Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 9. júlí 2015 | SKOÐUN | 21 Það var einhver jólin laust eftir 1950 að jólaskreyting á heim- ili foreldra minna fuðraði upp og stóð skyndilega í björtu báli. Hannibal Valdimarsson, félagi föður míns í Alþýðuflokknum, var meðal gesta, þreif brenn- andi skreytinguna upp af borði og bar hana út úr hús- inu. Móðir mín taldi að trúlega hefði Hannibal með snarræði sínu forðað húsinu frá því að brenna til kaldra kola. Þegar ég sagði Ólafi Hannibalssyni félaga mínum þessa sögu hálfri öld síðar sagði hann: Bærinn brann ofan af fjölskyldu Hanni- bals þegar Hannibal var ungur drengur. Frelsi fjölmiðla Ég kynntist Ólafi Hannibals- syni ekki að ráði fyrr en í Þjóð- arhreyfingunni sem Ólafur stofnaði ásamt öðrum 2004 og var talsmaður fyrir. Þá stóðu harðar deilur um tilraun ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að koma illræmdum fjölmiðlalögum gegnum Alþingi. Lögunum var bersýnilega stefnt gegn Stöð 2 og Fréttablaðinu og ætlað að tryggja RÚV og Morgunblaðinu og þá um leið Sjálfstæðisflokkn- um ráðandi stöðu í innlendri fjölmiðlun. Ólafur, sem var fv. varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, barðist af hörku gegn frumvarpinu á vettvangi Þjóð- arhreyfingarinnar og einnig á leiðarasíðu Fréttablaðsins þar sem hann birti fjölbreytta pistla sína á laugardögum og einnig í mörgum beittum greinum í Morgunblaðinu. Lesendur Ólafs nutu þess að hann var ekki bara þrautreyndur blaðamaður, rit- stjóri og rithöfundur, heldur var hann með afbrigðum vel að sér um stjórnmál og sögu og eftir því fundvís á fyrirmyndir, rök og hliðstæður. Hann setti aðför ríkisstjórnarinnar að frelsi fjöl- miðla í samhengi við reynsluna utan úr heimi og rakti hvern- ig áþekkum árásum þar hefði verið hrundið. Ályktunarorð Ólafs í einni af greinum hans um málið voru þessi: „Það á ekki að vera hægt hér fremur en í Bandaríkjunum að setja lög á fölskum forsendum, sem bein- ast að því að knésetja einhver fyrirtæki bara af því að stjórn- völd telja þau sér fjandsamleg.“ Þjóðarhreyfingin Fjölmiðlamálinu lauk með fullum sigri sjónarmiða Ólafs Hannibalssonar þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum skv. stjórnarskránni til að synja lögunum staðfestingar 2004 og ríkisstjórnin kaus að brjóta stjórnarskrána frekar en að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum sigri ein- setti Þjóðarhreyfingin sér undir forustu Ólafs að vinna áfram að virkara lýðræði á Íslandi með því m.a. „að koma á fram- færi viðhorfum almennings til stjórnarskrármálefna, sem mik- ill samhugur er um meðal þjóð- arinnar, en eiga ekki alltaf upp á pallborðið hjá ósveigjanlegu ríkisvaldi“ og „berjast fyrir rétti þjóðarinnar til þess að njóta áfram þess málskotsrétt- ar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. gr. stjórnar- skrárinnar“, eins og segir í yfir- lýsingu Þjóðarhreyfingarinnar frá 2005. Í yfirlýsingunni segir enn fremur: „Auk þessara grund- vallaratriða mun hreyfing- in vinna að fleiri málum í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. … (1) Mikil- vægt er að undirbúa löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur til þess að efla beint lýðræði. (2) Brýnt er að tryggja sem best skip- un æðstu embættismanna og dómara án óeðlilegra pólitískra afskipta til þess að auka traust almennings á hornsteinum lýð- ræðis í landinu. Breytingar á stjórnarskránni skal bera undir kjósendur í sérstakri þjóðar- atkvæðagreiðslu, þar sem ein- göngu stjórnarskrármálið er á dagskrá.“ Öll þessi atriði er að finna í nýju stjórnarskránni sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Það kom í hlut Guðrúnar Péturs- dóttur lífeðlisfræðings, eigin- konu Ólafs, að stýra stjórnlaga- nefndinni sem lagði grunninn að nýju stjórnarskránni. Henni fórst verkið afar vel úr hendi að allra dómi sem til þekkja. Óli bróðir Ólafur Hannibalsson markaði djúp spor. Þegar ég kom einu sinni sem oftar upptendraður heim af fundi hans og félaga okkar í Þjóðarhreyfingunni var sagt við mig: Hvað eruð þið Hannibalssynir að bralla núna? Eftir það kallaði ég Ólaf Hanni- balsson helzt ekki annað en Óla bróður. Hann svaraði í sömu mynt og við hlógum. Ólafur Hannibalsson Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Lesendur Ólafs nutu þess að hann var ekki bara þrautreyndur blaða- maður, ritstjóri og rithöf- undur, heldur var hann með afbrigðum vel að sér um stjórnmál og sögu og eftir því fundvís á fyrirmyndir, rök og hliðstæður. REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðl- um. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki fram- kvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allr- ar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þing- manni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfs- tortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjóna- menn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðu- efni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagn- legra upplýsinga varðandi utan- ríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt. Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúun- um og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraemb- ættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðar- hnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við emb- ættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður við- gengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þess- ar tvennar fækkanir myndi ræt- ast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaf- lega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöð- um. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistla- höfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðis- þjónustuna að bandarískri fyr- irmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki. Heimildir: Utanríkisráðuneytið Kjararáð P.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánu- dagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Frétta- blaðinu. Hann hefur undantekn- ingarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórn- mál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammi- stöðu Steingríms Ara Arason- ar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjón- ustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti. Fækkum alþingismönnunum og sendiráðum og það talsvert FJÁRMÁL Halldór Þorsteinsson fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs FLUGELDASÝNING FM BELFAST BALL MEÐ SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS OG INGÓ OG VEÐURGUÐUNUM MIÐASALA Á DALURINN.IS #DALURINN KOMDU OG UPPLIFÐU SMELLTU ÞÉR Á LAUGARDAGSPASSA ÞJÓÐHÁTÍÐ JÚNÍUS MEYVANT · AMABADAMA NÝDÖNSK · JÓN JÓNSSON · MAUS E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 9 6 0 9 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -5 D 0 C 1 7 5 7 -5 B D 0 1 7 5 7 -5 A 9 4 1 7 5 7 -5 9 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.