Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA Fatahönnuðurinn Ragnheiður Hrafnkelsdóttir segist hafa fæðst með áhuga á hönnun en sem barn ætlaði hún að verða skósmiður þegar hún yrði stór. „Amma mín spáði mikið í föt og tísku þannig að ég hef áhugann líka frá henni. Það var skósmiður hér á Höfn þar sem ég ólst upp þannig að í æsku ætlaði ég að verða skósmið- ur þar sem ég vissi ekki að það væri hægt að vinna við að búa til föt. Á unglingsárunum var ég au pair í út- hverfi New York-borgar og þegar ég fór inn á Manhattan var þetta bara ákveðið, þá vissi ég að ég myndi vinna við fatahönnun,“ útskýrir hún og brosir. HÖNNUNIN TENGD VEÐRINU Í dag býr Ragnheiður á æskuslóð- um á Höfn í Hornafirði þar sem hún hannar og framleiðir föt undir merkinu Millibör. Nafn merkisins á að vissu leyti rætur sínar að rekja til barnæskunnar þar sem langafi Ragnheiðar var veðurglöggur, gekk með loftvog á sér og talaði um milli- bör. „Ég var mikið að spá í þessu orði þegar ég var lítil og þegar ég var að reyna að finna nafn á merkið mitt rifjaðist það upp fyrir mér. Mér finnst veðrið hafa svo mikil áhrif á okkur Íslendinga, við getum ekki planað eins mikið og til dæmis Dan- ir geta, en ég bjó áður í Danmörku. Þegar ég datt niður á þetta nafn hentaði það því mjög vel.“ Ragnheiður er ekki lengi að svara því hvernig hún lýsir hönnun sinni. „Hún er frekar klassísk og minímalísk með smá tvisti. Mér finnst líka mikilvægt að hönnunin sé sjálfbær og framleidd hér á Ís- landi. Ég nota góð efni og geri fá eintök af hverri flík. Hönnunin mín er í raun tvískipt og ég nota sitt hugtakið hvort, annars vegar Suðaustan tíu þar sem allar flíkur heita veðurnöfnum og aðeins eru gerðar tíu flíkur af hverri tegund. Hins vegar Kynjaverur hafsins þar sem innblásturinn er sóttur í hafið og ber fatalínan nafn sitt af kynja- verum þess. Í hönnunarferlinu er notast við form og lögun fiskanna og dregur hver flík nafn sitt af þeirri kynjaveru sem við á í hvert skipti,“ segir hún. SAMHELDIÐ SAMFÉLAG Ragnheiður bætir við að auk þess að sækja innblástur fyrir hönn- unina í náttúruna fái hún hann líka frá samfélaginu á Höfn. Hún bætir við að rekstur hönnunar- fyrirtækisins hafi gengið vonum framar. „Þegar ég flutti heim árið 2011 þorði ég ekki að vona að þetta myndi ganga svona vel. Stefnan er að halda áfram með Millibör og leyfa því að þróast á sínum hraða. Svo kenni ég í framhaldsskólanum, fatahönnun og -saum og mér þykir vænt um það starf. Ég reyni líka að miðla sem mestu af minni þekkingu til samfélagsins, hjálpa til dæmis við fatahönnunarkeppnir og býð öðrum að vera með mér á tísku- sýningum. Ég er einmitt alltaf með árlega tískusýningu á Humarhátíð sem verður flottari með hverju skipti. Þetta er skemmtilegt verk- efni og atburður sem sumir sækja á hverju ári og alltaf er pakkað af fólki. Það skiptir mig miklu máli þegar ég bý á þessum litla stað að geta gefið af mér. Þetta snýst um að gefa og þiggja. Ég hef líka verið heppin, ég fæ stuðning frá sam- félaginu og þetta er góður heima- markaður.“ Hönnun Ragnheiðar má skoða á heimasíðunni millibor.is og á Facebook. UNDIR ÁHRIFUM VEÐURS OG VINDA ÍSLENSK HÖNNUN Millibör er fatamerki Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur. Hún sækir innblástur að hönnun sinni til veðursins, hafsins og samfélagsins á Höfn í Hornafirði þar sem hún býr. Allar vörur hennar eru framleiddar á Höfn. ÓÚTREIKNANLEG Ragnheiður segir sinn eigin stíl vera óútreiknanlegan. Sumu af því sem hún hannar myndi hún ekki endilega vera í sjálf en hún klæðist þó einungis eigin hönnun. AÐSENDAR MYNDIR TÖFF TÍSKA Millibör er árlega með tískusýningu á Humarhátíð á Höfn. FLOTT Ragnheiður er með tvær línur undir merkinu Millibör, annars vegar Suðaustan tíu og hins vegar Kynjaverur hafsins. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki fást hjá Lyfju og Apótekniu. • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Stærðir 38-58 Flott sumarföt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -F 0 6 C 1 7 5 6 -E F 3 0 1 7 5 6 -E D F 4 1 7 5 6 -E C B 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.