Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 4
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LEIÐRÉTT Rangt var farið með í
blaðinu í fyrradag þegar orrustuflugvél
rússneska hersins var sögð hafa varpað
sprengju á Bagdhad. Hið rétta er að þar
var á ferðinni íraski herinn en flugvélin
sjálf mun vera af rússneskum uppruna.
BANDARÍKIN Rússland hefur beitt
neitunarvaldi sínu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna vegna álykt-
unar sem kallar fjöldamorðin í
Srebrenica í Bosníu þjóðarmorð.
Fjögur önnur ríki greiddu
atkvæði með ályktuninni.
Vitaly Churkin, fastafulltrúi
Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum,
segir að tillagan sé ekki upp-
byggjandi.
Árið 1995 myrtu bosníu-serb-
neskir hermenn um 8.000 mús-
lima í Srebrenica. - srs
Rússar beita neitunarvaldi:
Orðalagið ekki
uppbyggjandi
ÖRYGGISRÁÐIÐ Árið 1995 voru um
8.000 múslimar drepnir í Srebrenica.
Páll, vantar fleiri punga í
fangelsin?
„150 pungar ættu að duga.“
Á því ber að netpungum sé smyglað inn í
fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir
að opna þurfi fyrir netnotkun fanga. Um 150
karlar eru vistaðir í íslenskum fangelsum.
SAMGÖNGUR „Stöðvargjöld eru
töluvert lægri hjá okkur en hjá
Hreyfli og Bifreiðastöð Reykja-
víkur og munum við því bjóða
upp á ódýrari þjónustu,“ segir
Daði Hreinsson, framkvæmda-
stjóri leigubílastöðvarinnar Taxi
Service ehf., um nýja þjónustu á
leigubílamarkaði á Íslandi.
Um er að ræða nýtt snjallforrit
eða app sem svipar til leigubíla-
þjónustu nýsköpunarfyrirtækis-
ins Uber.
„Það er allt að verða klárt og
við hefjum starfsemi á næstu
dögum,“ segir Daði.
Í vikunni greindi Fréttablað-
ið frá því að Ólöf Nordal innan-
ríkisráðherra vildi auka frelsi á
leigubílamarkaði. Hún er hrifin
af leigubílaþjónustu Uber.
Samkvæmt Samgöngustofu
hefur engin beiðni borist frá
Uber um að hefja þjónustu hér
á landi, en fyrirtækið tilkynnti
í byrjun árs að nægilega marg-
ar undirskriftir hefðu safnast til
þess að fyrirtækið myndi hefja
starfsemi hér á landi.
Að sögn Daða hefur Taxi Ser-
vice unnið í forritinu í samstarfi
við Drivr, danskt hugbúnaðar-
fyrirtæki.
Búnaðurinn býður upp á alla
þá þætti sem Uber-hugbúnað-
urinn inniheldur, meðal annars
leiðarkort sem sýnir strax stað-
setningu leigubílsins og hvenær
hans er að vænta. Þá birtist nafn
og mynd af bílstjóranum, sem
samþykkt hefur pöntunina, á
símanum, auk þess sem áætlað-
ur kostnaður er gefinn upp.
Í lok ferðar greiðir notand-
inn fyrir ferðina með símanum
sínum og gefur bílstjóranum
einkunn, allt eftir ánægju með
þjónustuna. „Það sem gerir Taxi
Service ódýrara eru lág stöðv-
argjöld. Einnig sér forritið um
pantanir og þannig spörum við
í starfsmannahaldi,“ segir Daði.
„Ólíkt Uber, þar sem hver og
einn getur boðið fram þjónustu
sína án trygginga fyrir farþeg-
ann, mun Taxi Service eingöngu
hafa ökumenn með leyfi. Að auki
vinna allir ökumenn eftir siða-
reglum sem fyrirtækið hefur sett
sér í þágu neytenda,“ segir Daði
og bætir við að starfsemin upp-
fylli öll skilyrði laga.
„Fylgst verður með gæðum
þjónustunnar sem ekki hefur
verið hægt að gera áður hér á
landi. Ef bílstjórinn fær ekki
góða einkunn fæ ég allar upplýs-
ingar um það beint til mín. Ef það
kemur fyrir í nokkur skipti verð-
ur samstarfi við hann hætt.“
Sæmundur Kristján Sigur-
laugsson, framkvæmdastjóri
Hreyfils, segist ekki hafa áhyggj-
ur af samkeppni.
„Við sitjum nú ekki auðum
höndum hér og það kemur út app
frá okkur á næstunni. Appið er
mjög flott og þú sérð staðsetn-
ingu leigubílsins sem er á leið-
inni til þín,“ segir Sæmundur og
bætir að hann skilji þó ekki hvers
vegna innanríkisráðherra vilji
gera leigubílamarkaðinn frjáls-
ari. „Í dag eru engar breyttar
forsendur sem gefa tilefni til að
slaka á reglunum. Þessi fagstétt
er að standa sig mjög vel og því
er engin ástæða til þess að fara
að breyta núverandi kerfi sem er
í alla staði til fyrirmyndar.“
nadine@frettabladid.is
Íslensk leigubílastöð tekur
forrit svipað Uber í notkun
Nýtt snjallforrit leigubílastöðvarinnar Taxi Service fer í loftið á næstu dögum. Forritið býður upp á alla þætti
sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur. Framkvæmdastjóri Hreyfils hefur ekki áhyggjur af samkeppni.
