Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 36
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 Söngæfing fyrir laugardagstón- leikana er rétt að hefjast hjá kammerkórnum Hljómeyki í Skálholti þegar stjórnandinn og staðartónskáldið þetta sumarið, Stefán Arason, er plataður í stutt símaviðtal. Hann er ekki á land- inu á hverjum degi því hann býr rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, í bæ sem heitir Ballerup, og er organisti þar, auk þess að fást við tónsmíðar. „Ég lærði tónsmíð- ar í konsvervatoríinu í Árósum og eftir að því námi lauk tók ég organ istapróf. Þetta tvennt eru mín helstu viðfangsefni og svo kórstjórnun líka.“ Stefán kveðst vera með íslensk- an kór í Kaupmannahöfn sem heiti Staka og varð tíu ára á síðasta ári. „Í tilefni afmælisins var gefinn út diskur með kirkjulegri kórtónlist eftir mig. Það er einkum þannig tónlist sem ég bý til.“ Honum kom því ekki sérlega á óvart þegar hann var beðinn að vera staðartónskáld í Skálholti. „Hér er alltaf flutt mikil kórtón- list og ég á helling af efni fyrir kóra, því ég er í tengslum við þá marga. Eitt verkið samdi ég fyrir þessa sumarhátíð, það heit- ir Missa Brevis sem þýðir stutt- messa. Hún er bara átta mínútna löng en samt með fjórum köflum, Cyrie, Gloria, Santus og Agnus Dei. En við endum tónleikana á laugardaginn á stærra verki eftir mig sem heitir Future Requiem, eða Framtíðarsálumessa. Það er við texta ljóðskálds sem ég þekki sem notaði gömlu textana úr Requiem og samdi upp úr þeim.“ Stefán er Norðfirðingur að upp- runa og hóf sitt tónlistarnám við Tónlistarskólann í Neskaupstað. „Ég var hjá Ágústi Ármanni til að byrja með, spilaði á orgel og söng í kirkjukórnum hjá honum, svo lærði ég á píanó líka og trompet og spilaði á allt mögulegt,“ rifjar hann upp. Segir líka mikið sungið í fjölskyldunni og hjá honum hafi legið beint við að leggja tónlistina fyrir sig. „Ég fór í Menntaskólann í Hamrahlíð og tónlistarskóla í Reykjavík en hélt til Danmerkur árið 2001 og hef búið þar síðan.“ Kynning á stuttmessunni hans Stefáns verður í Skálholtsskóla klukkan 14 þann 11. júlí, tónleik- arnir hefjast í kirkjunni klukkan 15 sama dag undir heitinu Syngið nýjan söng og endurteknir á sama tíma á sunnudag. gun@frettabladid.is Frá Ballerup til Skálholts með Missa Brevis í farteskinu Stefán Arason er staðartónskáld sumarsins í Skálholti þar sem Hljómeyki fl ytur eft ir hann nýja stuttmessu næsta laugardag ásamt spennandi eldra efni. STAÐARTÓNSKÁLD SKÁLHOLTS Hér er alltaf flutt mikil kórtónlist og ég á helling af efni fyrir kóra, því ég er í tengslum við þá marga,“ segir Stefán. MYND/ÞORBJÖRG DAPHNE HALL Miðbær Hraun, Flatahraun 12 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. júlí 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að lóðinni er skipt í tvær lóðir Flatahraun 12 og Flatahraun 14. Nýtingarhlutfall lóðar nr. 12 verður 0.48 og lóðar nr. 14 verður 0.6. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá skipulags- og byggingarsviði Norðurhellu 2, frá 10. júlí til 24. ágúst 2015. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingar- sviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingar- sviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 24. ágúst 2015. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breyting- una innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar „Hugmyndin er að þetta sé hátíð sem fléttast inn í lífið og samfé- lagið á staðnum. Að auki langar okkur líka til þess að taka upp efni og hljóð sem er að finna á staðnum og endurnýta. Þannig að þetta er líka endurvinnslukonsept, listrænt séð,“ segir Guðný Guðmundsdótt- ir sem er annar listrænna stjórn- enda Cycle tónlistar- og listahátíð- arinnar sem fer fram í Kópavogi í ágúst. Tinna Þorsteinsdóttir er einnig listrænn stjórnandi ásamt Guðnýju en framkvæmdastjóri er Fjóla Dögg Sverrisdóttir. En allar eru þær með listrænar rætur í klassískri tónlist. Hringrás Guðný segir að Cycle-hátíðin eigi sér í raun langan aðdraganda. „Árið 2008 byrjuðum við með hátíð sem heitir Tónlistar hátíð unga fólksins þar sem áherslan var á klassíska- og samtímatón- list fyrir ungt fólk. Í fyrra fengum við svo styrk frá Creative Europe í samstarfi við kollega okkar í Eng- landi og Noregi og þá ákváðum við að taka þetta skrefinu lengra. Maður