Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 12
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR12 | FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN |
Þeir sem ætla að reyna að losna
við streitu í sumar ættu að taka
sér þriggja vikna frí. Þetta er mat
Are Holen, norsks prófessors við
NTNU-háskólann í Þrándheimi í
Noregi. Hann segir að margir fái
ekki næga hvíld skipti þeir fríinu
of mikið.
Holen, sem er sérfræðing-
ur í streitu, kveðst í viðtali á
vef norska ríkisútvarpsins hins
vegar hafa fullan skilning á því
hvers vegna margir geymi hluta
frísins þar til síðar. Hann bendir
á að nútímastörf krefjist í mörg-
um tilfellum meiri hugarvinnu
en líkamlegrar vinnu. Þetta hafi í
för með sér viðvarandi streitu hjá
mörgum. Þess vegna geti verið
skynsamlegt að geyma tvær frí-
vikur og fara í vikufrí að vori og
hausti. Þetta eigi hins vegar ekki
við um alla.
Norska ríkisútvarpið hefur það
eftir Jens Kr. Steen Jacobsen, sér-
fræðingi í ferðamálum sem starf-
ar við Háskólann í Stafangri, að
stefni maður fyrst og fremst að
því að fá sem mesta ánægju út úr
fríinu sé oft best að skipta fríinu
í styttri tímabil. Vilji menn aftur
á móti hvíla hugann og ná að fjar-
lægjast vinnuna sé að minnsta
kosti þriggja vikna samhangandi
frí nauðsynlegt. Auðveldast sé að
losna við rútínu og venjur þegar
menn fara í ferðalag. Ekki geti þó
allir slakað alveg á í fríinu.
Holen segir að það geti verið
óheppilegt að taka vinnuna með
sér í fríið. Þegar menn slaki á
afkasti þeir ekki jafnmiklu. Að
ná ekki að ljúka verki geti haft í
för með sér meiri streitu, heldur
en þegar verk klárast.
En á fjölskyldan að vera saman
allt fríið? Dr. Mai Heide Ottosen,
félagsfræðingur og sérfræðing-
ur í öldrunarfræðum, segir það
ekki þurfa að hafa slæm áhrif
á fjölskyldulífið þótt allir fjöl-
skyldumeðlimirnir séu ekki
saman allt fríið. Þannig sé því
háttað í vetrarfríinu í hennar
fjölskyldu.
Hún kveðst hafa verið gleði-
spillir þegar fjölskyldan fór í
skíðaferðalag. Eiginmaðurinn og
synirnir hafi haft mikinn áhuga
á skíðamennsku en hún ekki. Nið-
urstaðan hafi orðið sú að hún hafi
orðið eftir heima og hafi um ára-
bil fengið vikufrí fyrir sig sjálfa.
Það hafi frekar styrkt fjölskyldu-
böndin en hitt, skrifar Ottosen.
Það sé hins vegar ekki í lagi að
láta börnin vera í gæslu á meðan
foreldrarnir sleikja sólskinið
og drekka hvítvín á veröndinni.
Feður eigi heldur ekki að fara í
tveggja vikna veiðitúr með félög-
unum í sumarfríinu.
ibs@frettabladid.is
Þú þarft 3 vikna frí til
að losna við streituna
Norskur prófessor segir marga ekki fá næga hvíld skipti þeir fríinu of mikið. Fjöl-
skyldan þarf ekki að vera saman allt fríið, að mati dansks félagsfræðings.
Norðmenn nota ekki bara heitt vatn
til að draga úr kláða vegna exems,
heldur einnig vegna mýbits. Blaða-
maður vísindavefsins forskning.no
ákvað að spyrja húðsjúkdómalækn-
inn Jon Anders Halvorsen hvort
heitt vatn geri virkilega gagn.
Læknirinn segir að sjúklingar
með exem hafi greint frá því að
þeir fari í heita sturtu til að draga
úr kláðanum. Að hans mati er sjálf-
sagt að prófa þetta ráð til að draga
úr kláða vegna mýbits svo framar-
lega sem hitinn sé ekki svo mikill
að húðin skaðist.
