Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 18
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Búast má við frekari hækkunum á hlutabréfaverði Icelandair í vikunni. Þetta kemur fram í afkomuspá fyrir Icelandair Group sem IFS greining gaf út í fyrradag. Spáin er meðal annars rökstudd með því að farþegum félagsins fjölg- ar enn. Flutningatölur fyrir júní sýna að félagið flutti 363 þúsund far- þega í millilandaflugi í júní og voru þeir 18 prósentum fleiri en í júní á síðasta ári. Segir í afkomuspá IFS að þetta hafi jákvæð áhrif á framlegð- ina hjá félaginu. Einnig jókst fram- boð á hótelherbergjum og þrátt fyrir það jókst einnig nýting þeirra. Á hádegi í gær var gengi bréfa í Icelandair 25,15. IFS greining birti verðmat á Icelandair Group í maí, á sama tíma og uppgjör fyrsta árs- fjórðungs var kunngjört. Það var þá mat IFS að virði félagsins væri 23,43 á hlut. Nú gerir IFS ráð fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður hafði verið talið. Auk fjölgunar farþega og betri nýtingar herbergja er ástæðan einkum sú að talið er að olíuverð eigi eftir að verða lægra en frá síðasta virðismati. Í virðismati Icelandair er fjallað um áhrif væntanlegra flugvélar- kaupa á félagið. Gert er ráð fyrir að á árunum 2018-2021 muni Icelandair kaupa 16 nýjar flugvélar og listaverð þeirra sé 1.780 milljónir dala. Þessar vélar séu sparneytnari og muni auka „load factor“ utan háannatíma. „IFS býst við því að hluti af áhættustýr- ingu Icelandair muni felast í því að selja og leigja til baka að minnsta kosti fjórar af þessum nýju flugvél- um. Þetta muni draga úr fjárþörf fyrirtækisins,“ segir í virðismati IFS. - jhh Fjölgun farþega, betri nýting hótelherbergja og lægra olíuverð mun hafa áhrif á verð bréfa Icelandair: Búast við að gengi bréfa í Icelandair hækki ICELANDAIR Búist er við því að gengi bréfa hækki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Spóaás 15 - Hafnarfirði. Opið hús fimmtud. 9. júlí frá kl. 17 – 18. Verið velkomin. Vel staðsett 208,8 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Húsið skiptist í forstofu, stofur, eldhús með borðkrók, þvotta- herbergi, fjögur herbergi, snyrtingu, gang og baðherbergi. Íbúðin skráð 173,3 fm og flatarmál bílskúrs er 38,5 fm. Frábært útsýni. Stór bílskúr með millilofti. Verð 57.9 m Afhending við kaupsamning. Uppl. gefur Ísak V. Jóhannsson & Viðar Marinósson í síma 822-5588 löggiltur fasteignasali OPI Ð H ÚS Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngu- miða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíð- ina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteins- son, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinn- ar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildar- útgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörg- um tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrir- fram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleika- stöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í sam- ræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferða- menn hingað og vilji eyða pening- um á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíð- in skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. jonhakon@frettabladid.is Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Heildarútgjöld gesta á Iceland Airwaves voru 1,6 milljarðar króna í fyrra. Hver gestur ver að meðaltali 400 þúsund krónum. Verkefna- og fræðslustjóri ÚTÓN segir að hátíðin skapi ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn erlendis. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleika- stöðum, þá fækkar mið- unum sem Iceland Airwa- ves getur selt á hátíðina. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN Á mann Í heild Flug, gisting og miði 61.656 kr. 311.118.083 kr. Ferðakostnaður 43.500 kr. 219.499.313 kr. Miðakostnaður 13.358 kr. 67.405.537 kr. Á mann Í heild Á sólarhring 27.223 kr. 137.364.897 kr. Meðan á dvöl stóð 202.414 kr. 1.021.380.825 kr. ➜ Útgjöld gesta Iceland Airwaves 2014 ➜ Neysla (án flugs, gistingar og miða) Á AIRVAWES Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ Fjórtán sóttu um stöðu forstjóra Íbúðalánasjóðs, en nöfn umsækj- enda voru gerð opinber í gær. Tilkynnt var í lok apríl að Sigurður Erlingsson myndi láta af störfum forstjóra. Jafnframt var greint frá því að staðgengill forstjóra, Gunnhild- ur Gunnarsdóttir, tæki tímabundið við starfinu af honum. Nýr forstjóri mun fá það hlutverk að leiða breytingar sem kunna að verða á starfsemi sjóðsins við breytta skipan húsnæðismála. Staðgengill forstjóra ÍLS sækir um forstjórastöðu: Fjórtán sóttu um Bankastræti 5 ehf., sem rekur skemmtistaðinn B5 einn vinsæl- asta skemmtistað landsins, hagn- aðist um 27,4 milljónir króna á síð- asta ári. Hagnaður dróst lítillega saman milli ára og nam 28 milj- ónum króna á síðasta ári. „Helgarnar eru fínar,“ segir Björn Jakobsson, framkvæmda- stjóri Bankastrætis 5, og bætir við að staðurinn hafi leyfi fyrir 165 manns. Rekstarhagnaður var um 36 milljónir króna og var nær óbreyttur milli ára. Að meðal- tali störfuðu 20 starfsmenn hjá félaginu í fyrra. Handbært fé dróst saman um 16 milljónir króna á árinu og nam 31 milljón króna í árslok. Félagið varði 20 milljónum króna í að greiða upp langtímalán og lækka skuldir þess sem því nemur og eru þær nú 23,8 milljónir króna. Eignir félagsins námu í árs- lok 82 milljónum króna. Bókfært eigið fé var 57,8 milljónir króna og þar af nam óráðstafað eigið fé 57,3 milljónum króna. - ih Helgarnar eru fínar, segir framkvæmdastjórinn: Hagnaður af B5 um 27 milljónir króna BANKASTRÆTI 5 B5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þessir sóttu um: Agnar Kofoed-Hansen Atli Freyr Sævarsson Árni Thoroddsen Brynjólfur Bjarnason Drífa Jóna Sigfúsdóttir Guðrún Eggertsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir Hermann Jónasson Jónmundur Gunnar Guðmundsson Marthen Elvar Veigarsson Olsen Óskar Sigurðsson Ragnar Þorgeirsson Sigurður Geirsson Þorsteinn Ólafs - jhh Andri Guðmundsson var kjör- inn nýr aðalmaður í stjórn Fossa markaða hf. á hluthafafundi 6. júlí síðastliðinn. Andri starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. í 10 ár bæði við verð- bréfamiðlun og fyrir tækjaráðgjöf. Andri var fram- kvæmdastjóri H.F. Verðbréfa 2011-2014. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er viður- kenndur ráðgjafi á First North. - jhh Nýr stjórnarmaður kjörinn: Andri nýr í stjórn Fossa 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -9 2 9 C 1 7 5 6 -9 1 6 0 1 7 5 6 -9 0 2 4 1 7 5 6 -8 E E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.