breytist líka á þessum tíma. Ég hef verið búsett í Berlín nokkuð lengi og áhugasviðið hefur færst í auknum mæli á nýsköpun í listum. Áherslan á hátíðinni í dag er meira á samspil tónlistar og mynd- listar en tónleikar eru ekki aðeins það sem maður heyrir heldur líka það sem maður sér og upplifir. Allt er þetta hluti af einhverjum allsherjar performans eða gjörn- ingi. Þetta er sameiginleg upplif- un þeirra sem eru að perfomera og áhorfenda og það er spennandi að skoða það samband – þá hringrás. Ný hugsun – nýr vettvangur Þessi áhugi, eða öllu heldur sköp- un, hefur verið lengi til staðar. Myndlistarmenn hafa verið að stíga yfir línuna og gera tónlist og öfugt. Þessi þróun hefst snemma á tuttugustu öld með Marcel Duch- amp, John Cage og heldur áfram með Fluxus-hreyfingunni en síðan gerist frekar lítið. Þetta er lang- ur aðdragandi en tónlistin hefur samt ekki beinlínis slitið sig eins mikið frá hefðinni og myndlist- in og önnur listform af einhverj- um sökum. Í raun erum við því að athuga hvort það sé hægt að beina þessu inn á eitthvert nýtt svið. Við erum með tónlistina eins og við þekkjum hana í dag og síðan erum við með myndlistina en þetta er kannski eitthvað nýtt. Íslend- ingar sérstaklega, með sína miklu tónlistarhefð, hafa verið að fara inn á þetta svið í auknum mæli, eins og t.d. Ragnar Kjartansson, Ólafur Ólafsson og Libia Castro og fleiri. Þetta er að koma upp víðar og þar á meðal hér í Þýska- landi þar sem frægir myndlistar- menn eins og Olaf Nicolai og Tino Seghal eru að nota tónlistina sem sinn miðil. Hátíðin sprettur þannig upp úr þessari þróun og verður að veruleika fyrir tilstilli þess að við fáum þennan styrk og ákveðum að reyna að búa til þennan nýja vett- vang.“ Spennandi jafnræði Guðný segir að þær séu með hátíð- inni að kanna sviðið. „Þetta snýst um hvernig þessi samvinna verður til. Þetta er rannsókn á því hver er munurinn á listinni sem tónlistar- maður gerir þegar hún er kölluð myndlist eða þegar myndlistar- maður gerir tónlist. Það skiptir okkur máli að öll list á rétt á sér en verkin myndast þó með ólíkum hætti. Við erum með listviðburði á hátíðinni sem tengjast báðum þessum sköpunarleiðum á milli greina. Við erum líka með hreint samvinnuverkefni þar sem ríkir jafnvægi í öllu sköpunarferlinu allt frá upphafi á milli listamannanna Sigurðar Guðjónssonar myndlist- armanns og Þráins Hjálmarsson- ar tónskálds. Það er alfarið sjálf- sprottið verk sem ekki einu sinni sýningarstjórinn hafði áhrif á að varð til. Það verður spennandi að sjá og heyra hvað kemur út úr slíku jafnræði.“ Minning og viðtökur Eitt af því sem er athyglisvert við Cycle er að hún fer fram á óvenju- legum stöðum innan Kópavogs. „Rýmið breytir því hvernig áhorf- andinn meðtekur. Tónleikasalur mótar til að mynda ákveðna hegð- un, býr yfir ákveðnum minningum og hefur áhrif á upplifun. Okkur langar til þess að láta á það reyna að leika okkur að þessu. Svo viljum við líka gefa stöðum eins og Hamra- borginni, Kópavogshæli og fleiri stöðum nýja minningu með því að færa þangað fólki nýjar upplifan- ir. Við viljum líka vera í almennum rýmum til þess að fólk verði hálf- partinn fyrir listinni – að hún skelli bara á því fyrirvaralaust.“ Guðný segir að hátíðin sé í raun fjórskipt og að fyrsta skrefið sé vinnustofa og námskeið sem myndi vettvang fyrir samræðu lista- mannanna. „Annað er svo lifandi dagskrá í hefðbundnum og óhefð- bundnum rýmum og í almenn- ingsrýminu – gjörningar, tónlist- arperformansar, göngur, óperan Björninn sem á sér stað inni á Play ers í Kópavogi. Í fjórða lagi er það gríðarlega spennandi sýning í Gerðarsafni og þar verður sýning- arstjóri Nadim Samman sem hefur unnið víða með heimsþekktum listamönnum og loks er það Lista- bíó í Salnum þar sem sýnd verða samvinnuverkefni tónlistar- og myndlistarmanna. Það verður því af nógu að taka fyrir listunnend- ur sem vonandi munu fjölmenna á Cycle í ágúst.“ Hringrás upplifunar og sköpunar Listahátíðin Cycle fer fram um víðan völl í Kópavogi í ágúst og þar verður látið reyna á mörkin á milli tónlistar og myndlistar. LISTRÆNN STJÓRNANDI Guðný Guðmundsdóttir er listrænn stjórnandi Cycle-hátíðarinnar ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -5 D 0 C 1 7 5 7 -5 B D 0 1 7 5 7 -5 A 9 4 1 7 5 7 -5 9 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.