Fram kemur á vísindavefnum
að nokkrir sem hafi prófað dýfi
öðrum endanum á handklæði
í vatn sem er aðeins of heitt til
þess að maður geti verið með
hendurnar ofan í því. Síðan er
voti hluti handklæðisins lagður á
stunguna eftir mýfluguna. Greint
er frá því að mögulega þurfi að
endurtaka þetta.
Halvorsen telur aðferðina hins
vegar varasama þegar um exem
er að ræða. Mikill hiti fjarlægi
verndandi fitulag húðarinnar.
Það geti haft ertandi áhrif. - ibs
Þegar flugurnar eru að hrella mann:
Heitt vatn er „heitt“
ráð við kláðanum
Í FRÍI Til að hugurinn hvílist er gott að fara í langt frí. NORDICPHOTOS/GETTY
MÝFLUGA Þessi tegund hefur verið að ergja og bíta landsmenn að undanförnu.
MYND/ERLING ÓLAFSSON
BITINN Norðmenn nota heitt vatn til
að draga úr kláðanum. MYND/AÐSEND
Líkaminn fær lífsnauðsynleg-
ar fitusýrur og vítamín úr fit-
unni í fæðunni, að því er segir á
vef landlæknis. Í ráðleggingum
um mataræði á vefnum segir að
æskilegt sé að auka hlut mjúkrar
fitu í fæðunni á kostnað harðrar
fitu. Þannig megi draga úr hættu
á hjarta- og æðasjúkdómum.
Mjúka fitu er fyrst og fremst
að finna í fæðu úr jurtaríkinu og
í feitum fiski.
Mjúk eða ómettuð fita er ýmist
einómettuð eða fjölómettuð.
Með harðri fitu er átt við bæði
mettaðar fitusýrur og transfitu-
sýrur, að því er segir í ráðlegging-
unum.
Til að auka hlut mjúkrar fitu er
mælt með því að nota jurtaolíur
við matargerð og út á salöt, t.d.
rapsolíu og ólífuolíu, frekar en
smjör, smjörlíki eða kókósfeiti.
Smyrja á þunnt ef smjör eða
smjörblöndur eru notaðar á
brauð. Lagt er til að prófað sé að
nota baunamauk, pestó eða lár-
perur ofan á brauð.
Bent er á að skráargatsmerkt-
ar vörur innihaldi minni mettaða
fitu en sambærilegar vörur.
Fitan í fæðunni veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur auk vítamína:
Aukið hlut mjúkrar fitu á kostnað harðrar
➜ Feitur fiskur, lýsi, jurta-
olíur, hnetur, fræ og lárperur
eru góð uppspretta hollrar
fitu. Mjúka fitu er fyrst og
fremst að finna í fæðu úr
jurtaríkinu og í feitum fiski.
… orð eins og bón, bónklútur, vaskaskinn,
vínylbón, þvottakústur …
Lykil- o
g korth
afar Ol
ís fá
10%
afslátt
af bíla
vörum
BÓNORÐ
GÓÐIR DAGAR FYRIR
Áheit til UNICEF á Íslandi í
Reykjavíkurmaraþoninu í ár munu
renna til barna í neyð í Nepal.
UNICEF, Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna, hefur staðið fyrir
neyðarsöfnun síðan jarðskjálftinn
mikli reið yfir í Nepal lok apríl.
Neyðin á skjálftasvæðinu er gríð-
arleg og mikið uppbyggingarstarf
fram undan. Þegar hafa fjölmarg-
ir skráð sig í áheitahlaup fyrir
UNICEF á Íslandi í Reykjavíkur-
maraþoninu, að því er kemur fram
á vef samtakanna.
Reykjavíkurmaraþon:
Áheit til barna í
neyð í Nepal
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-B
0
3
C
1
7
5
6
-A
F
0
0
1
7
5
6
-A
D
C
4
1
7
5
6
-A
C
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K