Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 6
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
SLYS Átta hafa látist í umferðinni
í ár samanborið við þrjú bana-
slys þar sem fjórir einstaklingar
létu lífið árið áður, sem var met
síðustu áratugina. 243 banaslys
hafa orðið í umferðinni frá alda-
mótum.
Banaslysum í umferðinni hefur
fækkað tölfræðilega frá alda-
mótum og árið 2014 létust aðeins
fjórir í umferðinni. Fara þarf
aftur til ársins 1936 til að finna
færri banaslys í umferðinni.
í Skýrslu Samgöngustofu um
umferðarslys á árinu 2014 segir
að í alþjóðlegum samanburði
útleggist árangur Íslands í fyrra
sem 12 látnir fyrir hverja millj-
ón íbúa. Með því séu Íslend-
ingar komnir mjög framarlega
í umferðaröryggi í heiminum.
Þær þjóðir sem standi sig best,
Norður löndin, Bretland og
Holland, séu með 30 banaslys á
hverja milljón íbúa.
Þórhildur Elínardóttir, upp-
lýsingafulltrúi Samgöngustofu,
segir vissulega ánægjulegt að
banaslysum hafi fækkað á síðustu
árum en áfram verði að horfast
í augu við það að sum svæði séu
hættulegri en önnur í íslensku
vegakerfi. Einnig verði að fara
varlega í að skoða eitt ár sérstak-
lega því eitt dauðsfall til eða frá
breyti miklu þar sem við erum
það fámenn. „Hins vegar segir
það ekki alla söguna að bana-
slysum sé að fækka. Það gæti þá
þýtt að fleiri slasist alvarlega.
Því skiptir máli að rýna í heildar-
myndina,“ segir Þórhildur. - sa
Banaslysum í umferðinni hefur fækkað á hverju ári frá aldamótum og met var slegið í fyrra:
Átta látnir í umferðinni það sem af er ári
BANASLYS Í UMFERÐINNI
FRÁ 2000 TIL 2015
Ár Fjöldi
2000 23
2001 19
2002 22
2003 20
2004 20
2005 16
2006 28
2007 15
Ár Fjöldi
2008 12
2009 15
2010 7
2011 12
2012 9
2013 14
2014 3
2015 8
1. Hvar verður einleikslistahátíðin Act
Alone haldin?
2. Hversu marga farþega fl utti Ice-
landair Group í millilandafl ugi í júní?
3. Hvað heitir fangelsismálastjóri?
SVÖR:
1. Á Suðureyri.
2. 363 þúsund.
3. Páll Winkel.
Verðhækkanir birgja
Birgir Vörur Hækkun Hvenær Skýringar birgja
Norðlenska Kjöt 2-3% 22. júní Kostnaðarhækkanir, þar á
meðal launahækkanir
Matur og mörk Samlokur, pítsur, 3 og 6% 22. júní Nýgerðir kjarasamningar
salöt og kjötbollur
Sláturfélag Suðurlands Kjöt og kjötvörur 2-4% 29. júní Hækkun margra kostnaðarliða
s.s. orku, nautakjöts og launa
Freyja Allar vörur 2,3% 1. júlí Hækkun á umbúðum,
hráefni og flutningum
Góa-Linda Allar vörur 10-15% 1. júlí Hækkun á launum, hráefni og
öðrum kostnaði. Fyrirtækið ekki
breytt verði síðan 2009.
Fjallalamb Kjöt og kjötvörur 3,50% 1. júlí Nýgerðir kjarasamningar
Holt og gott Grænmeti, salöt og fleira 3,50% 1. júlí Nýgerðir kjarasamningar
Kökugerð HP Flatkökur, skonsur 8% 1. júlí Hækkanir á launum
og kleinur
Tradex Harðfiskur 5,8% 1. júlí Nýgerðir kjarasamningar
Nathan & Olsen Ýmsar vörur 2-5% 6. júlí Erlendar verðhækkanir
Myllan Brauð og kökur 4,9 6. júlí Hækkanir á launum, flutningum,
og 1,5% rafmagni, húsnæði og fleiru
Sómi / Júmbó Samlokur 4,9% 6. júlí Hækkanir á hráefni og
launahækkanir
ÍSAM Ýmsar vörur 1,50% 8. júlí Hækkanir á launum, flutningum,
rafmagni, húsnæði og fleiru
ÍSAM Frón og Kexsmiðjan – kex 4,90% 8. júlí Hækkanir á launum, flutningum,
rafmagni, húsnæði og fleiru
ÍSAM Ora – allar vörur 3,90% 8. júlí Hækkanir á launum, flutningum,
rafmagni, húsnæði og fleiru
Brauðgerð Kr. Jónssonar Brauð og kökur 5,6% 10. júlí Nýgerðir kjarasamningar auk
hækkana á aðkeyptri þjónustu
Undri Hreingerningarvörur 2,0% 22. júlí Hækkanir á hráefnum,
umbúðum og launum
NEYTENDUR Mjög margir birgjar
hafa hækkað verð hjá sér á síð-
ustu dögum. Ástæðan er nýgerð-
ir kjarasamningar launafólks við
Samtök atvinnulífsins, hækkun á
flutningskostanaði og hækkandi
rafmagnsverð.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir nýgerða kjara-
samninga geta haft áhrif á
verðbólguna og minnkað kaup-
mátt almennings.
„Það er ljóst að þeir kjara-
samningar sem undirritaðir
voru fyrir skömmu fara talsvert
út fyrir það svigrúm sem er til
launahækkana og því hætt við
því að af þeim hljótist áhrif á
verðbólguna,“ segir Þorsteinn.
