Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 50
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 FÓTBOLTI Grétar Rafn Steins- son, fyrrverandi atvinnumað- ur og landsliðsmaður í fótbolta, sagði ekki skilið við íþróttina þegar hann þurfti að hætta vegna meiðsla fyrir tveimur árum. Hann ákvað að skipta út treyjunni fyrir jakkaföt og takka- skónum fyrir lakkskó og vera áfram í boltanum – hinum megin við borðið. Hann útskrifaðist úr fót- boltastjórnunarskóla Joh- ans Cruyff í Hollandi, tók starfsnám hjá gamla liðinu sínu AZ Alkmaar og var svo ráðinn yfirmaður knatt- spyrnumála hjá enska C-deild- arliðinu Fleet- wood Town fyrr á árinu. Evrópska leiðin „Ég gerði kynn- ingu sem ég kynnti svo fyrir félaginu fyrir rétt rúmu ári þegar ég var í náminu. Ég útskýrði hvað ég vildi gera og hver mínar áætlanir væru. Mig langaði að fara evrópsku leiðina á Eng- landi þar sem knattspyrnu- stjórar vana- lega ráða öllu. Svona starf eins og ég er í hefur oft verið litið horn- auga,“ segir Grétar Rafn í viðtali við Fréttablaðið. „Eigandi liðsins [Andrew Pilley, ríkur viðskipta- jöfur, innsk. blm] er mikill aðdá- andi þess að fara óhefðbundnar leiðir. Fleetwood er frábær vett- vangur til að starfa á, því hér er mikill uppgangur og mikill metn- aður. Þetta er líka starf sem ég stefndi á,“ segir Grétar. Munur á liði og félagi Uppgangur Fleetwood hefur verið hraður á síðustu árum, en liðið var í utandeildinni fyrir fjórum árum. Það fór upp um tvær deild- ir á tveimur árum og stóð sig svo mjög vel sem nýliði í C-deildinni á síðustu leiktíð þar sem það hafnaði í 10. sæti. „Metnaður þessa félags passar mjög vel við það sem mig langar að gera. Hér er verið að byggja sjö milljóna punda æfingasvæði og eigandinn á hótel þar sem ungir leikmenn sem koma til okkar gista með fjölskyldu. Þótt við séum lítið félag í C-deild er mikill uppgang- ur,“ segir Grétar Rafn. Þar sem bakvörðurinn fyrr- verandi var einnig leikmað- ur þekkir hann vel til þeim megin og veit hvað þarf til að lifa af í þessum harða fótbolta- bransa. „Fótboltalið og fót- boltafélag er tvennt ólíkt þótt aðalat- riðið sé alltaf að vinna leiki. Ef þú vinnur ekki leiki skiptir ekk- ert annað máli. Þó getur verið með mesta skipulagið og allt flott- ast á bak við tjöldin en ef liðið vinnur ekki leiki er félagið lélegt. En svo get- urðu verið með allt í rúst á bak við liðið en unnið leiki og þá skipt- ir það engu máli. Við viljum gera Fleetwood að sjálf- bæru fótboltafélagi og því þarf þetta allt að haldast í hendur,“ segir hann. Samningur í Úsbekistan Grétar Rafn fór í langa ferð frá Eng- landi til Úsbekist- ans í síðustu viku þar sem hann var að ganga frá samstarfs- samningi við félagið Lokomotiv Tashkent. Félagið er í eigu járnbrautarlestafyr- irtækis ríkisins og hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð. „Þetta tengist viðskiptamögu- leikum okkar sem og fótboltanum. Við skoðuðum aðstæður þarna og einnig munum við skiptast á upp- lýsingum og þekkingu og væntan- lega fara í æfingaferðalag þangað í framtíðinni,“ segir Grétar Rafn. Hann tók með sér tvo unga leik- menn liðsins heim sem munu æfa með varaliði Fleetwood og spila með varaliðinu. Þeir gista á hóteli eigandans með fjölskyldu og hafa það því gott á erlendri grundu. „Þarna er spilaður hörkufót- bolti. Þetta er lið sem er að spila í Meistaradeildinni í Asíu og upp- gangur landsliðsins er mikill. Svo munum við kannski í framtíðinni vera þarna með alþjóðlegan fót- boltaskóla eins og ég hef verið með heima á Siglufirði og á Akureyri. Þar kannski getum við búið til ein- stakt prógramm þar sem því besta frá Englandi og Asíu er blandað saman,“ segir Grétar Rafn. Bítast um sömu bitana En af hverju Úsbekistan af öllum stöðum? Jú, þegar lítið félag eins og Fleetwood er með upp undir 20 þekkt félög á Englandi í öllum deildum í kringum sig; lið á borð við Blackpool, Blackburn, Wigan, Bolton, Liverpool, Everton og Manchester-liðin, þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við erum öll að keppast um sömu