Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 42
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR
NAFN: Robyn Rihanna Fenty
LISTAMANNSNAFN: Rihanna
FÆÐINGARDAGUR:
20. febrúar 1988
HVAR: Saint Michael
á Barbados
FRÆGIR Í
NÆRMYND
RIHANNA
Mál málanna í stjörnuheiminum
vestanhafs er án nokkurs vafa
sambandsslit Kourtney Kardashi-
an og Scotts Disick. Nú hafa þau
bæði bundið enda á samfélags-
miðlabannið sem þau settu sér
fyrir nokkrum dögum.
Tók Kourtney sig til og birti
þrjár myndir í röð, en minntist
ekki einu orði á téðan Scott. Tók
hann þann pól í hæðina að birta þá
af sér mynd á næturklúbbi sínum
í Las Vegas, og stingur upp á að
aðdáendur mæti og skemmti sér
með honum.
Munurinn á endurkomum
Kourtney og Scott var afgerandi,
en hughreystandi og upplífgandi
athugasemdum rigndi yfir hana
en holskefla ókvæðisorða helltist
yfir Scott. Eru aðdáendur þessa
raunveruleikaþáttapars afar von-
sviknir með Scott, sem hefur verið
afar sýnilegur í þáttunum Keeping
up With the Kardashian.
Hafa áhorfendur því beðið í
ofvæni eftir yfirlýsingum frá
þessu fyrrverandi pari og því
umrætt samfélagsmiðlabann
mörgum óbærilegt.
Ástæða sambandsslitanna er
framhjáhald Scotts, sem hann fór
ekki sérlega leynt með og fyllti
alla helstu slúðurmiðlana í síð-
ustu viku. Herma fregnir að hann
hafi skilið Kourtney eftir eina með
börnin þeirra þrjú og ekki látið í
sér heyra eða svarað símtölum,
heldur dundað sér við skemmtana-
hald og stelpustand í Las Vegas.
- ga
Kourtney og Scott
rjúfa upplýsingabann
Eft ir nokkra þögla daga á samfélagsmiðlunum láta
þau loks í sér heyra en minnast ekki á framhjáhaldið.
EINU SINNI VAR Parið hefur verið
saman í níu ár og á þrjú börn.
Söngkonan Rihanna er einhver
alheitasta poppprinsessa okkar tíma,
en hún var á dögunum fyrst til að
selja stafrænt efni fyrir meira en
hundrað milljón dali og skaust
yfir stjörnur á borð við Taylor
Swift og Katy Perry. Tónlist
Rihönnu er því eftirsóttasta
efnið á alnetinu.
Rihanna er elst í
sínum systkinahópi en hún
á tvo yngri bræður. Móðir
hennar er hálfafrísk og faðir
hennar hálfur Íri í bland
við barbadoska blóðið,
svo blandan er ansi góð og
þykir Rihanna með fallegustu konum
heims. Árið 2004 var hún einmitt valin
fegurðardrottning Combermere High
School, þar sem hún stundaði nám.
Hin unga Rihanna var uppgötvuð
þegar hún var aðeins fimmtán ára, þá
af plötuframleiðandanum Evan Rogers
sem var í fríi á Barbados. Varð hann
samstundis heillaður. Hjólin fóru að
snúast og hefur hún gefið út hvern
smellinn á fætur öðrum og hlaut til að
mynda Grammy-verðlaun fyrir plötuna
Good Girl Gone Bad og er nú marg-
verðlaunuð og hefur unnið með öllum
helstu tónlistarmönnum samtímans,
líkt og Madonnu, Jay-Z, og Kanye West.
„Við vildum gera eitthvað öðru-
vísi. Eitthvað sem hefur aldrei
verið gert á Íslandi áður og hrista
upp í einsleitri flóru skemmti-
staða í Reykjavík,“ segir Unnar
Helgi Daníelsson, sem í slagtogi
við Arnar Finn Arnarsson stend-
ur á bak við Dúfnahóla 10, nýjasta
skemmtistað miðborgarinnar sem
opnaður verður á föstudag. Um er
að ræða skemmtistað sem innrétt-
aður er eins og heimili. Dúfnahól-
ar 10 eru í Hafnarstræti, þar sem
Kaffi Simsen var áður til húsa, en
nú ganga gestir inn af Lækjartorgi
og þaðan beint inn í sjónvarpsher-
bergið.
„Við einsettum okkur að búa til
heimilislega stemningu og grípa
þessi dæmigerðu íslensku heima-
partí, sem oftast eru langskemmti-
legust,“ segir Unnar og spyr hvort
til sé betri fyrirmynd en partíið í
Dúfnahólum 10 sem fyrir löngu er
orðið að klassík í íslensku skemmt-
analífi eftir myndina Sódóma
Reykjavík.
Má hæglega gera ráð fyrir að
sérstaða skemmtistaðarins sé
margbrotin, en þar geta gestir
hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskál-
ann, gleymt sér yfir gullfiskunum
í baðkerinu, grillað sér samlokur
inni í eldhúsi og gluggað í bækur
svo eitthvað sé nefnt.
Þeir Unnar og Arnar hafa verið
vinir síðan þeir voru tveggja ára
og fengu þá flugu í höfuðið að opna
saman skemmtistaðinn þegar hús-
næðið kom upp í hendurnar á þeim
fyrir um tveimur og hálfum mán-
uði. Má sannarlega segja að þeir
hafi ekki setið auðum höndum
síðan.
„Við erum búnir að gera þetta
allt saman sjálfir, hanna allt og
innrétta. Það má sannarlega segja
að við séum búnir að leggja dag við
nótt til að koma Dúfnahólum 10 af
stað,“ útskýrir Arnar og Unnar
skýtur því að að kærastan hans sé
farin að sakna hans, þar sem lítið
hafi sést til hans síðan ákvörðun
um skemmtistað var tekin. „Hing-
að ættu allir að geta komið og fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn
verður hér kaffihúsastemning þar
sem gestir geta fengið sér vöfflu
eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo
verða hinar ýmsu uppákomur á
kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo
verður ferskur djús hjá okkur, köll-
um það djús í bús,“ skýtur Arnar
að og hlær.
Drengirnir lofa því að þeir muni
brjóta allar reglurnar og stanslaust
stuð muni einkenna Dúfnahóla 10,
áður en þeir demba sér í undirbún-
ing á opnun morgundagsins.
- ga
Partíið í Dúfnahólum 10 er að byrja
Arnar Finnur og Unnar Helgi hafa unnið baki brotnu undanfarna mánuði og munu nú bjóða upp á sögufrægasta partí Íslandssögunnar.
KLÁRIR Í SLAGINN Félagarnir lofa
mikilli upplifun öll kvöld, en á daginn
geta gestir fengið sér vöfflur eins og hjá
ömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÍFIÐ
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
6
-2
5
F
C
1
7
5
6
-2
4
C
0
1
7
5
6
-2
3
8
4
1
7
5
6
-2
2
4
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K