Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 8
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SLYS Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rann- saka nú hvort björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunar- búnaður að blása út en svo virð- ist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar voru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirk- um sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári við árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Land- helgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð til sjálfvirkrar tilkynningarskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðarfær- in en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norð- læg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins voru en það er til rann- sóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvar- búnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nálæga báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilin- um í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranes- ið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætl- aði að bíða við skipið þangað til björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bol- ungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynn- ingar. stefanrafn@frettabladid.is Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunar- búnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. SÆDÍS KEMUR Í HÖFN Báturinn Sædís ÍS-067 kemur með skipbrotsmennina til hafnar í Bolungarvík. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON 1. Mánudagur 6. júlí, um hádegisbil Jón Hákon BA-60 leggur af stað til veiða úr Patreksfjarðarhöfn 2. Þriðjudagur 7. júlí, rétt fyrir kl. 8.00 Landhelgisgæslunni berst við- vörun um að Jón Hákon væri ekki að senda ferilvöktunarboð. 2. Þriðjudagur 7. júlí, rétt fyrir kl. 8.30 Mardís ÍS-400 tilkynnir að hún sé komin að Jóni Hákoni. Skipverjunum er bjargað og þeir færðir í bátinn Sædísi ÍS-067 sem siglir áleiðis til Bolungarvíkur. 2. Þriðjudagur 7. júlí, kl. 8.30 Fagranesið ÍS-008 kemur að Jóni Hákoni og vaktar skipið. 2. Þriðjudagur 7. júlí, rétt fyrir kl. 9.00 Fagranesið tilkynnir um að Jón Hákon sé sokkinn. 3. Þriðjudagur 7. júlí, rétt fyrir kl. 10.00 Sædís kemur til Bolungarvíkur og skipverjarnir eru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði. ATBURÐARÁSIN Aðalvík Bolungarvík Ísafjörður Patreksfjörður Ísafjarðardjúp 1 2 3 KIA SORENTO EX LUXURY Nýskr. 02/07, ekinn 113 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.590 þús. Rnr. 120710. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 01/14, ekinn 35 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.950 þús. Rnr. 320339. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 4 S Nýskr. 05/12, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 320335. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/12, ekinn 72 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.990 þús. Rnr. 102871. NISSAN X-TRAIL Nýskr. 02/11, ekinn 67 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.190 þús. Rnr. 320341. NISSAN JUKE ACENTA 2WD Nýskr. 06/14, ekinn 28 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.190 þús. Rnr. 191864. SUBARU XV 2.0I Nýskr. 06/14, ekinn 34 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.350 þús. Rnr. 320338. Frábært verð! 9.190 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! BRETLAND George Osborne, fjár- málaráðherra Bretlands, lagði fram fjárlagafrumvarp í gær. Frumvarpið er hið fyrsta sem Íhaldsflokkurinn stendur einn að frá árinu 1996 en flokkurinn er nú með hreinan meirihluta á breska þinginu. Frumvarpið felur í sér mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu til að rýma fyrir hærri launum og lægri sköttum. Osborne segir að frumvarpið leggi „grunn að áætl- un til næstu fimm ára um að færa okkur [Breta] frá lágum launum, háum sköttum og víðtækara vel- ferðarkerfi“. Einn veigamesti hluti fjárlaga- frumvarpsins er ný framtíðaráætl- un ráðherrans sem snýr að því að lágmarkslaun á klukkustund verði orðin 1.837 krónur árið 2020. Fjöldi fólks kom saman í mið- borg Lundúna til að mótmæla frumvarpinu og var grínistinn Russell Brand þeirra á meðal. Hann sagði frumvarpið stuðla að þjáningum hinna fátæku. - þea, hmp Fjármálaráðherra Bretlands lagði fram umdeilt fjárlagafrumvarp í gær: Laun hækka en velferð minnkar UMDEILDUR Skiptar skoðanir eru um fjárlagafrumvarp George Osborne, fjár- málaráðherra Bretlands. NORDICPHOTOS/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -4 9 4 C 1 7 5 7 -4 8 1 0 1 7 5 7 -4 6 D 4 1 7 5 7 -4 5 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.