hlutina; stuðningsmenn, leik- menn og styrktaraðila. Mörg þess- ara stóru félaga fara í kynningar- og æfingaferðir út í heim þar sem fólk kemur að sjá þau og vonandi að finna styrktaraðila,“ segir Grét- ar Rafn og heldur áfram: „Þetta er ekki að fara að gerast fyrir okkur á Indlandi eða í Kína eða Japan þannig að við þurfum að finna markað sem tekur á móti okkur og vill vinna með okkur. Það kostar mikinn pening að byggja upp fótboltafélag og því þurfum við á góðu fólki og góðum styrkt- araðilum að halda. Við verðum að leita inn á aðra markaði og vonandi getur þetta hjálpað okkur til fram- búðar,“ segir Grétar Rafn. Gallann segir hann auðvitað vera að Úsbekistan er langt í burtu. „Að því sögðu er þetta heillandi og kannski ekki markaður sem aðrir nenna að fara inn á. Þetta getur líka verið heillandi fyrir okkar leikmenn,“ segir Grétar Rafn Steinsson. tomas@365.is Þurfum að leita inn á aðra markaði Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur haft nóg að gera á fyrstu mánuðunum sem yfi rmaður knattspyrnu- mála hjá Fleetwood Town. Hann fór alla leið til Úsbekistans á dögunum og gekk þar frá samstarfi við eitt besta lið landsins. SKOÐA Forseti Lokomotiv Tashkent sýnir Grétari Rafni aðstæður hjá félaginu. MYND/HEIMASÍÐA LOKOMOTIV SAMSTARFIÐ KYNNT Grétar Rafn ásamt forráðamönnum Lokomotiv og fram- kvæmdastjóra Fleetwood á blaðamannafundi í Úsbekistan. MYND/HEIMASÍÐA LOKOMOTIV ÚR TREYJUNNI Í JAKKAFÖTIN Grétar Rafn er kominn hinum megin við borðið. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grétar Rafn í byrjun vikunnar var enginn Íslendingur á mála hjá Fleetwood Town, en íslenskir þjálfarar hafa nánast undantekn- ingarlaust leitað í menn sem þeir þekkja. Spurður þá hvort einhver Íslendingur gæti spilað með Fleetwood á næstunni sagði Grétar: „Það er aldrei að vita ef réttur leikmaður finnst. Sá hinn sami þarf að vera tilbúinn og ég þarf að vera fullviss um að hann styrki liðið og félagið. Sá aðili þarf að vera alveg pott- þéttur.“ Sá pottþétti fannst tveimur dögum síðar því í gær gekk Grétar Rafn frá samningi við landsliðsmanninn fyrrverandi Eggert Gunnþór Jónsson, sem spilaði síðast með Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Grétar og Eggert spiluðu saman með landsliðinu. „Það verður pressa á mér ef Íslendingur kemur. Það yrði að vera einhver sem ég get algjörlega treyst og staðið á bak við alveg upp í fjöll,“ segir Grétar Rafn. Eggert Gunnþór alveg pottþéttur FÓTBOLTI Íslensku liðin þrjú í Evr- ópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafnt- efli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukk- an 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileikn- um á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leik- inn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðri- deildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svo- lítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föst- um leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fund- ið fyrir þessu síðan þetta gerð- ist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“ Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af lið- inu og greina það fyrir viðureign- ina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterk- ir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór á blaða- mannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leik- ur er bara búinn.“ Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfið- ustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komast áfram, en tapið gegn Koper í Vík- inni var það ellefta í ellefu Evrópu- leikjum í sögu félagsins í Evrópu- keppnum. - iþs, tom Fékk heilahristing en spilar samt Skúli Jón Friðgeirsson er klár í slaginn með KR. FH á líka heimaleik gegn SJK. ÍRARNIR MÆTTIR Leikmenn Cork City tóku æfingu á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. Þeir þurfa að sækja til sigurs eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -2 6 B C 1 7 5 7 -2 5 8 0 1 7 5 7 -2 4 4 4 1 7 5 7 -2 3 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.