Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 38
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
Í kvöld fer fram viðburður á Lofti Hosteli þar sem
áhugasamir geta kynnt sér hvernig matreiða skal
dumplings.
Dumplings eru hveitibollur sem eru gufusoðnar,
soðnar, steiktar eða bakaðar og ýmist bornar fram
þannig eða fylltar með alls konar kjötmeti og/eða
grænmeti fyrir eldun.
Á Lofti verður kynnt hvernig á að matreiða
dumplings og þátttakendur geta látið reyna á hæfi-
leika sína við eldamennskuna og snætt svo herleg-
heitin að lokum.
„Viðtökurnar komu mér á óvart, það voru strax 40
búnir að skrá sig á viðburðinn klukkutíma eftir að ég
bjó hann til á Facebook og núna eru þeir orðnir rúm-
lega 150,“ segir Elodie Chen, sem skipulagði og heldur
utan um viðburðinn en hann er hluti af verkefni í
menningargreind.
Vegna áhugans hefur Elodie ákveðið að halda annan
viðburð þann 16. júlí næstkomandi sem fer einnig
fram á Lofti Hosteli og hefst á sama tíma.
Viðburðurinn hefst klukkan 19.00 og er aðgang-
ur ókeypis en einungis 20 manns geta tekið þátt
í matargerðinni, en öllum er frjálst að mæta og
fylgjast með. - gló
Geta kynnt sér dumpling-gerð
Einnig verður haldinn viðburður þar sem hægt er að spreyta sig á matargerðinni.
ÁHUGAVERT Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér
dumpling-gerð geta gert sér ferð á Loft Hostel í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
9. JÚLÍ 2015
Tónleikar
12.00 Alþjóðlegt orgelsumar stendur
nú sem hæst í Hallgrímskirkju með
þrennum orgeltónleikum í hverri viku
auk þess sem Schola cantorum heldur
vikulega hádegistónleika á miðvikudög-
um. Eftir að hafa fengið innlenda og
erlenda organista í heimsókn er komið
að kantor Hallgrímskirkju, Herði Áskels-
syni organista, að sitja við hljómborðin
fjögur í Klais-orgelinu stóra, og fylla
hvelfingar Hallgrímskirkju af ómum, en
hann leikur á tónleikum helgarinnar. Á
tónleikum fimmtudagsins verður hinn
ungi og upprennandi baritónsöngvari
Fjölnir Ólafsson með Herði, en þeir
munu flytja fjölbreytta og fallega hálf-
tíma langa dagskrá. Tónleikarnir hefjast
klukkan 12.00 og miðaverð er 2.000 kr.
17.00 Perlur íslenskra sönglaga verða
fluttar í kvöld. Á tónleikunum í Hörpu fá
áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri
tónlist. Flutt verða perlur íslenskra söng-
laga, þjóðlög, sálma og ættjarðarsöngva.
Tónleikar í þessari röð eru komnir á
þriðja hundraðið og hafa verið fastur
liður í sumardagskrá Hörpu frá opnun
hússins. Listrænn stjórnandi tónleikanna
er óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristins-
son. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00
og kostar 4.200 krónur inn.
19.00 Hljómsveitin Lights on the
Highway á Quest - Hair, Beer & Whisky
Saloon, Laugavegi 178 (Bolholt). Húsið
er opnað klukkan 19.00 og 1.500 kr.
inn, einn bjór fylgir miðanum!
20.00 Sætabrauðsdrengirnir koma
fram í Stykkishólmskirkju í kvöld. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.00. Sæta-
brauðsdrengirnir eru þeir Gissur Páll
Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöðver
Sigurðsson og Viðar Gunnarsson
ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og
píanóleikara. Það er alltaf stutt í glens
og gaman hjá þessum Sætabrauðs-
drengjum. Þéttur hljómur við fjörugar
útsetningar í fyrirrúmi. Í þetta skiptið
verða þeir á léttum nótum dægurlaga,
sem allir kannast við, úr ýmsum áttum
og frá ýmsum tímabilum. Allt frá ljúf-
lingslögum Fúsa Halldórs yfir í Stína ó
Stína og Hæ Mambó!
20.00 Í kvöld klukkan 20.00 fara fram
sumartónleikar í Skálholtskirkju. Þar
kemur fram Continuum en hana skipa
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, og
Elina Albach, semballeikari. Þau flakka
á milli 17. og 21. aldar og leika tónlist
eftir J.S. Bach, G.A.P. Mealli, James
Dillon og Sciarrino.
