Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 48
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR40 Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Björn G. Sigurðsson Frá Las Vegas MMA „Gunnar er í mjög góðu standi og þetta verður örugglega stærsti bardagi hans ferils ásamt þeim síðasta,“ segir faðir Gunnars, Haraldur Nelson, en hann er að koma til Las Vegas í fyrsta skipti og finnst mikið til alls koma. Andstæðingur Gunnars er hörkunagli frá Bandaríkjunum sem heitir Brandon Thatch. Hann er áræðinn bardagamaður og mik- ill rotari. Stórhættulegur „Hann er vafalítið langsterkasti andstæðingur Gunnars hingað til ásamt Rick Story. Gunni verður að passa sig á honum. Þetta gæti orðið mjög áhugaverð rimma um hver stýrir því hvert bardaginn fer. Gunni á meira í hann stand- andi en Thatch gegn Gunnari í gólfinu. Báðir hafa þeir auðvitað sínar sterku hliðar. Brandon hefur unnið ellefu bardaga í fyrstu lotu og ég held fjóra á undir 20 sek- úndum. Hann er stórhættulegur og þetta verður taugatrekkjandi.“ Thatch kom í raun af bekknum þar sem John Hathaway meiddist. Thatch átti að berjast við annan mann á laugardag og var því búinn að æfa sig. Sérfræðingar eru á einu máli um að Thatch sé mun sterkari en Hathaway og er mikið látið með hann rétt eins og Gunnar. „Thatch er sterkari standandi en Hathaway og margir spá því að Hatch muni fara hratt upp met- orðalistann og hann hefur verið að gera það. Hann er búinn að berj- ast svipað lengi og Gunni. Hann kom inn með miklum látum í UFC og hann var því settur gegn Ben Henderson sem er fjórfaldur UFC- meistari. Thatch vann fyrstu þrjár loturnar þar en síðan náði Hender- son að hengja hann og klára bar- dagann.“ Æfði gegn stórum strákum Það vantar ekkert upp á undirbúninginn hjá Gunn- ari. Hann var í sex vikur að æfa í Mexíkó og undan- farinn mánuð hefur hann verið að æfa með Conor McGregor í Las Vegas. „Þetta er mjög góður undir- búningur og sérstak- lega voru æfinga- búð- irnar í Mexíkó góðar þar sem hann æfði við stóra stráka eins og Cathal Pendred. Thatch er svipað stór og því gott að æfa sig. Svo æfði hann með létt- ari og minni mönn- um í Vegas. Þetta er einn besti undirbún- ingur sem Gunnar hefur fengið og ég er viss um að það muni skila sér,“ segir faðirinn ákveð - inn á svip, en hann var dálítið hissa er hann komst að því að Gunnar yrði á „main card“ á laugardag en það eru stærstu bardagar kvöldsins. Verður dálítið stressaður „Þetta er stærsta kvöld ársins og það stærsta í sögu UFC. Gunni var að koma eftir tap og því átti ég ekki von á þessu. Þetta er mik- ill heiður fyrir Gunna og sýnir að UFC hefur tröllatrú á honum.“ Haraldur segir það vera ljóst að það fylgi þessu aukin pressa en það þarf alls ekki að vera neikvætt að hans mati. „Meiri athygli fylgir aukin pressa. Á móti kemur styrkur úr stuðningnum. Þessar dyr sveiflast í báðar áttir. Það á að fylgja þessu aukin pressa og ég held að Gunni muni nýta sér þetta á r é t t a n hátt.“ Laugar- dagurinn er risadag- ur fyrir alla Nelson-fjölskylduna en hvernig mun pabbanum Haraldi líða þegar sonur hans stígur á stærsta sviðið í MGM Grand í Las Vegas? „Ég verð örugglega dálítið stressaður. Það er alltaf mikil spenna í þessu sporti að ég tali nú ekki um þegar ást- vinir manns berjast. Þessi andstæðingur er líka þannig að það er full ástæða til að vera á varðbergi. Það breytir því ekki að ég hef svakalega mikla trú á Gunna.“ Sterkasti mótherjinn Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugar- dag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eft ir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. FEÐGAR Gunnar Nelson og faðir hans, Haraldur Nelson, í anddyri MGM-hótelsins þar sem bardaginn fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN MMA Stjarna UFC-kvöldsins á laugardag er Írinn Conor McGregor en hann hefur þotið upp á stjörnuhimininn á met- hraða. Hann er söluvænn fyrir UFC enda óspar á yfirlýsing- arnar sem hann hefur hingað til staðið undir. Hann hefur æft gríðarlega vel síðustu vikur og hefur einnig þurft að standa í viðtölum og myndatökum í allt að fimm tíma á dag síðustu daga. Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. Það vilja allir tala við hann. Mikið álag en einbeitingin er í lagi tjáði þjálfari hans, John Kavanagh, íþróttadeild í gær. Nokkuð hefur verið skrifað um að hann þurfi að létta sig óvenju mikið fyrir bardagann en Kavanagh sagði það ekki vera satt. Vildi ekki staðfesta hvað hann þyrfti að létta sig mikið en sagði að það væri lítið mál að ná réttri tölu fyrir vigtun á morgun. - hbg Ótrúlegar vinsældir Conors MMA Margir bardagakappar í UFC þurfa að hrista af sér mörg kíló, stundum upp í 15, á síðustu dög- unum fyrir bardaga. Gunnar Nelson er ekki einn þeirra og er í fámennum hópi sem þarf bara að taka af sér nokkur kíló til að ná vigt. „Gunni þarf bara að sleppa morgunmatnum einu sinni og þá er hann góður,“ sagði þjálfarinn John Kavanagh og brosti. „Það þarf aldrei að hafa áhyggjur af þessum málum hjá Gunna. Það þarf ekkert að breyta út af vananum hjá honum. Hann er mjög þægilegur.“ Gunnar var venju samkvæmt pollrólegur og yfirvegaður er blaðamaður hitti á hann í gær. Hann virkar í betra formi en áður og gott ef hann er ekki í sínu besta formi frá upphafi. Hann hefur æft eins og brjálæðingur og er eins tilbúinn og hægt er að vera. Æfingabúðum hans er lokið og síðustu dagarnir fara í slökun og léttar æfingar. Svo þarf að sinna fjöl- miðlaskyldum og öðru tengdu. Eftir að hafa verið aðalstjarnan á UFC- kvöldi í Stokkhólmi er Gunnar vanur því að sinna mikilli fjölmiðlaathygli. Það gerir hann af yfirvegun og með bros á vör. Allir fjölmiðlamenn sem hann hitta ganga burt brosandi. - hbg Þarf bara að sleppa morgunmatnum LÉTTAST Gunnar þarf að missa nokkur kíló til að ná vigt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FIMMTUDAG KL. 19:00 365.is Sími 1817 FH – SJK Finnska liðið SJK mætir í Kaplakrikann í kvöld og mætir FH í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH-ingar unnu fyrri leikinn á útivelli og eiga því góðan möguleika á að komast áfram í næstu umferð. svooogott™ KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands- liðsins, fór fyrir sex stiga sigri á Dönum í gær á æfingamótinu í Amagerhallen, 66-60. Helena skoraði 21 stig í leikn- um þar af sextán þeirra í seinni hálfleiknum og framlengingu sem íslenska liðið vann samtals með þrettán stigum, 46-33, og tryggði sér með því þriðja sigur- inn á Dönum frá upphafi. Helena var líka nálægt þrenn- unni því hana vantaði „bara“ tvö fráköst og tvo stolna bolta til að landa henni. Helena náði með þessu skemmtilegum tímamótum á landsliðsferli sínum því hún var stigahæst í leik hjá kvennalands- liðinu í fertugasta sinn. Hún hefur þar með skorað flest stig fyrir íslenska landsliðið í 40 af 55 landsleikjum sínum. - óój Stigahæst í fertugasta sinn Í SÉRFLOKKI Helena á ótrúlegan land- sliðsferil að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA ÍBV - BREIÐABLIK 0-4 0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (42.), 0-2 Fanndís Friðriksdóttir (49.), 0-3 Fanndís (73.), 0-4 Fanndís (89.). ÞÓR/KA - SELFOSS 1-1 1-0 Lillý Rut Hlynsdóttir (16.), 1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (88.). STAÐAN Breiðablik 9 8 1 0 29-2 25 Stjarnan 9 7 0 2 24-6 21 Selfoss 9 5 2 2 17-9 17 Valur 8 5 0 3 17-16 15 ÍBV 9 4 1 4 19-13 13 Þór/KA 8 3 3 2 16-14 12 Fylkir 8 3 1 4 12-17 10 KR 9 1 3 5 8-21 6 Þróttur 8 0 2 6 1-21 2 Afturelding 9 0 1 8 4-28 1 FÓTBOLTI Birkir færist nær Basel Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá svissneska meistaraliðinu FC Basel samkvæmt staðarblaðinu Basler Zeitung. Birkir er á mála hjá Pescara á Ítalíu sem var búið að samþykkja tilboð Torino í kappann en nú virðist líklegast að Birkir spili í Sviss á næsta tímabili. GOLF McIlroy ekki með Rory McIlroy staðfesti í gær að hann yrði ekki með á Opna breska meistara- mótinu í golfi. McIlroy, efsti maður heimslistans og ríkjandi meistari, meiddist illa á ökkla þegar hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum á mánudagskvöldið. SPORT 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -4 9 4 C 1 7 5 7 -4 8 1 0 1 7 5 7 -4 6 D 4 1 7 5 7 -4 5 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.