Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 40
Aðdáendur The Simpsons-þátt- anna geta heldur betur tekið gleði sína á ný því að Harry Shearer, sem talað hefur fyrir nokkrar af vinsælustu persónum þáttanna, ætlar ekki að yfirgefa Simpsons eins og komið hafði fram. Vef- miðillinn Variety greindi frá því í gær að Shearer og framleiðandi þáttanna, Fox, hefðu náð sam- komulagi og að hann yrði með í næstu tveimur seríum af The Simpsons. Shearer talar fyrir persónur á borð við Mr. Burns, Ned Flanders, Waylon Smithers og Skinner skólastjóra. Fyrir um tveimur mánuðum greindi Shearer frá því á Twitt- er að hann myndi yfirgefa Simp- sons-þættina og róa á önnur mið í leiklistargeiranum. Framleið- endur þáttanna staðfestu það í kjölfarið og sögðu að nýir aðilar myndu fylla þau skörð sem Shea- rer skildi eftir sig, í stað þess að þær persónur sem hann talar fyrir myndu hverfa af skjánum. Hinir leikararnir sem tala fyrir flestar persónur þáttanna, þau Dan Castellaneta, Julie Kav- ner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith og Hank Azaria, höfðu gert samning um að vera með í næstu tveimur seríum. Eftir að Shea- rer skrifaði undir eru Simpsons þættirnir-skipaðir sínum helstu leikurum á nýjan leik. Samningurinn er til tveggja ára og kveður á um leik í næstu tveimur seríum og möguleika á öðrum tveimur í viðbót. Talið er að hver leikari fái um 40 milljón- ir króna fyrir hvern þátt. Fyrir skömmu staðfesti Fox að stöðin hefði pantað tvær þátta- raðir og eru þær þáttaraðir númer 27 og 28. The Simpsons leit fyrst dags- ins ljós árið 1989 og hefur síðan verið ein vinsælasta þáttaröð síð- ari ára og unnið fjölda verðlauna eins og 31 Emmy-verðlaun, Pea- body-verðlaunin, heiðursstjörn- ur á Hollywood Walk of Fame og hlotið Óskarstilnefningu svo fátt eitt sé nefnt. Alls hafa 574 Simpsons-þættir verið framleiddir frá árinu 1989 en þess má til gamans geta að önnur vinsæl teiknimyndaþáttaröð eins og Family Guy er komin með 250 þætti framleidda. 27. þáttaröðin af The Simp- sons fer í loftið á Fox þann 27. september og í henni eru 22 þættir. gunnarleo@frettabladid.is 9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 32 Paper Towns Rómantískt Drama Helstu leikarar: Cara Delevingne, Nat Wolff, Cara Buono og Caitlin Carver. Leikstjóri: Jake Schreier Frumsýnd: 22. júlí Ant-Man Hasarmynd Helstu leikarar: Paul Rudd, Michael Douglas, Evangeline Lilly, Corey Stoll og Bobby Cannavale. Leikstjóri: Peyton Reed Frumsýnd: 16. júlí Web Cam Spennumynd Helstu leikarar: Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Ævar Már Ágústsson, Gunnar Helgason. Leikstjórn: Sigurður Anton Friðþjófsson. Frumsýnd: 15. júlí FRUMSÝNINGAR SIMPSON FJÖLSKYLDAN The Simpsons leit fyrst dagsins ljós árið 1989 og hefur síðan verið ein vin- sælasta þáttaröð síðari ára. 59 ára Tom Hanks leikari Þekktastur fyrir: Forrest Gump, Apollo 13, Saving Private Ryan, You‘ve Got Mail, The Green Mile, Cast Away og The Da Vinci Code. Simpsons fullskipaðir á ný Ein vinsælasta þáttaröð síðari ára, The Simpsons, fer í loft ið í haust. Harry Shearer, sem talar meðal annars fyrir Mr. Burns og Ned Flanders, var búinn að tilkynna brotthvarf sitt en hann snýr á nýjan leik í þættina. MIKILVÆGUR Leikarinn Harry Shearer er einn af sex leikurum sem eru ómissandi í Simpsons-þætt- ina, enda skipa raddirnar gífurlega miklu máli. NORDICPHOTOS/GETTY ERFIÐUR Mr. Burns hefur ávallt verið frekar erfiður náungi. FLANDERS Shea- rer talar fyrir Ned Flanders sem er í uppá haldi hjá mörgum. PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyj- um í ár. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Eve- rest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðar- innar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlauna- hátíðinni í fyrra fyrir kvikmynd- ina Gravity. Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin hafi verið sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefn- unni CineEurope í Barcelona í síð- ustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni. Kvik- myndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. septem- ber og er fyrrnefnd- ur Alfonso Cuarón formaður aðaldóm- nefndar hennar. Everest opnar í Feneyjum HEIÐUR Kvikmyndin Everest eftir Balt- sar Kormák opnar þessa virtu hátíð. Danska kvikmyndin Skammerens Datter var frumsýnd í gær. Um er að ræða hörkuspennandi fantasíu sem byggir á samnefndri metsölubók eftir Lene Kaaberbøl. Handritið skrifar hinn margverð- launaði Anders Thomas Jensen sem á fjölda gæðamynda að baki eins og I Kina spiser de hunde, Brødre, Hævnen og fleiri. Myndin fjallar um Dinu og fjöl- skyldu hennar sem flækist inn í stór- hættulega atburðarás þar sem það er undir henni komið að hjálpa erfingja krúnunnar í Dunark að sölsa undir sig hásætið, sem réttilega er hans. Myndin byggð á metsölubók 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 6 -7 0 0 C 1 7 5 6 -6 E D 0 1 7 5 6 -6 D 9 4 1 7 5 6 -6 C 5 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.