Grundtvig hlut? SVÖR: 1. Mikkel Harder. 2. 1,5 milljónir. 3. Marel. UPPLIFA ÞUNGLYNDI OG KVÍÐA Börn sem verða fyrir ofbeldi eða verða vitni að því á heimili sínu upplifa meiri sálfélags- legan vanda en börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi. NORDICPHOTOS/ GETTY Sömu einkennin hjá vitnum og þolendum Ekki er marktækur munur á einkennum kvíða og þunglyndis milli barna sem hafa orðið vitni að ofbeldi og barna sem hafa sjálf orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. 10-13% íslenskra barna búa við þennan veruleika. Margir telja að ef barnið sjái ekki ofbeldið með berum augum þá viti það ekkert af því og þar af leiðandi hafi það engin áhrif á barnið, því að ofbeldinu er ekki beint gegn því. Lucinda Árnadóttir, sálfræðinemi. UMHVERFISMÁL Landsvirkjun segir að lítil breyting hafi orðið á fjölda grágæsa í varpi og á fellistöðum á Héraði eftir að vatni var veitt úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar yfir í Lagarfljót frá árinu 2007. Að því er segir í skýrslu frá Landsvirkjun voru grágæsir tald- ar af landi og úr lofti árin 2005 og 2013. Einnig var stuðst við óbirtar rannsóknir höfundar skýrslunnar, Halldórs Walters Stefánssonar, á fjölda gæsa í varpi og á fellistöðv- um á Héraði. Alls hafi 7.726 grá- gæsir sést árið 2005 en 8.750 grá- gæsir árið 2013. „Hin síðari ár hefur grágæsa- varp á Héraði þó dregist nokkuð saman en sams konar þróun má sjá utan jökulvatna. Niðurstöðurnar benda því til þess að vatnaflutn- ingarnir hafi haft takmörkuð áhrif á tegundina. Ekki er talin þörf á að fylgjast lengur með grágæsum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun,“ segir í skýrslunni. - gar Vatnaflutningar úr Hálslóni í Lagarfljót hafa takmörkuð áhrif á gæsastofna: Kárahnjúkar fækka ekki gæsum GRÁGÆS Árið 2005 voru 7.726 grágæs- ir taldar á Héraði og 8.750 gæsir árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Ólafur Áki Ragn- arsson, sveitarstjóri Vopnafjarðar- hrepps, fagnar því ef forsvars- menn Vopnfisks ehf. telja sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Vonar hann að útgerðaraðilar og Vopn- fiskur nái saman svo vinnsla geti hafist sem fyrst. „Við höfum margoft í haust boðið forsvarsmönnum Vopn- fisks austur til viðtals við okkur en það ekki gengið. Við gátum því ekki beðið lengur og óskuð- um eftir undan þágu frá vinnslu- skyldu byggðakvóta. Það er hins vegar keppikefli okkar að vinnsla hefjist í heimabyggð því það eykur bæði fjölbreytni starfa í byggðar- laginu og einnig auðveldar það útgerðaraðilum að sækja fiskinn. Nú er bara vonandi að menn komi sér saman,“ segir Ólafur Áki. Forsvarsmenn Vopnfisks hafa lagt inn til atvinnuvegaráðuneyt- isins greinargerð þar sem þeir gagnrýna ósk Vopnafjarðarhrepps um undanþágu á vinnsluskyldu byggðakvóta. „Það er ekki við okkur að sak- ast í sveitarstjórninni. Við höfum óskað eftir samræðum við fyrir- tækið og ekki fengið í haust. Nú vonum við bara að útgerðaraðil- ar og vinnslan semji um verð. Það þarf að veiða þennan byggðakvóta sem okkur hefur verið úthlutað og því mikilvægt að vinnsla geti þá hafist sem allra fyrst í byggðar- laginu,“ segir Ólafur Áki, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps. - sa Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps vonar að Vopnfiskur geti unnið byggðakvótann í heimabyggð: Fagnar því ef vinnsla hefst á Vopnafirði SVEITARSTJÓRINN Ólafur Áki Ragnars- son segist hafa margoft boðið forsvars- mönnum Vopnfisks til viðtals. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2015, kl. 15:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins: a – Breyting á 5. grein: Lögð eru til skýrari ákvæði um lækkun hlutafjár. b – Breyting á 13. grein: Lagt er til að fellt sé út úr samþykktum að lögmæti aðalfundar sé háð því að mætt sé fyrir ákveðinn hluta hlutafjár. 3. Tillaga stjórnar um heimild til lækkunnar hlutafjár. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins, tillögur að breytingum samþykkta og tillaga um heimild til lækunnar hlutafjár munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ 6. janúar 2015. Stjórn ÍSTEX hf. 20% AFSLÁTT UR Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur fjallar um áföll, mótlæti og lífsþroska út frá sjónarhóli jákvæðrar sálarfræði á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar fimmtud. 8. janúar kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Kaffiveitingar og allir velkomnir. VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 A -D A 0 C 1 7 7 A -D 8 D 0 1 7 7 A -D 7 9 4 1 7 7 A -D 6 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.