SKJÁSKOT AF APPINU MYND/DAÐI
DAÐI HREINSSON Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi
Service. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ef bílstjórinn fær
ekki góða einkunn fæ ég
allar upplýsingar um það
beint til mín. Ef það
kemur fyrir í einhver
skipti verður samstarfi við
hann hætt.
Daði Hreinsson,
framkvæmdastjóri Taxi Service ehf.
STJÓRNMÁL Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, lýsir vonbrigðum með að
ekki hafi tekist að ljúka afgreiðslu frumvarpa
um húsnæðismál á nýliðnu þingi. „Ég hefði auð-
vitað kosið, líkt og allir ráðherrar og þing-
menn, að sjá meiri skilvirkni í afgreiðslu mála á
nýloknu þingi,“ segir Eygló.
Til að liðka fyrir kjarasamningum á almenn-
um vinnumarkaði kynnti ríkisstjórnin aðgerða-
áætlun sem m.a. fólst í að byggja 2.300 félags-
legar íbúðir á árunum 2016-2019. Samkvæmt
samkomulaginu þarf að byggja á milli 500-600
félagslegar íbúðir á næsta ári.
„Vonandi verða sem flestar íbúðir byggðar
í nýju félagslegu kerfi innan rammans,“ segir
hún.
Þá segir Eygló að til standi að leggja fram
frumvarp um stofnframlög til byggingar félags-
legra íbúða á haustþingi og afgreiða fyrir ára-
mót líkt og önnur frumvörp um húsnæðismál.
Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um
húsnæðisbætur, sem lagt var fram á vor-
þingi, sé nú í umsagnarferli hjá velferðarnefnd
Alþingis. „Þegar ábendingar velferðarnefndar
liggja fyrir um frumvarpið mun samráðshópur-
inn fara yfir þær athugasemdir og skoða hvort
og þá hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera
áður en það verður lagt aftur fram.“ - ih
Eygló Harðardóttir segir að hún hefði viljað sjá skjótari afgreiðslu húsnæðismála á nýloknu þingi:
Húsnæðisfrumvörp afgreidd fyrir áramót
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Eygló Harðardóttir vonast
til að áætlanir ríkisstjórnarinnar í byggingu félagslegra
íbúða standist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍTALÍA Dómstóll í borginni Napólí
á Ítalíu dæmdi í gær fyrrverandi
forsætisráðherra landsins, Silvio
Berlusconi, í þriggja ára fangelsi
fyrir spillingu. Fyrningarfrestur
verður þó til þess að Berlusconi
mun ekki sitja af sér dóminn.
Það þykir sannað að Berlusc-
oni hafi mútað þingmanninum
Sergio De Gregorio úr vinstri-
blokk ítalskra stjórnmála til að
veikja andstæðing Berluscon-
is, þáverandi forsætisráðherra
Romano Prodi.
Honum er gert að hafa greitt
þingmanninum þrjár milljón-
ir evra á árunum 2006 til 2008.
Sjálfur hefur Berlusconi alltaf
neitað ásökununum.
Berlusconi lauk nýlega sam-
félagsþjónustu sem hann var
dæmdur til vegna skattsvika í
tengslum við fjölmiðlaveldi sitt.
Áður hefur hann staðið í mála-
ferlum vegna ásakana á hendur
honum um að stunda kynlíf með
vændiskonum undir lögaldri.
Hann var sýknaður af þeim ásök-
unum á efri dómstigum. - snæ
Ekkert lát er á málaferlum gegn stjórnmálamanninum og fjölmiðlarisanum:
Berlusconi mútaði þingmanni
SVALUR Silvio Berlusconi er þekktur fyrir að vera mikill glaumgosi og lifa hátt.
NORDICPHOTOSAFP
FÓLK Ungmennaráð UN Women
heldur zumba-veislu á Klambra-
túni næstkomandi laugardag.
Markmiðið með veislunni er að
ögra ofbeldi og ófriði með ham-
ingju.
Ungmennaráðið hefur fengið
til sín sjö danskennara sem sjá til
þess að allir skemmti sér vel.
Allur ágóði þátttökugjaldsins
rennur til verkefna UN Women
og veitir þannig konum og stúlk-
um úti í fátækustu löndum heims
byr undir báða vængi. - ngy
SPURNING DAGSINS
Ögra ofbeldi með hamingju:
Dansað til góðs
á Klambratúni
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-4
D
7
C
1
7
5
6
-4
C
4
0
1
7
5
6
-4
B
0
4
1
7
5
6
-4
9
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K