20.00 Í kvöld fara fram stórtónleikar í
Gamla bíó. Þar munu hljómsveitirnar
Mammút og Samaris leiða saman
hesta sína og slá upp tónlistarveislu
barmafullri af óvæntum uppákomum.
Húsið er opnað klukkan 20.00 og tón-
leikarnir byrja klukkan 21.00. Miðar í
forsölu á tix.is.
20.00 Athygli ykkar er vakin á sér-
stöku tónleikaferðalagi í sumar.
Þar mun Anna Jónsdóttir, sópran,
syngja íslensk þjóðlög á óvenju-
legum stöðum. Hún nefnir ferðalagið
Uppi og niðri og þar í miðju. Tón-
leikarnir verða 16 talsins og eru með
óvenjulegri viðburðum sumarsins.
Anna hefur sungið nú á 6 stöðum
á landinu, þar má nefna Grímsey, á
báti í Klettshelli í Vestmannaeyjum,
í Vatnshelli á Snæfellsnesi og í Akra-
nesvita. Anna heldur áfram ferð sinni
og mun í dag syngja í Svarta Pakkhús-
inu á Flateyri og hefjast tónleikarnir
klukkan 20.00.
20.30 Í kvöld verða haldnir djass-
tónleikar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í
Þorlákshöfn. Fram koma tríóið Skarkali
og kvartettinn Aurora en báðar hljóm-
sveitir eru skipaðar nokkrum af efni-
legustu djasstónlistarmönnum Íslands.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og
standa yfir í um það bil tvær klukku-
stundir með stuttu hléi. Aðgangseyrir
er einungis 1.500 kr. og fer miðasala
fram við dyrnar, kortaposi verður á
staðnum.
21.00 Bandaríska hljómsveitin Osi
Ella heldur tónleika ásamt frábærum
íslenskum tónlistarmönnum. Í kvöld
kemur sveitin fram ásamt Axel Flóvent,
Lily Of The Valley - Icelandic Band og
Johnny And The Rest. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.00 og fara fram á
Gauknum við Tryggvagötu. Frítt er inn
á tónleikana.
21.00 DJ Pabbi þeytir skífum á Bar
Ananas í kvöld klukkan 21.00.
21.00 Sísí Ey kemur fram á Café Rosen-
berg og hefjast tónleikarnir klukkan
21.00.
21.00 Young @ Heart Trio kemur fram
í Björtuloftum í Hörpu í kvöld. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 21.00 og kostar
2.000 krónur inn. Sveitina skipa þeir
Haukur Gröndal saxófónleikari, Ásgeir
J. Ásgeirsson gítarleikari og Þorgrímur
Jónsson bassaleikari. Efnisskráin er
samsett af ljúfum söngvum milli-
stríðsáranna sem verða leikin í léttum
og og skemmtilegum útsetningum
félaganna.
21.00 Soffía Björg ætlar að koma fram
á tónleikum á Hlemmi Square í kvöld
klukkan 21.00.
21.00 DJ Smutty Smiff þeytir skífum
á Lebowski Bar og hefst skemmtunin
klukkan 21.00.
22.00 Magnús R. Einarsson, Karl Pétur
Smith og Tómas M. Tómasson halda
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8. fimmtudaginn 9. júlí klukkan
22.00. Aðgangur er ókeypis!
Sýningar
15.00 Gallerí Gestur verður með sýn-
ingu á nokkrum verka Ástu Ólafsdóttur
í Iðnó í dag mili klukkan 15 og 18.
Gallerí Gestur er taska sem Dr. Magnús
Gestsson hefur með sér og opnar þar
sem hann drepur niður fæti. Verk Ástu
má einnig að finna á veggjum Iðnó.
17.00 Sirkus Íslands ferðast um landið
í sumar og verður á Klambratúni í
Reykjavík 9.-12 júlí og 7.-23. ágúst. Í
Reykjavík sýnir sirkusinn þrjár mis-
munandi sýningar: Fjölskyldusýninguna
Heima er best, krakkasýninguna
S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn
Skinnsemi. Sirkusinn sýnir í sirku-
stjaldinu Jöklu sem verður tjaldað á
Klambra túni.