Alls hafa sautján birgjar hækk-
að verð hjá sér frá 20. júní. Flest-
ir segja skýringuna vera hækkun
launa og nýgerða kjarasamninga.
Þetta kemur fram í lista Neyt-
endasamtakanna. Listinn er ekki
tæmandi því birgjar og verslanir
þurfa ekki að senda tilkynningu
á opinberan aðila þegar um verð-
hækkanir er að ræða.
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasam-
takanna, segir að þessum hækk-
unum hefði mátt búast við að
einhverju leyti.
„Menn eru að bera fyrir sig
kjarasamninga og það var svo
sem fyrirséð og spáð að kjara-
samningarnir myndu hafa áhrif á
vöruverð. Einnig höfum við verið
að sjá skýringar á borð við hækk-
un flutningskostnaðar og hækk-
un rafmagnsverðs sem mögulega
skýringu,“ segir Þuríður.
Í vor lögðu tugir þúsunda
launamanna niður vinnu til að
krefjast hærri launa. Samtök
atvinnulífsins héldu því fram að
ekki væri svigrúm til svo mik-
illa launahækkana. Þær myndu
þýða aukna verðbólgu og hækk-
un verðlags í landinu. Nú eru vís-
bendingar um að þau varnaðar-
orð hafi verið á rökum reist.
„Síðustu vísitölumælingar
hafa sýnt lága verðbólgu. Þess-
ar hækkanir munu koma í ljós í
lok júlí þegar næstu tölur koma
frá Hagstofunni. Við spáum því
að það verði meiri breytingar á
verðbólgunni þá sem hefur áhrif
á vöruverð og verðtryggð lán
heimilanna. Þannig mun þetta
vinda upp á sig og launahækkan-
ir bíta í skottið á sér. Það skipt-
ir máli að hagræða frekar en að
hækka verð á vörum. Það mun
verða þungt ef á að skella allri
launahækkun út í vöruverð,“
segir Þuríður.
Þorsteinn segist einnig vona að
verslanir og fyrirtæki hagræði
í rekstri.
„Við bindum vonir til að verð-
bólguáhrif verði eins lítil og
kostur er og að fyrirtæki leiti
allra annarra leiða en að bregð-
ast við með kostnaðarhækkun-
um. Þessi hætta er hins vegar
mjög skýr og er fyrir hendi.
Þetta bentum við á. Til þess að
verðlag sé stöðugt verða kjara-
samningar að vera ábyrgir og
unnir innan þess svigrúms sem
er til launabreytinga. Þessir
samningar voru það ekki,“ segir
Þorsteinn Víglundsson.
sveinn@frettabladid.is
Hækka verð vegna kjarasamninga
Vísbendingar eru um að nýgerðir kjarasamningar á vinnumarkaði hækki verðlag í landinu. Birgjar eru að hækka verð. „Þetta bentum við
á,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna biður um hagræðingu í stað verðhækkana.
Það mun
verða þungt ef
á að skella
allri launa-
hækkun út í
vöruverð.
Þuríður Hjartardóttir,
framkvæmdastjóri
Neytendasamtakanna
Við
bindum vonir
til að verð-
bólgu áhrif
verði eins lítil
og kostur er.
Þorsteinn Víglunds-
son, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins
VEISTU SVARIÐ?
MARGIR
LITIR
Í LEÐRI OG
ÁKLÆÐI
VERÐ FRÁ KR.
79.990*
*ÁN SKEMILS
LEVANTO
hægindastóll
HÆKKANIR Nýir kjarasamningar virð-
ast hækka verð birgja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
hefur ákært tvo karlmenn á fertugsaldri fyrir fjölda
lögbrota. Þeirra á meðal eru tvö innbrot, þjófnaður,
fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Mál þeirra verð-
ur þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Innbrotin sem mennirnir eru ákærðir fyrir eiga
að hafa átt sér stað á Suðurnesjum í ágúst árið 2013.
Þeim er gefið að sök að hafa haft sjónvörp, tölvur,
myndavélar, fatnað, verkfæri ásamt fleiru á brott
með sér.
Húsráðandi annarrar íbúðarinnar, Atli Már
Gylfason, segir lífsýni hafa komið upp um mennina.
Þeir hafi drukkið úr áfengisflösku sem hafi verið
inni í vínskáp og lögregla tekið með sér til rann-
sóknar.
Þá er annar mannanna jafnframt ákærður fyrir
brot á vopnalögum árið 2013, en á heimili hans
fannst heimagerð kylfa, öxi, handjárn og hnífur. Sá
er jafnframt ákærður fyrir fíkniefnalagabrot því
við húsleit fundust fimmtíu kannabisplöntur sem og
tæp þrjú grömm af amfetamíni.
Sama manni er gefið að sök að hafa í janúar árið
2014 ekið undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Í
ákæru segir að við brotið hafi maðurinn fleygt út
bakpoka með tæpum þrjátíu grömmum af amfeta-
míni. Maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt.
- sks
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærir tvo karlmenn fyrir fjölda lögbrota:
Víndrykkja felldi innbrotsþjófa
INNBROT Húsráðandi segir lífsýni af áfengisflösku hafa
komið upp um þjófana. MYND/EYÞÓR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-D
2
C
C
1
7
5
6
-D
1
9
0
1
7
5
6
-D
0
5
4
1
7
5
6
-C
F
1
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K