Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 16
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 „Nei, nei og aftur nei, þetta er ekki skáldsaga. Þetta er non fiction!“ Það er Mikael Torfason sem hefur orðið en Fréttablaðið fór með tvo af eftirtektarverðustu rithöfund- um þjóðarinnar, þá Mikael og Sölva Björn Sigurðsson, í veiðiferð nú í vikunni. Ytri-Rangá, hvorki meira né minna. Báðir eru þeir að ganga frá bókum sem koma út fyrir jólin. Þegar menn eru fastir saman í bíl er engrar undankomu auðið og þeir upplýsa um það, í ákaflega bókmennta- og gáfuleg- um samræðum eldsnemma þriðju- dagsmorguns, að báðar eru þessar bækur hugsaðar sem fyrstu bækur í stærri verkum; önnur er skáld- saga með vísindasögulegu ívafi og hin, sem sagt, non fiction; sagan er sönn og segir af erfiðum aðstæð- um foreldra Mikaels í upphafi sambúðar þeirra, þá er þau voru í Vottum Jehóva. Mikki hefur uppi eindregnar kenningar um að það sé algjör til- gerð að pakka endurminningum inn í einhverja skáldskaparum- gjörð. „Skáldævisaga?! Þetta eru mestu mistök Guðbergs,“ segir Mikki; minningar eru sannleikur og algjör óþarfi að skilgreina þær sem skáldskap. Leitin að Hemingway Fréttablaðið/Vísir heldur áfram að kanna lífsstíl og útivist fyrstu hendi og nú er komið að stang- veiðinni. Einhver þekktasti veiði- maður sem um getur hlýtur að teljast rithöfundurinn Ernest Hemingway. Því kviknaði sú hug- mynd hvort ekki væru einhverjir slíkir í íslenskri rithöfundastétt. Sölvi Björn var sjálfkjörinn, höf- undur stórverkanna Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók. Og hann var fús til fararinnar. Sölvi Björn bjó á Selfossi sem krakki, ólst upp á bökkum Ölfusár og veiddi mikið með föður sínum, sem lést fyrir einu og hálfu ári. Hann segist fremur rómantískur veiði- maður, hann hefur ekki sett fyrir sig langar göngur til að komast á veiðistað, til dæmis á Arnarvatns- heiðina þar sem hann hefur mokað upp bleikjunni. En hefur dregið úr magnveiðinni og slíkum ferðum, enda ekki hægur leikur að burðast til byggða með svo mikinn feng. Sölvi Björn slær ekki hendinni á móti laxveiðiferð. En, svo er kannski ekki um auðugan garð að gresja. Mýgrútur tónlistarmanna er forfallnir stangveiðimenn, sem reyndar hafa sumir hverjir feng- ist við að skrifa um þessa ástríðu sína, svo sem Bubbi og Pálmi Gunnarsson, en eini rithöfundur- inn sem Fréttablaðinu var kunnugt um að fengist við að kasta flugu út í straumvatn var Mikael Torfason, sem reyndist klár í slaginn einnig. Vigdís Grímsdóttir? Guðbergur? Auður Ava? Nei, varla. Það þurfti svo sem ekkert fleiri. Þetta var gott holl. Ytri-Rangá er málið Laxveiðin hefur farið misvel af stað í ám landsins. Þó talsvert miklum mun betur en í fyrra, ár sem fer í veiðiannaála sem hörm- ungarár. Þú ferð ekki með Hem- ingway-a Íslands í dautt vatn og eftir að hafa ráðfært sig við veiði- sérfræðing Vísis, Karl Lúðvíksson, þá hafði blaðamaður samband við þá sem nú reka Rangá Ytri. Sú á hefur árum saman verið á toppi lista yfir flesta veidda laxa, og ævintýralegar frásagnir af því þegar menn hafa verið að rífa þar upp fiskinn í stórum stíl. Ytri- Rangá klikkar ekki. Þeir Rangár- menn tóku umleitaninni vel, þeirri að fá að skoða ána og þá þannig að tveir rithöfundar fengju að baða fluguna sína. Mikilvægi leiðsögumannsins Einmitt þegar við vorum rétt í þann mund að fara að kryfja stöðuna í útgáfumálum til mergj- ar renndum við í hlað. Þar tók á móti okkur Karl Eyjólfur Karls- son, framkvæmdastjóri Hegg- öy Aktiv, norska félagsins sem tekið hefur Ytri-Rangá á leigu. Og það sem meira var, Karl Eyj- ólfur ætlaði að vera leiðsögumað- ur okkar. Svo vitnað sé í Bubba Morthens, sem alltaf er ofarlega í huga þegar farið er í veiðiferð; má nánast sleppa því að fara hafi menn ekki vit á því að fá sér gæd. Og í þeim efnum hljóp á snærið hjá leiðangursmönnum. Rangár- menn tóku okkur með kostum og kynjum. Karl Eyjólfur Eftir kaffi og morgunverð í boði hússins eltum við Karl Eyjólf niður á svæði eitt. Veður var eins og best verður á kosið, stillt og skýjað. Þótt bæði Sölvi og Mikki séu reyndir stangveiðimenn hafa þeir ekki áður veitt með tvíhendu. Það kom ekki að sök. Karl Eyjólf- ur bar rithöfundana á höndum sér, hnýtti flugurnar á línurnar, lánaði stöng og sagði mönnum til. Karl Eyjólfur er athyglisverð- ur náungi. Hann starfaði í ára- tug á árum áður hjá fíkniefnalög- reglunni, fluttist þá til Noregs en kona hans var að ljúka sérnámi í læknisfræði. Hann ætlaði sér að komast að hjá norsku lögreglunni, hafði reynslu og menntun sem hefði átt að duga vel, en þeir Norð- menn eru ferkantaðir, þetta hafði ekki verið gert áður. Karl sagðist ekki hafa haft neinn áhuga á því að væla í Nojurum, og sneri sér að veiði og ferðamálum. Hann reis þar fljótt til áhrifa, byggði meðal annars upp sér- hæfða laxveiðiþjónustu og svo kom þetta verkefni til; að stýra veiðinni í Ytri-Rangá fyrir hið norska fyrirtæki. Karl Eyjólf- ur var í rólegheitunum að fræða blaðamanninn á því að Norð- menn væru bókaðir í Ytri-Rangá, auk Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja, sem væru grimmir og sendu veiði sína beint til Spánar, þegar kvað við: Já! Rithöfundar á Rangárbökkum Fréttablaðið fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. Laxveiðin hefur farið misvel af stað í vor, en hingað til hefur Rangá ekki klikkað. VIÐ ÁRBÆJARFOSS Bæði Mikael og Sölvi Björn fengu fiska, og Sölvi Björn missti þann stóra. Hvað vilja menn hafa það betra? FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB ÁNÆGÐIR VEIÐIMENN. Sölvi Björn, Mikael og Karl Eyjólfur. Þessi fiskur fer í pott- inn, eða verður heilgrillaður troðinn með kryddjurtum og sítrónu. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -2 A E C 1 7 5 6 -2 9 B 0 1 7 5 6 -2 8 7 4 1 7 5 6 -2 7 3 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.