19.00 HOW TO BECOME ICELANDIC IN
60 MINUTES er leiksýning sem leikin
er á ensku, samin og flutt af Bjarna
Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði
Sigurjónssyni. Um er að ræða sam-
bland af söguleikhúsi og uppistandi þar
sem reynt verður að kenna þeim sem
sýninguna sækja að verða Íslendingar.
Þetta er sprenghlægileg klukkustundar-
löng sýning sem ætluð er öllum þeim
sem vilja læra hvað það er að vera
Íslendingur. Samstarf Bjarna Hauks og
Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni
vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra
getið af sér þrjár vinsælar sýningar;
Hellisbúann, Pabbann og Afann. Sýn-
ingin fer fram klukkan 19.00 í Kaldalóni
í Hörpu.
Leiðsögn
12.15 Boðið verður upp á leiðsögn
í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi,
fimmtudaginn 9. júli klukkan 12.15.
Þar er nú til sýnis afrakstur listaverk-
efnisins Rót en verkefnið hefur staðið
yfir s.l. tvær vikur. Að þessu sinni sjá
listamenn sem tóku þátt í verkefninu
um leiðsögnina ásamt starfsmanni
Listasafnsins á Akureyri. Rót sameinar
listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð
verka sem eru þróuð á staðnum með
ólíkum áherslum. Hver dagur hófst á
hugflæði þar sem allar hugmyndir voru
viðraðar þangað til rótin fannst. Hug-
myndin að verkefninu kviknaði einn
vetrardag á sameiginlegri vinnustofu
þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur,
Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu
Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að
nýta margföldunaráhrifin sem gott
samstarf framkallar. Nánari upplýsingar
má sjá
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
FIMMTUDAGUR
„Mér fannst þetta bara vera rétti tíminn
til að koma með plötu,“ segir gítarleikar-
inn Sigurgeir Sigmundsson en út er komin
hans fyrsta sólóplata. Efni plötunnar er sótt
í rokk, blús, djass og íslenska náttúru.
Á plötunni eru þrettán leikin (instrumen-
tal) lög, þar af eru tólf eftir Sigurgeir. Eina
tökulagið er Heyr himnasmiður eftir Þorkel
Sigurbjörnsson.
„Við byrjuðum að taka upp í desember og
kláruðum í febrúar. Það er þarna eitt lag
frá 1982 en margt var samið sérstaklega
fyrir plötuna,“ segir Sigurgeir um plötu-
gerðina.
Platan var tekin upp í Stúdíói Paradís og
um upptökur og hljóðblöndun sá Jóhann
Ásmundsson.
Á plötunni leikur úrval íslenskra hljóm-
listarmanna. Jóhann Ásmundsson sér um
allan bassaleik, húðirnar berja þeir Einar
V. Scheving, Sigfús Óttarsson og Erik Qvik.
Eyþór Gunnarsson, Kjartan Valdemars-
son, Óskar Einarsson, Þórir Baldursson og
Þórir Úlfarsson leika á hljómborð.
Hljómsveitin Start leikur í tveimur auka-
lögum sem eru annars vegar Paradís, sem
samið var í minningu Péturs W. Kristjáns-
sonar söngvara, og Ekkert mál, sem var
titillag samnefndrar heimildarmyndar um
Jón Pál Sigmarsson, sterkasta mann heims,
en hefur ekki komið út á hljómplötu áður.
Sigurgeir hefur um langa hríð verið einn
virkasti rokkgítarleikari landsins og leikið
meðal annars með Bubba Morthens, Gildr-
unni, Starti, Tyrkja-Guddu, Skonrokki,
Klaufunum, Gullfossi, Björgvini Halldórs-
syni, Drýsli og Eiríki Haukssyni.
Sigurgeir og Draumabandið leika á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld,
Rauðku Siglufirði 10. júlí og 11. júlí í Hótel
Reynihlíð í Mývatnssveit. Tónleikarnir í
kvöld hefjast klukkan 20.30. - glp
Loksins rétti tíminn til að koma með sólóplötu
Einn helsti gítarleikari þjóðarinnar, Sigurgeir Sigmundsson, með sína fyrstu sólóplötu. Hann ætlar að fylgja plötunni eft ir næstu daga.
FAGNAR Sigurgeir kemur fram á tónleikum ásamt
hljómsveit í kvöld. MYND/FINNBOGI S. MARINÓSSON
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
6
-F
0
6
C
1
7
5
6
-E
F
3
0
1
7
5
6
-E
D
F
4
1
7
5
6
-E
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K